Ský - 01.10.2004, Page 39

Ský - 01.10.2004, Page 39
Bjargey segir að sér finnist merkilegt hversu vel konurnar nái vel saman og verði vinkonur: „Við verðum allar vinkonur og orkan verðurfrábær," segir hún. Edda þekkir af eigin raun kvennaferðir af þessu tagi því hún hefur stjórnað slíkum ferðum til Parísar og Dublin og segist eiginlega hafa „suðað" í Helga Jóhannssyni að hugsa um „kvennaferðir". Þær Bjargey áttu því þennan draum sameiginlegan, hvor í sínu lagi, en hugmyndin að námskeiðinu „Ný og betri kona" fæddist hjá Bjargeyju fyrir ári: ,Ég held að þarna hafi örlögin verið að verki," segir Bjargey brosandi. „Ég var búin að vera að hugsa í eitt ár um námskeið af þessu tagi og hafði haft samband við aðra konu um að vera með mér. Sú kona svaraði aldrei og einn daginn þegar ég sat niðri á Sumarferðum gekk Edda Björgvins þangað inn. Og hér erum við núna, búnar að vera með 90 konur á námskeiði!" Og Edda bætir við: „Já, Helgi spurði hvernig mér litist á að búa til námskeið á Spáni í líkingu við þau sem ég hef haldið heima síðustu tíu árin á vegum Þekkingarmiðlunar. Þar þjálfa ég fólk í að koma fram; fólkið, sem er með kvíðahnút í maganum þegar það stendur frammi fyrir hópi og ég þjálfa líka leiðbeinendur í að halda fyrirlestra, halda utan um fundi og í tjáningu og mannlegum samskiptum.Helgi benti á að við Bjargey gætum orðið góðar saman sem leiðbeinendur á námskeiði sem gengi út á að rækta sál og líkama, þar sem hún er íþróttafræðingur og kennir jóga, tai chi, eróbikk og slíkt. - Það að leiðir okkar Bjargeyjar skyldu liggja saman á þennan hátt var eiginlega yfirnáttúrulegt. Það var eins og englaher hefði skipulagt þetta því á tveimur fundum var grunnurinn kominn. Mig grunaði þó aldrei að einmitt það sem ég ætlaði að fjalla um á mínum fyrirlestrum og námskeiðum væri það sama og Bjargey legði áherslu á í æfingunum sínum og fyrirlestrum sama daginn!" Fyrsta daginn okkar í Albir sáum við hvert stefndi. Hugmyndir um að „sleppa þessu og sleppa hinu", liggja frekar á ströndinni í 30 stiga hita og sól og fara svo í verslunarferðir inn á milli hurfu eins og dögg fyrir sólu. Ekki vegna þess að okkur væri bannað þetta heldur einfaldlega vegna þess að enga langaði að missa af einni mínútu með Bjargeyju og Eddu. Bjargey mætti fyrsta morguninn til að stjórna líkamsræktinni. Edda var í flugvél á leið frá fslandi þangað sem hún hafði skroppið í einn sólarhring til að leika með 5 stelpur.com á Broadway. „Hún heldur nú engan fyrirlestur í kvöld," sögðum við, minnugar þess hversu slæptar við höfðum sjálfar komið úr ferðalaginu kvöldinu áður. Rangt. Eftir fróðlegan og skemmtilegan fyrirlestur hjá Bjargeyju þar sem hún fræddi okkur um eitthvert almesta heilbrigðisvandamál heimsins - offitu - leiðbeindi hún okkur um fæðuval og kaloríur í drykkjum (það er ástæða mikillar vatnsdrykkju í þessari ferðl). Við fengum góða hvíld, sem við nýttum til að kynnast hver annarri á svölum hótelsinsþarsem stimamjúkir Spánverjaraf hinu kyninu svifu í kringum okkur og báru okkur veitingar. Klukkan sjö um kvöldið hittum við Eddu, sem mætti úr sínu langa ferðalagi með viðkomu í London, eins og nýsleginn túskildingur. Eftir klukkustundarlangan fyrirlestur frá henni spurði ég hana hvort hún væri í alvöru ekkert þreytt: „Nei, veistu það að eftir að ég fór að stunda æfingarnar með Bjargeyju er ég eins og ný kona," svaraði hún af einlægni. EINHVERN TÍMA VERÐUR ALLT FYRST ... Við áttum eftir að sannreyna það sjálfar hversu miklu hreyfing skilar. Við mættum allar í leikfimina. Við mættum allar á fyrirlestrana. Við mættum allar á námskeiðin í sjálfsstyrkingu, raddbeitingu, tjáningu. Þær konur sem eru vanar að koma fram, skilja kannski ekki hversu stórt skref það er fyrir konu með lítið sjálfstraust að standa frammi fyrir hópi og kynna sig. Sumar sögðu bara eina setningu, aðrar eitthvað meira. Nokkrar skulfu í hnjánum við að standa frammi fyrir SKÝ 39

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.