Ský - 01.10.2004, Síða 21
gráta í viðtalinu og það er eitthvað sem Ameríkanar elska! Eftir
það varð mun jafnara með Leno og Letterman hvað áhorf varðar
og hefur Leno oftar haft vinninginn, bæði hvað varðar áhorf og
Emmyverðlaunin. Það er nokkuð fyndið að hugsa til þess að áður
en hann tók við sæti Johnnys Carsons hafði enginn skemmtikraftur
komiðjafnoftfram í þætti Lettermans og einmitt Jay Leno!
Örlaganornirnar hljóta að hafa flissað! Þeir David Letterman og Jay
Leno voru ágætis félagar áður fyrr, en eftir baráttuna við að ná stól
Carsons andar köldu á milli þeirra, svo mjög að fyrir rúmu ári sagði
Leno í viðtali á HBO sjónvarpsstöðinni að hann vildi semja frið við
Letterman því hann saknaði vináttu þeirra og sagði að Letterman
hefði gefið sér ófá tækifæri til að koma sér á framfæri.
FÆDDUR GRÍNISTI
Faðir Jays var ítali en móðir hans skosk. Jay fæddist í New York
en ólst upp í Andover í Massachusetts. Hann þjáðist af lesblindu
í æsku og á einu einkunnaspjaldinu hefur kennarinn hans skrifað
„Ef Jay eyddi jafnmiklum tíma í að læra og hann eyðir í að reyna a
vera skemmtikraftur, yrði hann stórstjarna"...! I Þessi kennari hlýtur
að roðna á hverju kvöldi þegar þessi "vonlausi" nemandi birtist á
skjánum, fyrir einmitt það að vera grínisti - og veit vart aura sinna
taL Hann lauk námi frá Emerson College í Boston árið 1972 og
um svipað leyti var hann einn af höfundum grínþáttanna "Good
Times" ásamt öðrum grínistum, þar á meðal einum sem nefndist
David Letterman! Það mætti halda að þeim tveimur hafi verið
*tlað að kynnast.
Eitt kvöld sem oftar, þegar hann var að skemmta í klúbbi í
Los Angeles, tók hann eftir konu í salnum sem hló að öllum
bröndurunum hans. Konan sú heitir Mavis Nicholson og það
hlýtur að hafa verið ást við fyrstu sýn hjá þeim báðum. Þau giftust
í nóvember 1980 og eru enn gift í dag en barnlaus. Hún er mikil
kvenréttindakona og var meðal þeirra sem skipulögðu fjáraflanir
til að styrkja stöðu kvenna í Afganistan þegar Talíbanar voru þar
við völd, og þá sérstaklega að konunum yrði „leyft" að ganga
um götur borgarinnar án þess að vera huldar frá toppi til táar. Jay
hefur einnig stutt verðug málefni með frægð sinni og frama; t.d.
fékk hann gesti sína til að árita Harley Davidson mótorhjól sem var
í hans eigu og setti það svo á uppboð þaðan sem ágóðinn rann til
fórnarlamba hryðjuverkanna 11. september.
Helsta áhugamál Jays er að safna og halda við gömlum og
klassískum bílum og mótorhjólum. Hann virðist vera „náttúrutalent"
í því eins og gríninu því hann gerði sinn fyrsta bíl upp aðeins fjórtán
ára gamall! Einnig er hann þrælsnjall Matadorspilari, en munurinn
á honum og okkur hinum sem spilum Matador er að hann spilar
með alvöru peninga! í lok júní var það tilkynnt að hann verði með
„Tonight Show" fram til ársins 2009 og þá mun Conan O'Brien
setjast í sæti hans. Fimm ára uppsagnarfrestur... Ekki amalegt?!
Xízella vildi uita nieira umjay.£ena ag deilaþu>í ined
le&endum Skýja. ‘Einnig. finn&tfienni lágmark að allir
fáifimm ára upp&agnarfre&t, fioar &em þcir ainna!