Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1939, Side 8
I
STÚDENTABLAÐ
Uppsala ár bást.
Formaður Stúdentafélags Siglufjarðar.
Of hefur verið vitnað í þessi
orð, enda munu margir við þau
kannast. Hitt er svo annað mál,
og má sjálfsagt lengi um deila,
hvort slikt er réttmæli um þennan
fornfræga bæ. Hætt er við að
margur ferðalangurinn verði fyrir
vonbrigðum, er hann gistir bæinn
í fyrsta sinn, með það fyrst og
fremst í huga að skemmta sér og
njóta lífsins. Uppsalir hafa fátt
að bjóða, ef miðað er við erlenda
ferðamannabæi, enda eigi tilorðinn
sem slíkur, þó að margir Ieiti
hinsvegar þangað til dvalar um
lengri eða skemmri tíma.
Uppsalir eru gamall bær, enda
ber hann þess rikar menjar í bygg-
ingum og skipulagi. Þar eru eigi
fáir húskofar, sem standa fram í
miðja götu, gersneyddir allrismekk-
vísi og fegurð, en innan um standa
svo fagrar, stílhreinar byggingar,
eins og t. d. konungshöllin, sem
vitnar um veldi Vasakonunganna
og dómkirkjan, sem er talandi
tillit er tekið til aðkomufólks í
útreikningum.
Samkvæmt sömu skýrslum um
berklapróf á skólabörnum, svo og
af öðrum gögnum, má fullyrða,
að berklaveiki er hér minni en í
öðrum kaupstöðum landsins.
Um andlegan þroska og líkam-
legt atgerfi fólks hér, verður allt
erfiðara um samanburðinn, en
frammistaða í skólum og íþróttum
gefur ekkert tilefni til að ætla,
það undir meðallagi.
Eg vona að sýnt sé af þessu,
að Siglufjörður er ekkert óbyggi-
legri staður, og fólk þar engu
lélegra en gengur og gerist upp
og ofan hér á landi.
Steingr. Einarsson.
vottur um, að þarna er höfuðsetur
hinnar sænsku kirkju og háskólinn,
sem hefur verið virðulegasta
menntastofnun Svía um margra
alda skeið. Það eru þessar bygg-
ingar, sem fyrst og fremst heilla
ferðamanninn og gefa honum hug-
mynd um, hversu sænska menn-
ingin á sér sterkar rætur í for-
tíðinni.
Uppsalir 20. aldarinnar eru fyrst
og fremst háskólabær. Þúsundum
saman streyma stúdentar þangað
á haustin til að stunda þar nám.
Þeir hafa lagt undir sig bæinn —
þar er þeirra ríki, ef svo mætti að
orði komast.
Háskólinn í Uppsölum var stofn-
aður 1477, fyrir ötula forgöngu
þáverandi erkibiskups Svía, Jakobs
Úlfssonar. Páfinn samþykkti stofn-
unina, meðal annars vegna þess,
að hann hefði heyrt að loftslagið
þar væri gott og milt, og menn
'nefðu þar víst nóg og gott að
borða. Það er að líkindum í fyrsta
og einasta skipti, sem loftslaginu
í Uppsölum hefir verið hælt, enda
er margt annað betur um Uppsali,
en loftslagið. Líklegt þykir mér að
Gunnar Wennerberg hafi eigi
munað eftir loftslaginu, er hann
sagði að Uppsala væri best, eða
þá að orðin hafa fallið á sólbjört-
um vordegi.
En hvað sem annars má um
loftslagið segja, þá una stúdentar
sér vel í Uppsölum, og vildu eigi
frekar annarsstaðar dvelja.
Það mun margur mæla, að
stúdentalífið um gjörvallan heim
sé líkt, að stúdentar, vegna sér-
menntunar sinnar, hafi sameigin-
legar hugsjónir og að framkoma
þeirra, störf og dægrastytting, sé
áþekk, hvar sem þeir eru, og er
þetta að vissu leyti rétt. En »sinn
er siður í landi hverju«, og það
dregur fram hið ólíka og skapar
fjölbreytni í stúdentalífinu eins og
á öðrum sviðum.
Stúdentalífið í Uppsölum, og