Ský - 01.01.2015, Blaðsíða 29

Ský - 01.01.2015, Blaðsíða 29
 1. tbl. 2015 SKÝ | 29 er altaristafla í kapellu Keflavíkurkirkju, Engill vonarinnar, var málað undir áhrifum frá sálminum. Sálmur 73 Vissulega er Guð góður við Ísrael, við þá, sem hjartahreinir eru. En nærri lá, að fætur mínir hrösuðu; lítið vantaði á, að ég skriðnaði í skrefi. Því að ég fylltist gremju út af hinum hrokafullu, þegar ég sá gengi hinna óguðlegu. Gunnlaugur talar um kvikmyndina Commandments í tengslum við þennan sálm. Í bókinni segir að kvikmyndin vinni ekki aðeins á mjög frumlegan hátt með Jobsbók heldur nýti hún sér einnig í ríkum mæli efnivið úr ýmsum öðrum ritum Gamla testament­ isins, einkum 1. og 2. Mósebók og Jónasarbók auk þess sem önn­ ur rit koma þar við sögu. Þetta á sannarlega við um sálm 73. „Ég nota svo skáldsöguna Vetrarferðina eftir Ólaf Gunnars­ son sem dæmi um sálm 73. Bókin fjallar um konu í Reykjavík í heimsstyrjöldinni síðari sem er eins konar Jobsgervingur; hún ber svo mörg einkenni Jobs. Þar er fjallað um þjáningar hins réttláta manns og glímu hans við Guð; af hverju ég? Af hverju lendi ég í þessum hremmingum?“ Í bókinni er mynd af málverki eftir Einar Hákonarson sem kallast Job. Af hverju ég? „Einar fór á námsárunum til Auschwitz, hinna illræmdu útrýmingarbúða nasista. Ferðin hafði mikil áhrif á hann og er haft eftir honum að ferðin hafi breytt honum sem málara. Hún gerði hann að fígúratívum málara. Krepptir líkamar í sumum myndum hans eru áhrif frá þessari heimsókn.“ Sálmur 121 Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá drottni, skapara himins og jarðar. Gunnlaugur segir að sálmur 121 sé sinn uppáhaldssálmur. „Ég hef stundum notað hann þegar ég hef þurft að flytja stutta fyrirlestra um Davíðssálma og einnig í mínu trúarlífi.“ Hann tengir tvær kvikmyndir við sálminn; annars vegar Dag­ bók Önnu Frank og hins vegar Sound of Music. Sögu Önnu Frank þekkja margir; sögu ungu gyðingastúlkunnar sem á árum síðari heimsstyrjaldarinnar faldi sig ásamt fjölskyldu sinni í íbúð í Amsterdam. Sálmur 121 er í kvikmyndinni lesinn upp við hanúkkah­hátíðina sem fjölskyldan heldur í einu atriðinu. Þá er vitnað í sálminn oftar í myndinni þegar hætta steðjar að eða ótti sækir að fjölskyldunni. Einu sinni er vitnað í sálminn í kvikmyndinni Sound of Music og er það í lok myndarinnar þegar nasistar leita að eiginmanni aðalpersónunnar sem þeir hafa skikkað í þjónustu sína honum kvikmyndin um dagbók önnu Frank frá árinu 1959 hlaut þrenn Óskarsverðlaun á sínum tíma. Sálmur 121 („Ég hef augu mín til fjallanna“) gegnir mikilvægu hlutverki í myndinni. kvöldmáltíðargestirnir, hin kunna mynd Svíans Ingmars Bergmans (1918­2007), fjallar um m.a. um hinn þögula og fjarlæga Guð, eins og 13. davíðssálmur. kvikmynd leikstjórans kunna Cecils demille Boðorðin tíu (The Ten Commandments) frá árinu 1956 er líklega einhver áhrifamesta biblíukvikmynd allra tíma. 95. davíðssálmur kemur við sögu í myndinni. Gyðingakvikmyndin The Chosen gerist í new york á árinum 1944­1948 og fjallar um samskipti tveggja unglingspilta sem báðir eru Gyðingar en heyra til gjörólíkum menn­ ingarheimum. Sálmur 1 kemur við sögu í myndinni. kvikmyndin Jesus Christ Superstar (1972) var umdeild á sínum tíma en vinsældir hennar byggðust ekki síst á tónlistinni enda á hún rætur í sam nefnd­ um söngleik. Í henni er byggt á píslarsögu guðspjallanna og þar kemur 22. davíðs­ sálmur við sögu. Úr kvikmynd Stevens Spielberg „Saving Private ryan“ (1998) sem fékk m.a. fimm Óskarsverðlaun. myndin er gott dæmi um notkun davíðs­ sálma í stríðsmyndum. Davíðssálmar áHrifa davíðssálma gætir víða í kvikmyndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.