Ský - 01.10.2004, Blaðsíða 16

Ský - 01.10.2004, Blaðsíða 16
 TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR - veit hvenær leikurinn og lífið eiga ekki samleið Tinna Gunnlaugsdóttir sest brátt í stól Þjóðleíkhússtjóra, en Þjóðleikhúsið þekkir hún vel frá barnæsku. Ásta St.Thoroddsen dósent er æskuvinkona Tinnu og hún segir hana hafa verið glaðlegt og þægt barn sem afskaplega auðvelt hafi verið að lynda við: Ijá&mynd- Táll Stefám&atv ,Tinna kynntist leikhúsinu mjög vel í gegnum störf móður sinnar og leikhúsið var hluti af daglegu lífi hennar. Samt held ég að hún hafi sem barn ekki einsett sér að verða leikkona. Hún setti hins vegar upp margar sýningar í borðstofunni heima hjá mér því þar var rennihurð sem hægt var að draga frá þegar sýningin hófst. Efnið var að sjálfsögðu frumsamið og sýningarnar fólu í sér ýmiss konar undirbúning auk æfinga. Laða þurfti að sýningargesti, raða upp stólum fyrir þá, miðarnir voru handskrifaðir og við notuðum saumavél til að gata þá, svo hægt væri að rífa af þeim. Þetta krafðist að sjálfsögðu útsjónarsemi og skipulags. Ekki man ég hvort gestir þurftu að borga sig inn!" segir Asta. Snædís Gunnlaugsdóttir lögfræðingur er systir Tinnu. Hún segir að sér komi fyrst í hug hversu samrýmd og samstíga þau systkinin hafi verið. „Allir litu til með öllum, allir vörðu þann sem átti á brattann að sækja," segir Snædís. „Sú tilfinning að eiga Tinnu sem litlu systur - litlu systur sem nú verður Þjóðleikhússtjóri - kveikir gömlu samkenndina. Eg er hreykin af Tinnu. Eg veit að hún hefur unnið til þessa starfs, lagt sig fram og ávallt getað treyst því að við trúðum á hana, styddum hana." Sigurður Sigurjónsson leikari hefur unnið náið með Tinnu gegnum árin: „Þó náði samvinna okkar hámarki þegar við unnum saman í leikritinu "Á sama tíma að ári", segir hann. „Sú samvinna er mér afar minnisstæð fyrir þær sakir að til þess að árangur næðist þurfti að ríkja fullkomið traust okkar á milli og er skemmst frá því að segja að það tókst fyllilega. Það var ekki síst fyrir þær sakir hvað Tinna er gjöful og hreinskilin - og tilbúin að reyna og prófa nýja hluti. Það kom sér líka vel fyrir frekar illa skipulagðan mann eins og mig hvað Tinna var öguð í öllum vinnubrögðum og jarðbundin, þó svo hún geti - sem betur fer - farið út um holt og móa í sinni listsköpun þegar það á við."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.