Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 19
2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 17 „Kaldhæðni örlaganna var að ég hætti á smitsjúkdómadeildinni af því ég gat ekki meira af Covid en svo var Covid það fyrsta sem tók á móti mér á nýjum vettvangi og ég fór því má segja úr öskunni í eldinn.“ Ég var að vinna með sjúklingum í áhættuhópi og fram að því vorum við starfsfólkið bara með grímur og hlífðarbúnað þegar við sinntum sjúklingum sem voru smitaðir. Ræktin var opin, fólk hélt veislur eins og ekkert hefði í skorist en á sama tíma og var fólk að deyja úr Covid á spítalnum. Þetta fannst mér erfitt að horfa upp á. Mér finnst að yfirvöld hefðu átt að bregðast fyrr við, sérstaklega á stöðum eins og á öldrunarheimilum og á stofnunum þar sem viðkvæmir hópar voru. Það var ekki fyrr en um sumarið 2020 að almenningur hafði möguleika á fara í einkennasýnatöku. Ég upplifði líka að það vantaði hlífðarbúnað og annan nauðsynlegan búnað í upphafi faraldursins. Að mínu mati voru Svíar ekki tilbúnir í heimsfaraldur og svona stórt áfall, þeir eru almennt vanir því að hafa það gott og áttu eflaust ekki von á neinu í líkingu við það sem Covid varð, ekki frekar en nokkur annar. Í byrjun apríl, bara nokkrum vikum eftir að faraldurinn byrjaði, voru til að mynda næstum bara Covid-smitaðir sjúklingar á spítalanum, hann var undirlagður og það þurfti að fá hjúkrunarfræðinga frá öðrum stofnunum til að manna hann á sama tíma og skurðlæknar höfðu ekkert að gera. Smitaðist þú ekki af Covid þegar þú starfaðir á smitsjúkdómadeildinni? Nei, ég smitaðist ekki fyrr en 2021, ég var í hlífðarbúnaði í vinnunni og einangraði mig mikið utan vinnutíma. Við sem unnum saman á spítalanum grínuðumst stundum með það að öruggasti staðurinn fyrir okkur að vera á væri líklega á smitsjúkdómadeildinni þar sem við fengum hlífðarbúnað. Ég var í upphafi hrædd um að smitast og varð meira hrædd um fólkið mitt heima á Íslandi. Á þessum tíma fækkaði flugferðum heim mikið og ef einhver af mínum nánustu hefði veikst hefði ég ekki getað bara hoppað upp í næstu vél og farið heim til að vera til staðar. Eftir á að hyggja var þetta mikill og góður skóli, allur heimurinn var í raun að upplifa það sama. Þetta tímabil sýndi mér hvað aðlögunarhæfnin er mikil, einungis nokkrum vikum eftir að faraldurinn byrjaði varð það nýr hversdagsleiki má segja og maður tókst á við hann. Hvað hefur verið erfiðast við að starfa í öðru landi? Tungumálið hefur verið stærsta áskorunin, mig vantaði orðaforða til að tjá mig og vinna úr upplifunum tengdum Covid. Það að vera alveg nýr á vinnustað í landi þar sem maður getur ekki almennilega tjáð sig á tekur rosalega á og misskilningur getur orðið en maður getur sem betur fer hlegið að því eftir á. Það var líka áskorun að vera langt frá fjölskyldunni, sérstaklega á tímum Covid þegar ég upplifði mikla óvissu og ólík viðbrögð við faraldrinum á Íslandi og í Svíþjóð. Hefur þú leitað þér hjálpar eftir álagið sem fylgdi því að starfa á smitsjúkdómadeild í heimsfaraldri? Ég talaði einu sinni við sálfræðing haustið 2020 en ég var á þeim tíma búin að skipta um vinnu, taka mér langt frí og náði að jafna mig að miklu leyti. En það var gott að fara og fá staðfestingu á því að ég væri ekki bara rosalega mikill aumingi heldur að þetta hafi hreinlega verið mikið. Ég finn að ég hef þörf fyrir að tala um þetta tímabil og á því kannski eftir að vinna betur úr því. Hvað kenndi þessi lífreynsla þér? Að maður er fær um meira en maður heldur og einnig hvað það er mikilvægt að ætla sér ekki of mikið. Lífið fer ekki alltaf eins og planað var og þá er líka allt í lagi að beygja aðeins út af sinni braut og taka pásur ef þess þarf. Er starfsumhverfið öðruvísi þar sem þú starfar núna í Svíþjóð en á Íslandi? Aðgengi að sérnámi innan hjúkrunar er gott í Svíþjóð og það er mikið í boði. Grunnnámið er þrjú ár í háskóla og svo er hægt að sérhæfa sig í eitt til eitt og hálft ár. Margar stofnanir bjóða einnig upp á launað sérnám og almennt er gefið mikið svigrúm fyrir framhaldsnám. Mér fannst vera skýrari verkaskipan á milli starfsstétta á spítalanum sem ég starfaði á hér í Svíþjóð og almennt fleira starfs- fólk, ég hef þó ekki unnið á nógu mörgum ólíkum deildum til að dæma um það hvort það sé raunverulegur munur. Hvað hefur Svíþjóð fram yfir Ísland? Það er mikill skortur á hjúkrunarfræðingum almennt í Svíþjóð eins og heima en mér hefur fundist vera fleiri almennir starfsmenn og fleiri sjúkraliðar þar sem ég hef verið að vinna að minnsta kosti. Það er einnig betra flæði frá spítalanum og sjúklingar eru ekki fastir á bráðadeildum í fleiri vikur að bíða eftir úrræðum, almennt eru útskriftarmál í betri farvegi. Hjúkrunarfræðingur í öðru landi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.