Ský - 01.10.2004, Side 48

Ský - 01.10.2004, Side 48
kom svolítið á óvart var hversu mikilla bandarískra áhrifa gætir hér og hversu mikið’Bandaríkin eru fyrirmynd íslendinga. Helmingur drykkja hér er Coca-Cola og þið drekkið mikið af sætum drykkjum. Það var eiginlega neikvæðasta upplifun mín! ísland kynnir sig líka sem umhverfisvænt land, en bílanotkun er yfirþyrmandi. Þá kom mér á óvart hversu fáir nota almenningssamgöngur. Eg gleymi heldur aldrei þegar við vorum að mála í Vatnaskógi og einn maður gekk að vatninu og hreinsaði málningarburstann í því!" En hvaða skoðun hefur hann á Kárahnjúkavirkjuninni? „Ég veit ekki hvort Kárahnjúkavirkjun muni hafa áhrif til hins verra fyrir ykkur. Þið getið ekki endalaust treyst á fiskinn og ísland þarf í framtíðinni að treysta á ferðaþjónustu, tel ég. Greenpeace segir að ef þið farið að veiða hvali aftur, komi ferðamenn ekki til íslands, en ég sé ekki að það hafi gengið eftir. Kárahnjúkar hjálpa ekki ímynd íslands sem umhverfisvæns, hreins lands. Ég mun hins vegar alltaf koma til íslands, sama hversu mörg álver þið reisið og það sama gildir örugglega um marga aðra ferðamenn." „EIN MEÐ ÖLLU ..." Ein af góðu hugmyndunum hans Martins til að vekja áhuga Tékka á íslandi er að selja „bæjarins bestu pylsur" í Prag. Þær selur hann á „Nordica Café" sem er lítið kaffihús í Norræna húsinu í Prag: „Scandinavian center - eða Norræna húsið, var opnað í fyrra og það er í einkaeign danskrar ferðaskrifstofu," segir Martin. „Okkar Norræna hús er lítið og ekki líkt Norræna húsinu í Reykjavík eða í Færeyjum. Ég hef unnið á kaffihúsinu og kom með þá hugmynd þangað að við seldum „eina með öllu", dæmigerða, íslenska pylsu. Þar sem íslensk framleiðsla er dýr miðað við verðlagið sem tíðkast í Prag, datt mér í hug að selja ódýra, íslenska vöru sem vekti eftirtekt: íslensk pylsa með öllu I Helst hefðum við viljað bjóða upp á SS-pylsur, en þar sem það er ekki beint flug til Prag frá íslandi nema endrum og sinnum, væri of dýrt fyrir okkur að flytja þær inn. Til að gera pylsuna „íslenskari" notum við SS-sinnep og Gunnars remúlaði, en það komu vinir mínir með til mín í vor. íslenska pylsan vekur athygli fyrir það að á henni er hrár og steiktur laukur og remúlaðið, sem við þekkjum ekki í Tékklandi." En það er ekki svo að hvaða pylsutegund sem er hefði orðið fyrir valinu í stað SS-pylsanna: Martin og yfirmaður kaffihússins, - kona - gengu milli pylsubúða og smökkuðu á pylsum, þangað til þau fundu þá tegund sem þeim fannst líkjast SS-pylsum mest! „Þetta var kannski ekki mjög vísindaleg könnun!" segir hann hlæjandi, „en þeir sem kaupa sér íslenska pylsu með öllu vita ekkert hvernig raunveruleg SS-pylsa bragðast!" Martin er góður penni og hann skrifar mikið um ísland ítímaritið Norræn tíðindi, Severské listy, sem áhugafélag um Norðurlöndin gefur út ársfjórðungslega í Prag: „í blaðinu fjöllum við um stjórnmál á Norðurlöndunum, segjum frá menningu, umhverfi, siðum og fleiru. Ég hef farið á kvikmyndahátíðina í Karlovy Vary árlega frá 1996, þar sem íslenskar kvikmyndir hafa verið í keppni og þá hef ég hitt íslenska kvikmyndagerðarmenn eins og Baltasar Kormák, þótt ég þekki hann ekki persónulega. Ég hef mikinn áhuga á að verða fréttamaður fyrir ísland í Tékklandi þannig að ég geti samræmt áhuga minn á íslandi og blaðamennsku. Ég er í tveimur háskólum; nem norræn fræði í öðrum og stjórnmálafræði