Ský - 01.01.2015, Blaðsíða 22

Ský - 01.01.2015, Blaðsíða 22
22 | SKÝ 1. tbl. 2015 Árið 1947 Yngsti þátttakandi Skákþingsins er 11 ára gamall, Friðrik Ólafsson að nafni, en það er sá sami, sem lengst barðist við Baldur Möller í fjöltefli því er Baldur háði hér nokkru fyrir jólin. Síðar sama ár var sagt frá því að einn 12 ára drengur, Friðrik Ólafsson, hefði keppt um titilinn Hraðskák­ meistari Íslands „og er hann talinn sérlega efnilegur skákmaður.“ Ævintýri var hafið. Ári síðar er þess getið að 13 ára drengur hafi sigrað í 1. flokki, Friðrik Ólafsson sonur Ólafs Friðrikssonar starfsmanns hjá Rúgbrauðsgerð­ inni. Fimmtán ára vann Friðrik Norðurlandameistaratitil í meistaraflokki (næsthæsta flokki). Sautján ára varð hann Íslandsmeistari í fyrsta sinn og átján ára varð hann Norðurlandameistari. Sjötti janúar 1956 Lokaumferð í hinu þekkta Hastingsmóti er að hefjast. Í efsta sæti eftir átta umferðir eru þeir Friðrik Ólafsson og Viktor Kortsnoj frá Sovét­ ríkjunum með 6 ½ vinning hvor. Íslendingar biðu spenntir eftir úrslitunum Friðrik hafði þegar unnið marga glæsta sigra, en myndi hann þola spennu­ na í lokaumferðinni? Íslendingar biðu lokaskákarinnar við Ivkov, þekkt an stórmeistara, með öndina í hálsinum. Hvernig myndi hinum tvítuga Íslend­ ingi ganga? Guðmundur Arnlaugsson skákmeistari lýsti stöðunni í hádegis­ útvarpinu og landsmenn gnístu tönnum þegar þeir heyrðu að staðan væri ekki sem hagstæðust fyrir Friðrik, en á móti kom að Ivkov var kominn í tímaþröng. Óvissan jók vissulega mjög á spenninginn. Í síðdegisútvarpinu kom Guðmundur aftur með gleðitíðindi: Skákin varð jafntefli og á sama tíma náði lítt þekktur Englendingur, Fuller að nafni, jöfnu við Kortsnoj. Morgunblaðið birti forsíðufrétt um afrekið daginn eftir og lýsti stemn­ ingunni: „Þegar svo fréttir bárust um að skák þeirra Friðriks og Ivkovs hefði orðið jafntefli, lustu menn upp fagnaðarópum og með ýmsum orðum lýstu þeir aðdáun sinni á frábærri frammistöðu Friðriks á skákmóti þessu. Aldrei fyrr hafði íslenzkur skákmaður unnið jafn mikinn sigur sem Friðrik og víst væri það, að ekki hefði þjóðinni borizt erlendis frá meiri gleðitíðindi síðan Halldór Kiljan Laxness hlaut Nóbelsverðlaunin. Þetta afrek Friðriks væri að nokkru sambærilegt.“ FyrSti Febrúar 1956 Friðrik hafði náð efsta sæti í Norðurlandamótin árið 1955 ásamt ungum Dana, Bent Larsen að nafni. Ákveðið var að teflt yrði einvígi um titilinn í Reykjavík. Teflt var í Sjómannaskólanum og það er ekki orðum aukið að allt hafi farið á annan endann í Reykjavík vegna þessa. Íslendingar höfðu nýlega náð langþráðu frelsi frá Dönum og engir andstæðingar voru jafn miklir „óvinir“ og þeir. Það leit ekki vel út þegar Friðrik var orðinn undir 1­3 eftir fjórar umferðir. En í sjöundu umferð jafnaði hann metin í spenn­ andi skák. Í 15. leik fórnaði Friðrik peði fyrir sóknaraðstöðu og í 19. leik gaf Larsen kost á mjög hagkvæmum mannakaupum fyrir Friðrik. Við það náði Friðrik sóknarstöðu, sem leiddi til þess að Larsen gaf skákina eftir 24 leiki enda hótaði Friðrik þá máti eftir tvo leiki sem ekki var bjargað. Landsmenn voru sannfærðir um að Friðrik hefði sigur í lokaskák­ inni þar sem hann var með hvítt. Tíðindamaður Morgunblaðsins sendi reglulega lýsingu á stöðunni. Klukkan 9:30 voru 16 leikir búnir. Hann sagði: „Mér finnst þetta of mikill „hasar“ og of litið öryggi. Langa hrókunin hjá Friðrik skapar einhverja hættu. En ég sé ekki hvor staðan er betri nú.“ Mikill mannfjöldi var viðstaddur lokaskákina. Vonbrigðin voru gífurleg: „Það verður að segja hverja sögu eins og hún er, að þessi mikli mannfjöldi varð eðlilega fyrir miklum vonbrigðum,“ sagði í frétt Morgunblaðsins sem nánast var í sorgarramma. Friðrik sagði ekkert sérstakt um skákina nema að „g5 var vafasamur leikur“. Þegar friðrik ólafsson stórmeistari í skák varð áttræður vann hann enn einn titilinn. Hann var kjörinn heiðursborgari reykjavíkur. Þeir sem muna glæstan feril friðriks vita að hann er vel að þessari viðurkenningu kominn. Hann komst ungur í fréttirnar fyrir skákafrek. stiklum á nokkrum dagsetningum þegar þjóðin stóð á öndinni TexTi: benedikt JóhanneSSon F r i ð r i k Ó l a F s s o n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.