Ský - 01.10.2004, Page 53
SKÍÐASLEÐI, SPORVAGNAR OG SEXÍ SÖNGVARI
Götur hafa mismunandi áhrif á okkur; hver gata sem við göngum tekur sér
ákveðna bólfestu í sál okkar. Margrét J. Pálmadóttir, söngkona og kórstjóri,
hefur búið við nokkrar götur, en þær hafa sett misdjúp spor í sálu hennar.
Hún segir okkur af nokkrum þeirra og fer með okkur um heiminn ...
TÚNGATAN Á HÚSAVÍK
Túngata er algengt nafn á íslenskum götum og í huga margra
aðeins nafnið eitt.
Tún sem þróast í götu hefur þó djúpa sögulega merkingu. Nánast
allt Island var eitt sinn tún, verður það einhvern tíma eintómar
götur?
Túngatan mín er á Húsavík við Skjálfandaflóann.
Ég þekkti fólkið í hverju einasta húsi, enda húsin við götuna hvorki
mörg né stór.
I þá daga vissu allir allt um alla og þess vegna vissu líka allir að ég
var komin í fóstur til Mara og Siggu í kjallaranum á Túngötu tvö,
rétt fyrir jólin 1958.
hað var sannarlega líflegt við þessa götu, ekki síst á nr. 12, í
Héðinshúsi hjá ömmu og afa, þar sem minningar mínar hefjast. í
garðinum þar voru engin blóm önnur en fíflar, sóleyjar, rabarbari
°g njóli. Þar var aftur á móti annars konar gróska: Hákarlahjallurinn
hans afa, sperrur með fiski, og strekkt selskinn á spýtnarömmum,
sem amma sá um. Svo voru líka leiktæki á borð við fiskikerru og
uppblásna skærlitaða belgi sem við hoppuðum kengúruhoppin á,
að ógleymdri rólu sem hékk í snúrunni hennar ömmu. Þar var ég
næstum búin að hengja mig í faglegum vafningsleik sem gekk út á
það að snúa rólunni lengi í aðra áttina og vinda svo af á ofsa hraða
með lappirnar í loftinu.
Hmurinn í götunni var fjölbreyttur bæði eftir tíma dags og ekki síst
eftir árstíðum.
Allir elduðu hádegismat, vei þeim sem ekki nenntu því! Á haustin
angaði allt af slátri og berjum, í febrúar var ilmur signa fisksins
yfirgnæfandi, vorboðinn kom með hrognum, lifur og rúsínulummum
og á sumrin var endalaus kleinubakstur í Héðinshúsi, nóg handa 20
barnabörnum. Nammið í þá daga var suðusúkkulaði, fylltir molar
°9 appelsínur með sykurmolum sem við átum sunnan við hús í
sólinni sem virðist hafa verið sérlega sterk í þá daga. í götunni var
líka bærilegur húsdýragarður. Þar mátti á góðum degi líta ketti,
hunda, hænur, kindur og hesta.
Eg sá þó aldrei músina sem lenti í stígvélinu hennar mömmu.
Veturnir gáfu Túngötunni mjúka snjóslæðu sem virtist endalaus. Þá
fór skíðasleðinn minn ófáar ferðir upp og niður götuna, þvílíkur
farskjóti, og gat tekið marga farþega.
Enga paradís á jörðu hefði lítið barn getað fundið betri.
HRINGBRAUTIN í HAFNARFIRÐI
Hjól, hjól, allir kunnu að hjóla á Hringbrautinni í Hafnarfirði.
Rosahraði.
Mörg og stór hús, margir krakkar, útivinnandi mömmur, bílar,
strætó, sjoppa,
málaðar stelpur, tyggjó, útlenska og Ameríkanar, malbik og
gangstéttir.
Allir ókunnir og engin amma og afi.
Þvílíkar breytingar fyrir sjö ára stelpu sem þar að auki talaði
norðlensku.
„Segðu hvað Erla gerði!" sagði ein af stóru tíu ára stelpunum sem
héngu alltaf á sama stað í götunni og ég þurfti nauðsynlega að
ganga þar framhjá til að komast heim.
„Hún henti svuntunni í götuna," sagði ég svo hvein í fráblásnu té-
unum, þá hlógu þær.
„Hvað varstu að kaupa í Mánabúð?"
„Ég var að kaupa sperðla."
„Þú ert svo vitlaus! Þetta heita bjúgu!"
Það tók mig þrjá mánuði að ná sunnlenskunni með mínu krúttlega
músíkalska eyra.
Ég lærði að hjóla og allir hættu að stríða mér, gatan varð minn
stóri leikvöllur.
Ég hef aldrei eignast eins marga góða vini eins og á Hringbrautinni,
vini sem ekki eru einnota heldur hafa tekið þátt í allri minni gleði
og sorg allar götur síðan.
Húsið mitt er númer 57 og sólarlagið í Firðinum litaði eldhúsið
okkar og stofuna.
Mamma eldaði besta mat í heimi og pabbi sótti gjaldeyri fyrir
þjóðina í Norðursjóinn. Óli Óskars, sonur Íslands-Bersa og aðrir
fiskigúrúar sátu í stofunni með bjór og pabbi kallaði á mig til að
spila "Fur Elise", stoltur af litla tónlistarskólanemanum.
Bridgekvöldin á fimmtudagskvöldum kenndu mér hvað konur gátu
skemmt sér konunglega án kallanna.
Laxasnittur, kjúklingur, spaghetti, nautasteik,salat, marengstertur
og vín, allt nýtt á matseðlinum. Nágrannarnir og uppskriftir þeirra
að skemmtilegu lífi hófu innreið sína inn í líf litlu fjölskyldunnar að
norðan og kærleikur flaut á milli húsa.
„Geturðu lánað mér ..." „Viltu passa hann ..." „Má hún ... gista"
„Geturðu nokkuð lagt á mér hárið????"
:SKÝ
i 53