Ský - 01.01.2015, Side 61

Ský - 01.01.2015, Side 61
 1. tbl. 2015 SKÝ | 61 Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi árnasyni, framkvæmdastjóra Skíðasvæða höfuðborgar­ svæðisins, eru Bláfjöll langvinsælasta skíðasvæðið á Íslandi ef horft er á daglegan gestafjölda en þar leikur nálægðin við höfuðborgarsvæðið nokkuð stórt hlutverk. fjölskylduvænsTi skíðaBlETTurinn ,,Fjölskylduvænsti skíðablettur landsins er í kringum aðalskálann í Bláfjöllum. Þar höfum við fjórar byrjendalyftur í hnapp og þaðan er stutt í stærri lyftur auk þess sem snyrtingar, nestis­ aðstaða og skíðaleiga er einnig á þeim punkti. Af þessum fjórum byrjendalyftum er eitt svokall­ að Töfrateppi (færiband), ein kaðallyfta og tvær byrjenda­diskalyftur. Skálafell státar af einni byrjendalyftu en framan af vetri nær sólin að skína í Skálafellið sem hún gerir ekki í Bláfjöllum. Sólin nær um allt Bláfjalla­ svæðið í marsmánuði.“ Hvað kosTar í skíðalyfTurnar? ,,Dagskort í lyftur kostar 3.250 kr. fyrir fullorðna, 1.250 kr. fyrir unglinga fædda 1999­2003, 850 kr. fyrir börn fædd árin 2004­2008 og frítt er fyrir yngri. Einnig er hægt að kaupa kort sem gilda í styttri tíma, t.d. eina, tvær eða þrjár klukkustundir, og þá er kortið á hagstæðara verði.“ næGur snjór Hvernig hefur skíðaveturinn verið fram að þessu? ,,Skíðaveturinn hefur farið vel af stað í ár. Janúar er alltaf ansi erfiður mánuður að eiga við veðurlega en þá daga sem hefur verið opið höfum við fundið fyrir mikilli aukningu gesta, ef borið er saman við árin á undan. Ekkert bendir til þess að þessi vetur verði eitthvað frábrugðinn síðustu þremur vetrum þar sem opnunardagar hafa verið yfir 70 talsins. Við höfum nægan snjó og erum bjartsýn á framhaldið.“ fjölmarGir ErlEndir fErðamEnn Er eitthvað um að erlendir ferðamenn sæki á skíðasvæðin? ,,Það er orðin gríðarleg eftirspurn eftir heimsókn­ um erlendra gesta á skíðasvæðin en sú eftirspurn hefur aukist mjög mikið á hverju ári undanfarin ár. Þetta eru bæði gestir sem hafa haft samband við okkur löngu áður en þeir koma til landsins og eru búnir að plana heimsókn á skíðasvæðin og svo eru líka gestir sem eru hér í öðrum erindum, eins og t.d. ráðstefnugestir sem koma oft hingað upp eftir, sumir illa búnir, en þeim er auðvitað útvegaður allur nauðsynlegur búnaður á staðnum.“ laNgviNsælasta skÍðasvæðið Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins eru tvö, Bláfjöll og Skálafell. Það sem er einstakt við þessi skíðasvæði er að þau eru aðeins í 25 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborg – sem er einstakt í heiminum. SkíðASvæði höFuðborgArSvæðiSinS magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. K y n n i n g

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.