í hinum. í stjórnmálafræðinni lærum við um stjórnmál Evrópu, Rússlands og Bandaríkjanna og veljum okkur síðar lönd til að fjalla um og mig langar að sérhæfa mig í Norðurlöndunum. Þegar Martin talar um ísland er auðheyrt að honum þykir mikið til landsins koma. En þá fer heldur ekki hjá því að maður hugsi til foreldra hans, arkitektanna, í einhverri fallegustu borg heimsins. Myndi hann til dæmis treysta sér til að sýna þeim Hverfisgötu?! „Það eru margar fallegar byggingar á fslandi!" svarar hann brosandi og nefnir kirkjur landsins því til staðfestingar. „Ég hef búið alla ævi í Prag, sem er stórkostleg borg með sögulegum byggingum en ég hef líka áhuga á nútíma arkitektúr og finnst ísland, Danmörk og Svíþjóð mjög framarlega í þeim efnum. Þar eru margar fallegar byggingar, sem og í Noregi, sem ég hef líka heimsótt." DRAUMAR UM FRAMTÍÐARSTARF En hvaða drauma á þessi ungi maður? Vill hann vinna fyrir Evrópusambandið, verða blaðamaður eða ...? „Mig dreymir um að vinna við eitthvað sem tengist Islandi og Tékklandi," svarar hann án umhugsunar. „Ég veit að sendiráði Tékka á íslandi var lokað fyrir 11 árum og þótt einhverjum kunni að finnast það fjarstæðukenndur draumur, þá vildi ég helst verða sendiherra Tékklands á íslandi. Áframhaldandi og meiri samskipti landanna veltur á því hvort ísland gangi í Evrópusambandið, en slík ákvörðun verður ekki í höndum íslenskra stjórnmálamanna, heldur norsks almennings. Ef Noregur gengur í Evrópusambandið, þá getur ísland ekki annað en gert slíkt hið sama. Ég er mjög áhugasamur um þessi málefni og hef verið að reyna að safna saman gögnum um kosti og galla þess að fsland gangi í Evrópusambandið, en þær upplýsingar liggja ekki á lausu í Tékklandi. Þeirra leitaði ég í dvöl minni á íslandi í sumar og naut þess þá að fá að hitta Einar Benediktsson, fyrrum sendiherra fslands víða um heim og hjá NATO, sem útskýrði fyrir mér marga hluti sem mig vantaði svör við. Á næstu árum, meðan ég er í námi, myndi ég vilja starfa sem fararstjóri fyrir fslendinga i Prag og sýna þeim borgina mína. Það get ég vissulega gert núna, en ekki á fullkominni íslensku, þannig að þann draum læt ég kannski bíða þar til ég hef haft tækifæri til að dvelja á íslandi í eitt ár og læra islenskuna fullkomlega." Martin finnst l’sland þurfa að markaðssetja sig betur sem ferða- mannaland, til dæmis íTékklandi og öðrum Austur-Evrópuríkjum, þar sem áhugi á landinu er mikill: „Það þarf að kynna ísland betur en nú er gert, enda eru Austur- Evrópubúar að verða sífellt auðugri og hafa áhuga á að ferðast til spennandilanda. Jafnvelþóttíslandsédýrtlandáþeirramælikvarða eru margir sem hafa efni á að koma hingað. fslendingar geta ekki verið með sendiráð um allan heim og þess vegna er mikilvægt að vera í samstarfi við hin Norðurlöndin varðandi kynningu á þeim. Þótt Norðurlöndin séu vissulega ólík eiga þau margt sameiginlegt. Þið gætuð átt sameiginlega menningarmiðstöð, líkt og í Berlín þar sem norrænu sendiráðin sameinast í einu húsi. Þetta finnst mér skynsamleg ákvörðun. Löndin spara peninga og þau græða öll á samstarfinu. Það væri því frábært ef hægt væri að opna slíka miðstöð í Prag, Búdapest, Moskvu, París og svo framvegis. Áhugi Tékka á íslandi er mikill og þótt við höfum hingað til ekki getað boðið upp á bæklinga frá landinu spyrja þeir mikils."

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.