Ský - 01.10.2004, Side 23

Ský - 01.10.2004, Side 23
KYNDILBERINN OG KALDHÆÐNA KONAN Vetur við Tjörnina í Reykjavík. Jólastemning í fallega, virðulega húsinu Iðnó. Sparibúið fólk. Niðri í salnum er Tómas Erlingsson, margverðlaunaður kvikmyndagerðarmaður og dætur hans, Rebekka, sem er með BA í frönsku og Rut, fjöllistamaður. Líka eiginkonan Berta Bjarnason Erlingsson verðlaunaarkitekt sem kom heim með verðlaunin frá Sviss. Allt í einu birtist Rakel, hálfsystirin sem fáir þekkja. Hún hefur slegið í gegn með metsölubókinni „The Lost Father". Líf þeirra breytist - en hvernig? Það munu aðeins þeir vita sem vilja eiga notalega kvöldstund í Iðnó, þar sem verið er að sýna leikritið „Faðir vor" eftir Hlín Agnarsdóttur. Ég hitti hana og framkvæmdastjóra sýningarinnar, Lísu Kristjánsdóttur, eitt haustkvöld í Iðnó. „Leikritið er samið sérstaklega fyrir leikhópinn „Sokkabandið", en hann samanstendur af leikkonunum Arndísi Hrönn, Elmu Lísu og Þrúði sem tilheyrðu Beyglunum og slógu svo eftirminnilega í gegn í Iðnó í hitteðfyrra. Seinna bættist svo Hjálmar Hjálmarsson við hópinn en hann leikur föðurinn," segir Hlín. „Ef ég hefði skrifað þetta út af fyrir mig, hefði ég séð ákveðnar persónur fyrir mér - og geri það reyndar- en nú máta ég persónurnar alltaf við leikarana af því ég er að skrifa fyrir þá. Það eru algjör forréttindi að fá að skrifa leikrit í þeirri fullvissu að það komist á svið." Leikritið fer ekki fram á sjálfu leiksviðinu heldur á gólfinu þar sem áhorfendur sitja og því er nándin við leikarana mikil: „Leikararnir fara nánast aldrei út af sviðinu. Þau leika fleiri karaktera en aðalhlutverkin. Ein systirin gengur til sálfræðings, önnur fer í sjónvarpsviðtal, þriðja systirin heldur við eiginmann ritstýru á frægu kvennablaði. Hjálmar leikur einnig eiginmann einnar systurinnar. Jóhann Freyr danshöfundur brýtur upp og tengir senurnar með kóreógrafíu. Við ferðumst um marga staði, tíma og rúm. Sum atriði gerast hreinlega f minni persónanna. Þetta „ferðalag" milli staða búum við til hér í Iðnó með ímyndunaraflinu, hreyfingum, búningum, Ijósum og hæfileikum listamannanna." Annað sem er sérstakt við verkið er að handritið var ekki endanlegtfyrren nokkrum dögumfyrirfrumsýningu. Mikill spuni fór fram og leikritið tók stöðugum breytingum, mismiklum þó. Ef allir voru ekki sammála kom til kasta Kristínar Eysteinsdóttur sem er leiklistarráðunautur sýningarinnar: „Já, hún gegnir mikilvægu hlutverki sem tengill milli leikstjóra og höfundar og miðlar málum ef þarf. Hún hefur líka mikilvæga sýn á uppbyggingu og framvindu sögunnar. Auðvitað eru alltaf einhver innbyrðis átök við svona vinnu; annars myndi ekkert gerast. Það er verið að takast á um fullt af hlutum og það reynir á alla." Hlín og Lísa þekktust lítillega en kynntust enn betur þegar þær sóttu saman Brautargengisnámskeið á vegum Impru í fyrrahaust:,,... og þarvann Lísatil verðlaunafyrirviðskiptahugmynd sína um að taka á móti erlendum tískuljósmyndurum hér á landi," segir Hlín stolt. Lísa segir að framkvæmdastjóri sýningarinnar haldi utan um fjármálin, púsli saman æfingum og sjái um kynningarmálin. Hún er alvön slíku starfi; hafði áður unnið við íslenskar kvikmyndir eins og Stikkfrí, 101 Reykjavík og Hafið. Lísa er óvenju glæsileg ung kona og maður skyldi halda að allir vildu losa sig við peninga þegar þeir sjá hana, en hún segir fjáröflunina ganga hægt og bítandi. „Ef ég væri maður sem ætti nóg af peningum, myndi ég galopna budduna um leið og Lísa birtist!" segir Hlín brosandi. En hver er hann þessi „Faðir vor"? „Tómas Erlingsson er mjög þekktur kvikmyndagerðarmaður," útskýra þær. „Það má líkja honum við mann sem á mörg falleg gróðurhús um allan heim, en það gæti hins vegar verið að hann gleymi að sinna blómunum í garðinum heima hjá sér. Dætur hans eru uppfullar af sjálfsvorkunn yfir því að vera dætur svona frægs manns og lífið reynist þeim erfiðara en ætla mætti. Tómas er afreksmaður og kannski eru dætur hans ósáttar við að hafa ekki „meikað það" sjálfar. Þær eru menntaðar hvor á sínu sviði en menntun þeirra hefur ekki nýst þeim sem skyldi. Stóra dramað í þessu öllu saman er að allt í einu birtist hálfsystir þeirra sem meikar það með bókinni „The Lost Father". Það truflar ansi mikið tilveru þeirra. Titill verksins kemur eiginilega til af því að þetta fjallar um „pabba okkar" stelpnanna svona almennt. Titiilinn hefur margs konar vísanir en kannski ekki endilega trúarlega, þótt sumir gætu eflaust fundið hana." En hvað með móðurina? „Móðirin Berta Bjarnason Erlingsson er verðlaunaarkitekt, en hún er dáin þegar leikritið hefst. Hún kemur bara fram í minningum dætranna. Berta er kannski ein af þessum konum sem meikaði það í eitt skipti. Hún vann ein verðlaun í arkitektasamkeppni úti í Sviss en svo varð ekki neitt meira. Og af hverju varð ekkert meira? Svo má ekki gleyma því að Berta er af þessari Bjarnason-fjölskyldu og sú fjölskylda hefur ákveðinn standard í samfélaginu. Þar er allt tnjög fínt út á við og gerðar kröfur til fólks." Má ekki búast við að einhverjir fari að leita að fyrirmyndum? „Jú, það er alltaf svo," svarar Hlín. „Ég hef meira að segja upplifað það að fólk sem hefur séð verk eftir mig komi til mín og segi: „Þessi kona þarna í verkinu, vinnur hún í þessari búð?"!" °g Lísa bætir við: „Fólk hugsar jafnvel með sér: „Er þetta ekki einhver sem ég þekki úr Árnessýslunni?"!" „Svo er það þannig með öll verk, kvikmyndir, leikrit og bókmenntaverk, að við viljum gjarnan sjá okkur sjálf, við erum alltaf að leita að okkur sjálfum. Hver erum við? Við viljum sjá eitthvað sem við þekkjum og getum samsamað okkur," segir Hlín. .,Það sem mér finnst dásamlegt við þetta verk," segir Lísa, „er að maður þekkir aðstæðurnar, maður hefur upplifað þær hvort sem þær eru erfiðar eða gleðilegar, maður þekkir þær og skilur því persónurnar miklu betur. Því nær okkur í tíma sem verkið er, þeim mun auðveldara er að samsama sig innihaldi þess. Það er svo gott að sjá einhverja aðra sýn á það sem maður er að upplifa í dag og það er stundum hægt í leikhúsinu." Þið lýsið leikritinu sem „tragikómedíu". „Já, vegna þess að fjarlægðin á erfiða reynslu, breytir henni oft í eitthvað sem er kómískt. Maður lendir í ömurlegum aðstæðum en getur svo fimm árum síðar sagt frá þeim eins og hálfgerðum brandara," segir Lísa. Er lífið tragikómedía? „Já, ég held að til að komast af og geta verið dálítið glaður, þurfi maður að hafa þetta auga á lífið. Við verðum öll fyrir einhvers konar áföllum í lífinu, en þau þurfa ekki að breyta lífi okkar í harmleik Við höfum möguleika á að vinna úr áföllunum t.d. með skrifum," segir Hlín. Er húmor þá lífsnauðsynlegur? „Já, gjörsamlega," svara þær báðar. „Það eru til margartegundir af húmor, en að hafa húmor fyrir sjálfum sér er best!" Leikstjórnin er í höndum Agnars Jóns Egilssonar, en „Faðir vor" er fyrsta leikritið sem Hlín skrifar en leikstýrir ekki sjálf: „Það er bæði gott og vont. Það var skrýtið að sleppa leikstjórninni og ég held meira að segja að ég sé ekki alveg búin að sleppa tökunum ..." Hvernig haldið þið að fólki muni líða á sýningu? „Það hlær, það verður hissa, það verður örugglega svolítið sorgmætt, kannski sjokkerað en við vonum að það fari út með bros á vör og í hrókasamræðum. Það kemur til með að tala um og velta fyrir sér: Hvað gerðist eiginlega? Gerðist það sem ég held að hafi gerst og þori ég að tala um það við þann sem fór með mér í leikhúsið? - Gott leikhús er það sem hægt er að tala um eftir á." Lísa, hvað er mest heillandi í fari Hlínar: „Hún erfyndin, skemmtileg, kaldhæðin og hlý." Og Hlín, hvað með Lísu? „Hún er flott ung kona. Mér finnst hún vera kyndilberi ungra, íslenskra kvenna á sínu sviði. Það er rosalegur þróttur í henni sem margar konur geta tekið sértil fyrirmyndar." cAnna Kjiátine veltifynr dá' fwott ‘tflín cAg.narddáttú■ rneii að dkiifa ti'úai'legt oerkfyrú'jálin og spurðiþ&í útí leíkritið ,,‘Faðir mr“. J SKÝ I 23

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.