Ský - 01.10.2004, Qupperneq 41
náð á þeim tíma að kaupa mér nýjan bíl sem ég staðgreiddi og í
næsta mánuði flyt ég í mitt eigið hús," segir hann stoltur. Stoltari
er hann þó af frumburðinum, Rafael, sem er fjögurra mánaða og
Domingos sýnir mér mynd af honum: „Ég nýt þess að þjóna og við
ætlum að vera hér í tvö ár til viðbótar. Þá flytjum við aftur heim til
Portúgal og ég fer að vinna við kerfisfræðina."
Mánaðarlaun Domingos eru 1000 evrur, eða um 90.000 íslenskar
krónur, en hann segir þjórfé gjörbreyta fjárhagsstöðu þjóna:
.,Hóparnir frá íslandi hafa verið frábærir. íslensku konurnar hafa
lífgað upp á hótelið, en við erum vanari gestum frá Bretlandi,
Þýskalandi og Rússlandi. Þið eruð aldrei óánægðar og íslendingar
og Bretar eru besta fólkið að vinna fyrir. Það er auðvelt að þjóna
ykkur, þið verslið mikið og gefið gott þjórfé sem skiptir okkur miklu."
Domingos hefur ekki farið varhluta af hrósi frá íslensku konunum
sem hann segir hafa gert sér gott: „Ef einhversegir eitthvað fallegt
við mann, þá líður manni betur. Ykkur fylgja engin vandamál. Við
þjónarnir förum stundum á aðra bari eftir lokun og fáum okkur
drykk með gestunum því þannig kynnumst við menningu og
siðum annarra landa. Þið íslensku konurnar eru glaðværar, syngið
og dansið og það ríkti meiri gleði á hótelinu meðan þið voruð
hér."
MEÐ FROSK UM HÁLSINN ...
En hvað segja konurnar sjálfar? Hvers vegna eru þær hér? Fundu
þær það sem þær leituðu að?
Elín Sigríður Ingimundardóttir er skrifstofustjóri hjá Islandsflugi og
segist hafa komið á námskeiðið því hún sé að endurskoða lífið
og tilveruna: ,,Ég hef fengið fullt af spurningum hér - og fá svör!
Þeirra svara þarf ég að leita hjá sjálfri mér. Námskeiðið opnaði
margar flóðgáttir og ég er orðin svo glöð með lífið. Ég er að taka
sjálfa mig í gegn og er því viss um að ég á eftir að nýta mér þann
fróðleik sem ég fékk hér. Það sem stendur upp úr eftir vikuna er
mikil gleði og jákvæði út í lífið, sem mig vantaði."
Sjöfn Finnbjörnsdóttir starfar á símanum hjá Hreyfli-Bæjarleiðum,
er fertug og fannst spennandi að leggja af stað einsömul út í heim:
,Vera ein, án þess að vera ein," segir hún. „Ég hef lært mikið á
þessari viku og hlakka til að koma heim og nota þau verkfæri sem
ég fékk í hendur hér. Ég fékk svo marga punkta til að vinna með
sjálfa mig áfram, á jákvæðan hátt. Hér fann ég þá Sjöfn sem ég
hafði týnt."
Alda Viggósdóttir er 58 ára ritari á Landspítalanum í Fossvogi og
kom líka ein í ferðina: „Mig langaði að slaka á með konum og
kynnast konum. Ég á fjögur börn og tólf barnabörn og þetta er
í fyrsta skipti á ævinni sem ég fer eitthvað ein. Þetta hefur verið
alveg frábært og ég hef aldrei upplifað frí af þessu tagi. Ég lærði
mikið í mannlegum samskiptum og hér eru allir svo glaðir. Mig
langar að koma á framhaldsnámskeið að ári."
Gunnur Gunnarsdóttir segist hafa verið þreytt húsmóðir og
listakona. Hún er 51 árs, á fimm syni og einn sonarson: „Ég var
með frosk sem hélt um hálsinn á mér þannig að ég gat ekki sagt
meiningu mína. Froskurinn er nú farinn út í sjó og sól og hlýja
komin í hans stað. Það er nauðsynlegt fyrir hverja konu að skoða
sjálfa sig á hverju lífsskeiði. Við þurfum allar að fást við lífið, aftur
og aftur. Ég kem til með að beita því sem við lærðum hér því
námskeiðið var heilsteypt og þar var mikið fjallað um kærleika og
að beita því afli sem við eigum innra með okkur, en það var ég
hætt að gera. Námskeiðið vakti mig til umhugsunar."
Sigurlaug Reynisdóttir kom fljúgandi á þetta námskeið frá Cannes.
Hún er fertug, fyrrverandi bókari hjá Flugleiðum, býr í Njarðvík og
er tveggja barna móðir: „Það er kappsmál hjá mér að styrkja mig
„FROSKURINN UM HÁLSINN HVARF ÚT (SJÓ".
GUNNUR GUNNARSDÓTTIR OG SJÖFN FINNBJÖRNSDÓTTIR.
KONURNAR FLUTTU UÓÐ TIL HAFSINS - MEÐ MÚRTAPPA UPPI
( SÉR TIL AÐ LÆRA SKÝRAN FRAMBURÐ. EDDA OG BJARGEY
FYLGDUST VEL MEÐ.
SÆLAR OG SÁTTAR Á HEIMLEIÐ EFTIR SJÖ REYNSLURÍKA
DAGA. SYSTURNAR MAGNEA STEINUNN OG ELfN SIGRlÐUR
INGIMUNDARDÆTUR, HVOR SfNUM MEGIN VIÐ SIGURLAUGU
REYNISDÓTTUR.
KONUR, SEM VARLA ÞORÐU AÐ KYNNA SIG FYRSTA
DAGINN, FLUTTU FRUMSAMDA LEIKÞÆTTI Á VEITINGAHÚSI (
LISTAMANNAÞORPINU ALTEA FJÓRUM DÖGUM SfÐAR!