Ský - 01.10.2004, Blaðsíða 38

Ský - 01.10.2004, Blaðsíða 38
S|ö da^ai* á Spáni í SNERTINGU VIÐ LÍFIÐ ,,Út í hvað ertu nú búin að koma þér, enn eina ferðina?" Spurning sem vaknaði kvöldið áður en haldið var til Spánar. Hvers vegna er kona að strauja sumarföt í hávaðaroki og ískulda í Reykjavík í lok októbermánaðar? Vegna þess að hún ætlar með 45 öðrum konum til Spánar í eina viku; konum sem hún hefur aldrei á ævinni séð og reiknar ekki með að hún eigi nokkuð sameiginlegt með. Jjá&myndir: <A&lauy Sitaoa Jámdáttir ag, cAnna 'Kjá&ánc Magnúusdáttir. SKÝj 38 ' Rangt. Það lærði ég á þessum sjö dögum á Spáni. A leiðinni á Leifsstöð var ég samt enn efins um að ég væri að gera rétt: „Veistu, ég held ég sé bara strax orðin ný og betri," sagði ég við Þorstein Guðjónsson hjá Sumarferðum, sem hafði boðið mér í þessa ferð. Boðið mér að taka þátt í og fylgjast með námskeiðinu ,,Ný og betri kona", sem Sumarferðir efndu til í samvinnu við Bjargeyju Aðalsteinsdóttur íþróttafræðing og Eddu Björgvinsdóttur leikkonu. Mér fannst ég í alvöru bara vera orðin nokkuð hress þarna á Keflavíkurveginum, í bíl með Þorsteini og Helga Jóhannssyni, forstjóra Sumarferða. „Og," bætti ég við, „ég hef ekki farið í leikfimi síðan í barnaskóla þannig að ég ætla ekki að fara að stunda einhverjar íþróttaæfingar þarna úti..." Þeir brostu og spurðu hvort ég hefði aldrei hitt Bjargeyju. Nei, það hafði ég ekki, en það breytti nú engu í mínum huga. Eg hef hitt marga frábæra íþróttafræðinga en engum tekist að fá mig til að hreyfa mig. Þess vegna byrjaði ég að koma sjálfri mér á óvart fyrsta morguninn. Klukkan var tíu - átta heima á íslandi - og í stað þess að sitja við tölvuna á Heilsugæslustöð Seltjarnarness stóð ég á þaki á 6. hæð glæsilegs hótels við Albir-ströndina og gerði leikfimiæfingar með næstum 50 konum. Þetta átti eftir að „versna". Kona sem leggur ólöglega fyrir utan blokkina sína til að þurfa ekki að ganga frá bílastæðinu gengur ekki 6 kílómetra rétt sisvona í 30 stiga hita. Rangt. SJÁLFSSTYRKING Fyrst þegar ég heyrði af námskeiðinu „Ný og betri kona" fannst mér þetta frábær hugmynd. Nú gætu saumaklúbbar tekið sig saman og vinkonur farið saman í rólegheitum í sólbað á Spáni, orðið brúnar og hressar, fengið sér kokteil á barnum og sofið út. Raunin varð allt önnur. 1 þessum 45 kvenna hópi voru nokkrar sem höfðu ákveðið að skora á sjálfar sig með því að fara aleinar út í heim í fyrsta skipti á ævinni. Aðrar höfðu átt við veikindi að stríða og litu á þessa ferð sem sína endurhæfingu. Enn aðrar vissu ekkert hvað þær væru að fara út í og margar höfðu farið í þeirri von að þær öðluðust örlítið meira sjálfstraust. Við vorum ekki komnar til Albir vegna þess að við værum einmana heima hjá okkur. Samtals eigum við 150 börn, meira en 100 barnabörn og flestar eiginmenn. Við erum frá öllum landshornum og úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Þarna hittust bankastarfsmenn, konur úr heilbrigðisgeiranum, atvinnurekendur, matreiðslumeistari, innkaupafulltrúi, listakona, skrifstofustjóri, veitingamaður, tækni- teiknari, verslunareigandi, húsmæður, þroskaþjálfar, bókarar og nuddarar. Við erum á aldrinum frá 29 ára til 63 ára; en á fyrra námskeiðinu sem haldið var viku fyrr, voru þátttakendur frá tvítugu að áttræðisaldri. Ég er ekki viss um að nokkur okkar hafi haft hugboð um hversu miklu sjö dagar á Spáni áttu eftir að breyta hjá okkur. Að við kæmum allt aðrar heim. Nýjar og betri konur. LJÓÐAFLUTNINGUR Á STRÖNDINNI Edda Björgvinsdóttir leikkona og Bjargey Aðalsteinsdóttir íþróttafræðingur vissu vel að einhverjar í hópnum hefðu kannski hugsað sér að mæta á einhverja fyrirlestra, stundum í leikfimi og stundum á námskeið: „Þetta námskeið er samansett þannig að konurnar geta sloppið algjörlega með það sem þeim sjálfum finnst þægilegt; þær geta líka farið örlítið undir yfirborðið eða farið inn í hjarta sitt. Hver og ein tekur þátt eins og hún þorir," segir Edda og vísar til þess að á námskeiðinu er unnið með tilfinningar, það eru gerðar raddæfingar í fjöruborðinu og konurnar flytja leikþætti. „Við stöndum með múrtappa uppi í okkur og flytjum Ijóð til hafsins!" segir hún. „Við klæðum okkur upp og förum í fjallaferð og fimm rétta kvöldverð í listamannaþorpi." 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.