Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 43
2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 41 til velferðarkerfisins þegar það kemur hingað. Það sér fyrir sé að það sé að koma í betri aðstæður og verður hissa þegar biðtíminn eftir að komast að hjá sérfræðingi er oft margir mánuðir. Stærsti hluti þessa hóps vill fá að vinna hér á landi og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þeim finnst aðgerðarleysið erfitt og til okkar hafa komið margir með heilbrigðismenntun; læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar til dæmis, og boðið fram krafta sína í sjálfboðavinnu. Þetta er þungt og pólitískt flókið en þarna er í rauninni ónýtt vinnuafl. Það væri gott ef það tæki mun styttri tíma að afgreiða umsóknirnar en við höfum ekki skoðanir á því hver á að fara og hver á að vera, það er ekki í okkar verkahring. Við sinnum bara okkar fólki eins vel og við getum og uppskerum mikið þakklæti. Þetta er gefandi og skemmtilegt starf, við hittum fólk úr ólíkum menningarheimum og ég hef lært mikið. Við erum með fyrir fram mótaðar hugmyndir um hvað heilsa og heilbrigði er og hvernig heilbrigðiskerfi á að vera en það er ekki endilega sama mynd og einstaklingur frá Sómalíu hefur. Ég skil ekki alltaf menningu og siði annarra en það er mikilvægt að hlusta og bera virðingu fyrir ólíkum menningarheimum og siðum. Vera með opinn huga og meðtaka án þess að dæma, því við erum öll með eitthvað í bakpokanum. Þetta gerir mig að betri hjúkrunarfræðingi. Það væri eflaust gagnlegt að bjóða hjúkrunarfræðingum upp á þjálfun í því hvernig hægt er að mæta fólki frá ólíkum menningarheimum á jákvæðan hátt. Við erum ekki öll eins og það er svo mikill kostur ef við sinnum þessum hópi með opnum huga.“ Opið virka daga frá kl. 9:00 til 16:00 nema á föstudögum til kl.14:00. Símaráðgjöf á opnunartíma í síma 800-4040 - radgjof@krabb.is Krabbameinsfélagið býður upp á ókeypis ráðgjöf og stuðning fagfólks við þá sem greinst hafa með krabba- mein og aðstandendur. Ókeypis ráðgjöf og stuðningur Varðandi tungumálaörðugleika segir hún að þær stöllur notist mikið við Language line og fái aðstoð frá samstarfsfólki, en það sé stærsta áskorunin í starfinu. „Stundum er fólk að reyna að segja manni frá veikindum og vanlíðan í smáatriðum og þá er erfitt að finna vanmáttinn og geta ekki klárað málin með því. Þá sendum við fólk oft áfram í tíma hjá lækni með túlki. Aðbúnaðurinn er ekki góður, úrræðin eru neyðarþjónusta, sem ekki eru ætluð til langs tíma. Fólki líður auðvitað sjaldnast vel í þessum aðstæðum; að búa með mörgum ókunnugum í litlu rými, mega ekki vinna og hafa lítið milli handanna. Ferlið þyrfti að ganga hraðar fyrir sig svo fólk geti haldið áfram með líf sitt. Flest eru þau svo þakklát fyrir öryggið hér á landi og friðinn. Það er oft það sem fólk þráir framar öllu,“ segir hún og við látum það vera lokaorðin. Viðtal „Fólki líður auðvitað sjaldnast vel í þessum aðstæðum; að búa með mörgum ókunnugum í litlu rými, mega ekki vinna og hafa lítið á milli handanna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.