Ský - 01.01.2015, Blaðsíða 61
1. tbl. 2015 SKÝ | 61
Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi árnasyni,
framkvæmdastjóra Skíðasvæða höfuðborgar
svæðisins, eru Bláfjöll langvinsælasta skíðasvæðið
á Íslandi ef horft er á daglegan gestafjölda en þar
leikur nálægðin við höfuðborgarsvæðið nokkuð
stórt hlutverk.
fjölskylduvænsTi skíðaBlETTurinn
,,Fjölskylduvænsti skíðablettur landsins er í
kringum aðalskálann í Bláfjöllum. Þar höfum við
fjórar byrjendalyftur í hnapp og þaðan er stutt
í stærri lyftur auk þess sem snyrtingar, nestis
aðstaða og skíðaleiga er einnig á þeim punkti.
Af þessum fjórum byrjendalyftum er eitt svokall
að Töfrateppi (færiband), ein kaðallyfta og tvær
byrjendadiskalyftur.
Skálafell státar af einni byrjendalyftu en framan
af vetri nær sólin að skína í Skálafellið sem hún
gerir ekki í Bláfjöllum. Sólin nær um allt Bláfjalla
svæðið í marsmánuði.“
Hvað kosTar í skíðalyfTurnar?
,,Dagskort í lyftur kostar 3.250 kr. fyrir fullorðna,
1.250 kr. fyrir unglinga fædda 19992003, 850
kr. fyrir börn fædd árin 20042008 og frítt er fyrir
yngri.
Einnig er hægt að kaupa kort sem gilda í styttri
tíma, t.d. eina, tvær eða þrjár klukkustundir, og þá
er kortið á hagstæðara verði.“
næGur snjór
Hvernig hefur skíðaveturinn verið fram að þessu?
,,Skíðaveturinn hefur farið vel af stað í ár.
Janúar er alltaf ansi erfiður mánuður að eiga við
veðurlega en þá daga sem hefur verið opið höfum
við fundið fyrir mikilli aukningu gesta, ef borið er
saman við árin á undan. Ekkert bendir til þess að
þessi vetur verði eitthvað frábrugðinn síðustu
þremur vetrum þar sem opnunardagar hafa verið
yfir 70 talsins. Við höfum nægan snjó og erum
bjartsýn á framhaldið.“
fjölmarGir ErlEndir fErðamEnn
Er eitthvað um að erlendir ferðamenn sæki á
skíðasvæðin?
,,Það er orðin gríðarleg eftirspurn eftir heimsókn
um erlendra gesta á skíðasvæðin en sú eftirspurn
hefur aukist mjög mikið á hverju ári undanfarin ár.
Þetta eru bæði gestir sem hafa haft samband við
okkur löngu áður en þeir koma til landsins og eru
búnir að plana heimsókn á skíðasvæðin og svo eru
líka gestir sem eru hér í öðrum erindum, eins og
t.d. ráðstefnugestir sem koma oft hingað upp eftir,
sumir illa búnir, en þeim er auðvitað útvegaður
allur nauðsynlegur búnaður á staðnum.“
laNgviNsælasta
skÍðasvæðið
Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins eru tvö, Bláfjöll og Skálafell.
Það sem er einstakt við þessi skíðasvæði er að þau eru aðeins í 25 mínútna
akstursfjarlægð frá höfuðborg – sem er einstakt í heiminum.
SkíðASvæði höFuðborgArSvæðiSinS
magnús Árnason,
framkvæmdastjóri
Skíðasvæða
höfuðborgarsvæðisins.
K y n n i n g