Ský - 01.10.2004, Page 26
Sauöafjjófur Samtímans
Halla er ein af útilegumönnum nútímans. Halla án Eyvindar. Eyvindar
dagsins í dag flýja til útlanda í stað fjalla eða stofna nýtt fyrirtæki undir
nýrri kennitölu. Höllurnar, sem upphaflega leggja út í lífið með gott
hjartalag, sitja margar hverjar eftir með kramið hjarta. Margar þeirra
eru mæður sem hafa látið undan þeirri þörf að vera góðar við börnin
sín, vini eða vandamenn. Hafa boðið upp á kaffi meðan þær skrifuðu
undir og gerðust ábyrgðarmenn fyrir lánum sem tekin voru með bjartar
framtíðaráætlanir í huga.
Bankarnir eru í kapphlaupi við að lána fólki peninga. Meðaljóninn
situr í sófanum heima og horfir á sjónvarpsauglýsingar banka
og sparisjóða þar sem fólk, sem hefur fengið þau fyrirmæli
frá leikstjórunum að brosa og sýna umheiminum hvað það er
hamingjusamt, lokkar hann til þess að trúa því að hann geti
auðveldlega uppfyllt allar gerviþarfir firringarinnar. Til þess þurfi
hann eingöngu að taka lán hjá bankanum.
Gallinn er sá að líf hinna hamingjusömu í auglýsingunum á lítið
skylt við kaupgetu fólksins í landinu og þess vegna hafa bankarnir,
í bleyðuskap sínum, vit á því að gera meðaljóninum það skilyrði
að hann verði að fá einhverja bláeyga Hölluna til þess að gerast
svokallaður ábyrgðarmaður, eitthvað sem þekkist ekki í hinum
siðmenntaða heimi þar sem bankarnir bera sjálfir ábyrgð á
ákvörðunum til lánveitinga. Hér á landi skýla bankableyðurnar sig
á bak við Höllurnar sem hafa alla tíð staðið í skilum og eignast
þak yfir höfuðið. Með undirskrift þeirra eiga þeir greiðan aðgang
að íbúðinni hennar Höllu þegar lántakandinn getur ekki staðið í
skilum.
Það er þá sem píslarganga Höllu hefst. Hún skuldar allt í einu
býsnin öll af peningum, jafnvel þótt hún hafi aldrei litið þá augum
og enn síður notið þeirra. Hún reynir að klóra í bakkann með því
að fá sér aukavinnu til þess að reyna að standa sína plikt sem
ábyrgðarmaður. Hún vanrækir sjálfa sig, vinnur of mikið, sefur of
lítið og hefur hvorki tíma né peninga til þess að borða hollan mat
og stunda líkamsrækt sem áður veitti henni orku og heilbrigði.
Hún lætur afborganir af eigin skuldbindingum mæta afgangi og
brátt fara hótunarbréf að berast inn um lúguna. Hræðilegust eru
bréfin frá ósýnilega manninum, Innheimtumanni ríkisins, sem
hlýtur, að öðrum ólöstuðum, að vera samviskusamasti bréfritari
samtíðarinnar.
Líf Höllu fer sífellt niður á við. Henni finnst hún ekki lengur eiga
samleið með öllum þessum hamingjusömu íslendingum og skilur
hvorki upp né niður í því hvernig líf hennar tók stakkaskiptum með
einni undirskrift. Hún var jú bara ábyrgðarmaður. Einn morguninn
lítur hún í spegilinn og í stað þess að sjá sína fyrri ásjónu sér hún
konu, gráa í andliti; úr augunum skín skelfing og þau eru umkringd
svörtum baugum. Hún ákveður að gefast upp, hún er gerð
gjaldþrota og íbúðin og bíllinn eru seld á nauðungaruppboði.
Halla er heimilislaus. Hún reynir að bera höfuðið hátt og leita
á náðir leigumarkaðarins. Alls staðar kemur hún að lokuðum
dyrum. Hún er nefnilega á svörtum lista og húseigendur eru ekki
ginnkeyptir fyrir að treysta þvílíku vanskilakvendi fyrir húsnæði sínu.
Halla er samt svo lánsöm að gamall ættingi var að fara á elliheimili
og afkomendur hans eru svo elskulegir að leyfa henni að vera í
íbúðinni hans þar til hún verður seld.
Halla þykir ekki lengur standa undir þeirri ábyrgð að vera skráð
fyrir síma, en uppgötvar sértil mikils léttis að hún getur notið þess
að hafa rafmagn og hita því íbúðin er skrifuð á gamla frænda.
Einhverra hluta vegna má hún líka halda áfram að borga af
Ríkissjónvarpinu. A kvöldin situr hún í snjáðum sófa gamla frænda,
horfir á fréttir og hlustar á bjartsýna og jákvæða landsfeðurna.
Á meðan nartar hún í kvöldmatinn, sem oftast samanstendur af
einu epli eða einni appelsínu, og virðir stóreyg fyrir sér ótrúleg
afsprengi hugmyndaflugs ráðamanna. Hún, sem hingað til hefur
gert allt til þess að halda ró sinni og geðheilsu í gegnum raunir
sínar, fær taugaáfall þegar hún fylgist með ferð ísjaka frá Islandi
til meginlandsins í samfélagi við rjómann úr íslensku stjórnar- og
menningarliði. Halla er lögð inn á geðsjúkrahús.
Eftir útskrift af geðdeildinni uppgötvaði Halla að hún ersauðaþjófur
samtímans. Sem öryrki er ætlast til að hún lifi á tæpum eitt hundrað
þúsund krónum á mánuði. Sem gjaldþrota einstaklingur er hún
útskúfuð úr samfélaginu næstu tíu árin. Hún má hvorki eignast