Ský - 01.10.2004, Síða 40
EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR LEIKKONAOG BJARGEY AÐALSTEINSDÓTTIR
(ÞRÓTTAFRÆÐINGUR SETTU SAMAN NÁMSKEIÐ SEM VAR TÖFRUM LIKAST.
hópnum. Þær höfðu aldrei á ævinni gert þetta fyrr. Hefði einhver
sagt mér á þeirri stundu að nokkrum klukkustundum síðar myndu
sömu konur flytja lítinn leikþátt eftir sjálfar sig, - hvað þá að fjórum
dögum síðar myndu þærtroða upp á veitingahúsi í Altea, hefði ég
nú bara spurt hvort þær Edda og Bjargey væru kraftaverkakonur.
Sem þær eru.
Við gengum meðframströndinni í Ijósaskiptunum. Næstumfimmtíu
íslenskar konur, með reynslu í næstum öllu nema að standa með
okkur sjálfum. Kunnum ekki að taka á móti gagnrýni án þess að
hörfa eins og særð dýr eða sýna klærnar. Kunnum ekki að segja
þeim sem við elskum að við elskum þau. Kunnum ekki að tjá okkur
með orðum. En þetta átti allt eftir að breytast.
„Það virðistvera hugarfarsbreyting hjá íslenskum konum," segja þær
Edda og Bjargey. „Við spurðum í auglýsingunni hvort konur væru
á tímamótum, hvort þær vildu styrkja sjálfar sig - og námskeiðin
fylltust. Við vorum því ekki hissa á því hversu margar konur eru
einar á ferð."
En var eitthvað sem kom þeim á óvart?
,,Já," svarar Edda án umhugsunar. „Það kom mér ofboðslega á
óvart að allur þessi stóri hópur kvenna, sem er meira og minna
hræddur innra með sér eins og við flestar erum, skuli þora að vera
svona einlægur í tjáningu. Öryggisleysið er eðlilegt því skólakerfið
okkar býður ekki upp á öryggi í tjáningu og hvernig á fólk að kunna
eitthvað sem það hefur aldrei lært? Ég trúi því varla enn að allar
þessar konur skyldu þora að gefa jafnmikið af sér og raun bar
vitni."
„Mér fannst líka merkilegt að upplifa það hvað allar þessar konur
voru duglegar í leikfiminni," segir Bjargey. „Líkamsrækt er orðinn
lífsstíll hjá fólki, ólíkt því sem var þegar ég byrjaði að kenna fyrir
23 árum."
Edda bendir á fjölbreytnina í tímunum hjá Bjargeyju: „Ég fæ
alveg hroll þegar ég heyri líkamsræktarstöðvar nefndar á nafn, en
blandan sem Bjargey býður upp á er svo skemmtileg, allt frá jóga
og innri friði yfir í tjútt og tvist, dans og fjör."
Bjargey brosir hæversklega; löng reynsla hefur kennt henni að
sama æfingin hentar ekki öllum og með því „að lofa fólki að prófa
allar tegundir eru meiri líkur á að það haldi áfram þegar heim er
komið og finni líkamsrækt við sitt hæfi."
En hverju vonast þær til að námskeiðið skili konunum?
„Ég vona að allar þessar konur séu lagðar af stað í þá vinnu að finna
sjálfar sig, finna gleðina, sem þær upplifðu kannski ekki endilega
allar. Ótrúlega stór hópur er nú lagður af stað í slíka vinnu og mun
græða ómælt,"segir Edda.
„Það er vissulega auðvelt að fara í sama farið aftur eftir að heim er
komið," segir Bjargey. „En við trúum því að konurnar fylgi eftir því
sem þær lærðu hér og við ætlum líka að fylgja þeim eftir og styðja
þær."
Vonin er sú að það verði framhaldsnámskeið ...
„Námskeiðin hafa farið fram úr okkar björtustu vonum og ef Guð
lofar verður vonandi framhald á. Skortur á þvi umhverfi sem
hér er, fegurð og hiti, gerir það oft að verkum að við verðum
óhamingjusamari en ella heima. Hérna eru kjör-aðstæður og við
sjáum fyrir okkur að við séum að hrinda af stað einhverju sem muni
vaxa mjög hratt á þeim árstíma, sem hentaröllum. Hefði námskeið
sem þetta verið haldið heima hefðum við þurft að setja ákveðnari
reglur varðandi tengingu heim. Það er auðveldara að sleppa
gemsunum hér..."
ÞJÓNNINN DOMINGOS: „ÞAÐ RIKTI MEIRI GLEÐI A HÓTELINU MEÐAN ÞIÐ
VORUÐHÉR!"
BARÞJÓNNINN OKKAR
Fyrsta kvöldið okkar hittum við á glæsilegum bar og danssal
hótelsins þjóninn Domingos (hann seldi okkur vatnsflöskurnar til
að taka upp á herbergin fyrstu nóttina!) Morguninn eftir var hann
enn á sínum stað og aftur um kvöldið og svona gekk þetta alla
vikuna. Hann var myndarlegri en hinir þjónarnir og einhverra hluta
vegna afgreiddi hann íslenska hópinn oftast. Sefur þessi maður
aldrei?
„Jú, ég vinn nú bara í 8 tíma á dag, fjóra tfma fyrripart og svo aftur
á kvöldin" segir Domingos þegar við höfum sest tvö ein á afvikinn
stað rétt eftir miðnætti eitt kvöldið (allt í lagi stelpur, nú vitið þið
hvað var í gangi! Ég var bara að taka viðtal!) „Ég er Portúgali og
kom hingað til Spánar fyrir tveimur árum ásamt Danielu, unnustu
minni. Astandið í Portúgal er mjög erfitt núna og eftir að ég hafði
lokið námi í kerfisfræði ákváðum við að freista gæfunnar hér. Ég
hef unnið hér á Hotel Kaktus frá opnun fyrir einu og hálfu ári og hef