Ský - 01.01.2015, Blaðsíða 21

Ský - 01.01.2015, Blaðsíða 21
 1. tbl. 2015 SKÝ | 21 Trymbillinn Gunnar Jósefsson spilaði í ýmsum hljómsveit­ um, meðal annars Systur Söru í aldarfjórðung, en aldrei fór hann í hljóðver. „Því miður er ekki til ein einasta upp­ taka frá öllum ferlinum, það er eiginlega synd, ekki einu sinni frá tónleikum, eða dansiböllum, sem var okkar aðalvettvangur.“ Þó að hljómdiskar með tónlist Gunnars og félaga hafi aldrei verið gerðir eru það mynddiskarnir hans sem eru á toppnum og hafa verið lengi. Á næsta ári verða 30 ár frá því Gunnar stofnaði myndbanda­ leiguna Laugarásvídeó sem hann rekur enn, nú á Dalbrautinni, af myndarbrag enda eina alvöru leigan sem eftir er í landinu, að hans sögn. Og eftir því sem leigunum fækkar eykst aðsóknin hjá honum. Nú er einn af hverjum átta íbúum lýðveldisins á við­ skiptamannaskrá hjá leigunni, eða 44.879 manns. Frægastur? „Ætli það sé ekki hæstvirtur forsætisráðherra,“ segir hann og hlær. „Heyrðu ... sé hér að hann skuldar mér 2000 kall, ekki skrifa það, vil ekki annað lekamál fyrir ríkisstjórnina.“ „Það eru semsagt fjórar spólur sem hann skuldar mér, en leigan á DVD­diski er 500 kall og hefur ekki hækkað síðan 1991, í 24 ár.“ „Það sem skiptir öllu máli er að kaupa rétt inn, vera með rétta blönduna af efni. Ekki bara það nýjasta og vinsælasta, það efni er auðveldast að finna á netinu og hala niður. Sjónvarpsstöðvarnar eru núna líka komnar með leigu, en það eru allir með sömu 4000 myndirnar. Hjá mér eru 33.094 DVD­diskar og Blue­ray á skrá. Hér er hægt að fá og sjá allt. Norræna spennuþætti, heimilda­ myndir um Búrma, ellefta september, arabíska vorið, hlébarða í Zambíu og auðvitað kvikmyndir frá öllum heimshornum, jafnvel Ameríku.“ Elsta myndin, sem hægt er að leigja hjá Gunnari, var gerð fyrir um hundrað árum, sú nýjasta er frá þessu ári. „Það eru margir, mjög margir sem hafa leigt hjá mér, um og yfir eitt þúsund myndir. En metið á einn mikill og góður kvikmyndaáhugamaður, hann hefur leigt hjá mér, nákvæmlega 5.771 mynd miðað við daginn í dag. (Ef meðalmyndin er einn og hálfur klukkutími, þá eru þetta 577 þúsund klukkutímar, 24,046 dagar, 65,88 mánuður, 5,5 ár eða 16,46 ár miðað við átta tíma gláp á dag. Leigan var opnuð fyrir 29 árum.) Þegar ég spyr hann um vinsælustu myndirnar er hann fljótur að fletta því upp. „Númer þrjú er þýsk óskarsverðlaunamynd, Das Leben der Anderen (Líf annarra), númer tvö er amerísk kvikmynd með Clark Gable frá 1939, stórmyndin Gone With The Wind (Á hverfanda hveli) og númer eitt, sem mest leigða mynd­ in í Laugarásvídeói, er ... tuttugu og tveggja ára gömul hasar­, grín­ og spennumynd frá Hong Kong, City Hunter (Veiðimaður borgar innar) með ofurhetjunni Jackie Chan. Frábær mynd, sem lifði af stórbrunann fyrir fimm og hálfu ári.“ Vorið 2009 var kveikt í myndbandaleigunni með eins konar eldsprengju. Gunnar lét það ekki stoppa sig. Brennuvargurinn fannst aldrei. „Auðvitað var þetta mikið áfall, þegar kveikt er viljandi í lífs­ viðurværinu og merkilegum menningarverðmætum. Það tap­ aðist fullt af ómetanlegum myndum og minjagripum tengdum kvikmyndum. En fjórum mánuðum seinna opnaði ég á ný. Og hér er opið og hefur verið alla daga ársins nema einn, en ég hef alltaf lokað á jóladag. Þá fæ ég mér góðan skammt af uppáhalds­ matnum mínum, hangikjöti og uppstúf.“ „Gullár myndbandaleiganna voru frá 2004 til 2009, en síðan hefur mikið breyst. Niðurhal, sjónvarpsstöðvarnar eru komnar með leigur og erlendar veitur eins og Netflix komnar á ís lenska markaðinn. Á þessum tíma gáfu rétthafar út milli 50 og 100 myndir út í mánuði. Núna kannski tíu. Markaðurinn er orðinn allt of lítill, of fáar leigur til þess að það borgi sig að standa í því að gefa út nýtt efni fyrir íslenskan örmarkað. En ég hef alltaf verið duglegur að kaupa inn nýtt og öðruvísi efni frá útlöndum. Í sjálfu sér hefur samsetning á þeim hópi sem kemur hingað ekki breyst mikið á þessum þrjátíu árum. Frekar það að heimilisföngin, eru ekki bara hverfið hér eins og það var fyrst. Hingað kemur for­ sætisráðherra úr Breiðholtinu, hæstaréttardómari úr Hafnarfirði, ritstjóri úr vesturbænum, húsmóðir úr Salahverfi og rithöfundar úr miðbænum. Svo koma sumir hingað, og hafa gert í öll þessi ár, ekki svo mikið til að taka mynd heldur til að spjalla um daginn og veginn, pólitík. Enda fylgist ég vel með. Og plataði jafnvel sjálfan mig að kjósa Framsókn síðast. Það geri ég sko ekki aftur.“ „Síðan tek ég eftir því að yngra fólk er farið að koma meira en fyrir nokkrum misserum, það vill sjá eitthvað öðruvísi, veit mikið um kvikmyndir og jafnvel pólitík, spyr um mottuna en hana skerði ég ekki fyrr en verðtryggingin á Íslandi verður aflögð, enda eitur.“ „Og þá er bara að bjóða fólki upp á enn meiri og betri þjónustu, nú er ég til dæmis að innrétta lítið horn hér í leigunni þar sem fólk getur keypt bráðnauðsynlegar lífsnauðsynjar eins og kaffi, uppþvottalög og dömubindi, enda er opið hér frá þrjú og langt fram á kvöld.“ Og stundum, eftir langan og strangan dag hjá Gunnari, eftir lokun, má heyra óm, Gunnar að þenja húðirnar á trommusettinu sem er á bak við, lag frá bítlaárunum eftir stónsarana. Gunnar jósefsson hefur rekið laugarásvídeó af myndarskap í tæp þrjátíu ár. síðustu alvöru leiguna sem eftir er í lýðveldinu, segja sumir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.