Ský - 01.01.2015, Blaðsíða 65

Ský - 01.01.2015, Blaðsíða 65
 1. tbl. 2015 SKÝ | 65 Keaton betur en í kvikmyndum og er þar helst að nefna sjónvarpsmyndina Live From Bagdad (fékk Golden Globe tilnefningu fyrir leik sinn) og míniserían The Company sem hlaut mikið lof. Hlutverkin fóru sem sagt hægt batnandi en útslagið gerði Bird­ man. Þakkaði syni sínum Ekki hefur verið mikið í boði fyrir slúður­ pressuna þegar kemur að einkalífi Michaels Keaton. Hann var að vísu um skeið með Friends­leikkonunni Courtney Cox, en gift ist síðan leikkonunni Caroline McWil­ liams, sem nú er látin. Þau skildu og einn son á Michael úr því hjónabandi, Sean Douglas. Fáir hafa vitað um hann og beindust allra augu að honum þegar Keaton tók við Golden Globe verðlaun­ unum. Í þakkarræðu sinni þakkaði hann besta vini sínum „gáfuðum, fyndnum og hæfileikaríkum ungum manni sem vill svo til að er sonur minn.“ Sean Douglas, sem valdi ættarnafnið frekar en Keaton hefur síðan verið vinæll á síðum blaða og tíma­ rita og það kannski ekki eingöngu fyrir að vera sonur Michaels Keaton. Hann er ekki með öllu óþekktur þó fáir hafi hingað til tengt hann við föðurinn. Hann er þekktur laga smiður og hljóðfæraleikari sem hefur samið lög fyrir Madonnu, Michael Bolton, Backstreet Boys og Demi Lovato svo ein­ hverjir séu nefndir. Michael Keaton er aftur kominn á blað í Hollywood og er nóg að gera hjá hon­ um næstu misseri. Einna mest spennandi af framtíðarverkefnum hans er að leika stofnanda McDonalds­keðjunnar í The Founder, en það er víst dramatísk saga um hinn miskunnarlausa Ray Croc, sölu­ mann sem hreifst af því hvernig bræðurnir Mac og Dick McDonald framleiddu með miklum hraða hamborgara. Croc tókst að sölsa undir sig fyrirtæki bræðranna og gera að billjónafyrirtæki. Í millitíðinni megum við eiga von á Spotlight, sem fjallar um mikinn skandal sem hristi stoðir kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum. Mótleikarar hans eru Rachel McAdams, Mark Ruffalo, Liv Schreiber og Stanley Tucci. Þá talar Keaton inn á teiknimyndina Mininos og þar sitja til borðs með honum Sandra Bullock, John Hamm og Steve Coogan. Loks má geta að á undirbúningsstigi er ævintýramyndin Kong Skull Island, sem fjallar um uppruna risaapans King Kong.  Desperate Measures (1998), en smátt og smátt varð eftirspurnin eftir honum minni. Keaton, sem gerði lítið til að fylgja frægðinni eftir, dró sig meira og minna í hlé í kringum alda mótin og þegar fór að líða á fyrsta áratug nýrrar aldar. Sagði að hann ætti orðið nóg af peningum til að geta lifað góðu lífi og keypti sér búgarð í Montana þar sem hann heldur til að mestu leyti enn í dag. Um síðir, þegar þörfin fyrir að leika aftur blossaði upp hjá Keaton, var hann búinn að missa af lestinni. Í boði voru að vísu ágæt hlutverk en ekki nein af þeirri stærðargráðu sem hann var vanur. Má því segja að hans helstu hlutverk hafi verið aukahlutverk í misgóðum gamanmyndum og að tala inn á teiknimyndir, m.a. Cars og Toy Story 3 myndir sem náðu gífurlegum vinsældum. Þegar verið var að undirbúa hina vinsælu sjónvarpsseríu Lost var Michael Keaton sá sem aðstandendur seríunnar vildu í aðal­ hlutverkið. Keaton, sem hélt að ekki væri um langframaseríu að ræða, var spenntur en þegar hann sá að samningur hans gerði að verkum að hann þyrfti jafnvel að vera bundinn seríunni í mörg ár hætti hann við. Matthew Fox tók við hlutverkinu og serían gekk í sex ár. Í sjónvarpinu gekk Michael Sem mikill aðdáandi Busters Keaton ákvað hann að taka upp eftirnafn hans og til varð Michael Keaton. Hlutverk Keatons í sjónvarpinu urðu stærri og hann fór að fá góð kvikmynda­ hlutverk þótt ekki væru þau öll stór í sniðum. Ungur leikstjóri, Tim Burton, hreifst af Keaton sem gamanleikara og réð hann í titilhlutverkið í sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Beetlejuice (1988). Sú mynd fékk fína dóma og leikur Keatons þótti afbragðsgóður. Burton hélt tryggð við Keaton og réð hann ári síðar til að leika sjálfan Batman í samnefndri kvikmynd og þurfti að hafa mikið fyrir því að fá hann samþykkt­ an. Þeir sem réðu peningastreyminu hjá Warner­bræðrum á þessum árum voru ekki fyrirfram hrifnir af Keaton í hlutverki Batmans, fannst að gamanleikari ætti ekki að leika hetjuna og það var aðeins þrjóska Tims Burton sem réð því að hann fékk hlutverkið. Michael Keaton sló í gegn og hefur síðar sagt að í raun hefði ekki komið honum á óvart að Burton skyldi velja hann þar sem hann hélt að Batman­myndin væri ódýr útgáfa af vinsælli sjónvarpsseríu þar sem meira var gert út á gaman en alvöru. Annað kom á daginn og Batman var al­ vöru stórmynd sem fleytti bæði Keaton og Burton upp á stjörnuhimininn og ekki var amalegt að hafa Jack Nicholson í hlutverki Jókersins. Batman Returns fylgdi í kjöl­ farið og naut mikilla vinsælda, en fleiri urðu Batman­myndirnar ekki með Michael Keaton. Þegar kom að þriðju myndinni voru Warner­ bræður búnir að fá nóg af Tim Burton og vildu annan leikstjóra, en Michael Keaton áfram. Keaton stóð með sínum manni og hætti einnig þrátt fyrir að honum hefðu verið boðnar 15 milljónir dollara fyrir að leika í myndinni. Val Kilmer tók við keflinu og fleiri stórstjörnur á eftir honum, m.a. George Clooney, sem vill helst gleyma því að hafa leikið Batman. Ævintýrið hélt svo áfram og Batman­myndirnar lifa enn góðu lífi í dag. ErfiTT að HæTTa að lEika Michael Keaton lék ekki Batman áfram, en hann þurfti ekki að kvarta, tilboðin komu á færibandi og fram til ársins 1998 lék hann í mörgum ágætum kvikmyndum, m.a. Pacific Heights (1990), One Good Cop (1991), Much about Nothing (1993), The Paper (1994), Multiplicity (1996), Jack­ ie Brown (1997), Jack Frost (1998) og kvikmynDastjarna michael keaton lék Batman í tveimur stórmyndum sem Tim Burton leikstýrði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.