Ský - 01.01.2015, Blaðsíða 6

Ský - 01.01.2015, Blaðsíða 6
6 | SKÝ 1. tbl. 2015 Útgefandi: Heimur hf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Benedikt Jóhannesson og Jón G. Hauksson. Útlitshönnun: Erlingur Páll Ingvarsson. Ljósmyndir: Geir Ólafsson, Páll Stefánsson, Páll Kjartansson o.fl. Blaðamenn/greinarhöfundar: Gísli Kristjánsson, Halldór Ingi Andrésson, Hilmar Karlsson, Margrét Þóra Þórsdóttir, Páll Ásgeir Ásgeirsson, Páll Stefánsson, Ragnheiður Þórdís Gylfadóttir, Solveig K. Jónsdóttir, Sigmundur Ó. Steinarsson, Svava Jónsdóttir, Valgerður Þ. Jónsdóttir. Auglýsingastjóri: Ýr Þrastardóttir. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Heimur hf. – Öll réttindi áskilin. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Heimur hf. Borgartúni 23,105 Reykjavík. Sími: 512-75751.tbl. 2015 Ský Nýlega horfði undirritaður á sjónvarpsþátt um Vatíkanið og átti sér einskis ills von þegar skyndi­ lega var vitnað í bersögult bréf Hinriks áttunda til verðandi annarrar konu sinnar, Önnu Boleyn. Anna þessi varð mikill örlagavaldur í sögunni því að til þess að geta gifst henni varð Hinrik að segja skilið við kaþólsku kirkjuna. Úrsögn hans var ekki eins og nú gerist með einfaldri tilkynn­ ingu til Þjóðskrár heldur hvarf öll enska þjóðin inn í nýja kirkju, ensku biskupakirkjuna. Þessi nýja kirkja taldi það ekki sitt hlutverk að halda aftur af girndum konungs, tryggði honum skilnað og blessaði nýtt hjónaband. Þegar Hinrik fékk Önnu sína hætti hún að verða spenn­ andi. Það var gaman að skarpgreindri og skemmtilegri ástkonu, en auðvitað vildi hann ekki sjá slíka eiginleika hjá eiginkonunni. Hún fæddi honum að vísu dóttur, Elísabetu fyrstu Englandsdrottningu sem seinna varð. En enginn fædd ist drengurinn og Hinrik ákvað að stytta hjónabandið og drottninguna samtímis, því að Anna var hálshöggvin árið 1536. Í Vatíkaninu, þeim helga stað, er bréfið þar sem Hinrik áttundi lýsir sínum holdlegu þrám með berum orðum, sem í dag þættu eflaust orðfjólur. Ekki er að efa að páfinn og sveinar hans hafa drukkið hvert orð í sig af áfergju, en spurningin er: Kom einhverjum þetta við nema Hinrik og Önnu? Skömmu eftir að þessi innblástur frá æðri máttar völdum birtist mér bárust fréttir af bréfaskriftum leikaranna Laurence Olivier og Vivien Leigh meðan þau voru í eldheitu ástarsambandi (auðvitað meðan bæði voru gift öðrum). Þar lýstu þau því hve erfitt væri að vera aðskilin, þó að seinna kæmi í ljós að erfiðara reyndist að vera gift. Spurningin sem vaknar aftur er: Þarf að stafa þetta ofan í okkur? Enginn efast um að kóngar og leikarar séu blóðheitir og hafi ákafar þrár. En hvers vegna brenna menn, sem óvart komast yfir bréf af þessu tagi, þau ekki einfaldlega? Þegar höfundur Njálu segir okkur að samdráttur Hallgerðar og Gunnars hafi verið „girndarráð af beggja hálfu“ er það alveg nóg. Við þurfum hvorki að lesa ástarjátningar, ristar með rúnum á kefli, né myndbandsupptöku af brúðkaups­ nóttinni. Benedikt Jóhannesson Hvað varðar mig um girndir annarra?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.