Ský - 01.10.2004, Qupperneq 56
Ef einhver hefði sagt mér fyrir ári að á næsta afmælisdegi mínum myndi ég
vakna í næturlest á milli Zagreb og Belgrad hefði ég haldið að sá hinn sami
mætti fara að panta sér pláss á einhverri vel valinni stofnun. Lestin fór af stað
nokkuð mörgum árum - en næstum því á sömu mínútu eftir miðnætti - og ég
fæddist. Reyndi að festa blund á leiðinni, eyrnatappar gerðu eitthvert gagn en
það var líka þeim að kenna að ég heyrði ekki þegar dyrnar á klefanum mínum
voru opnaðar. Vaknaði um miðja nótt við að maður var að beygja sig yfir mig og
Honum brá þegar ég leit upp, en reyndi svo að láta á
gramsa í töskunni minni
engu bera og spurði hvort ég ætti eld!
Ég með alvarlega ferðabaktedu og nokkrum vikum áður datt mér í hug að það
5KÝI væri nú upplagt að fara í sumarfrí um gömlu Júgóslavíu. Vinir og vandamenn
56 * voru misánægðir með þessa ákvörðun, en ég fjárfesti í Lonely Planet-bók um
Austur-Evrópu og ein vinkona ákvað að leggja í ferðina með mér. Þar sem ég
er ekki alvöru bakpokaferðalangur pakkaði ég bara sumarfatnaði og sandölum
niður í flugfreyjutösku og við héldum af stað.
Ferðin hófst í London, en fyrsta alvörustoppið okkar var Belgrad
í Serbíu. Klukkan var hálf sjö að morgni þegar lestin kom á
áfangastað. Við blasti mjög svo hrörlegt sígaunahverfi á aðra
hönd, Lada lögreglubifreiðar á hina og öll skilti á „rússnesku".
Landamæravörðurinn sem skoðaði vegabréfið mitt óskaði mér til
hamingju með afmælið og ég var nokkuð ánægð með það því þeir
eru nú ekki alltaf vinalegir.
EINKASAMKVÆMI Á AFMÆLISDEGI
( Belgrad fundum við glæsilegt hótel sem eflaust hafði ekki verið
innréttað síðan einhvern tíma löngu fyrir myntbreytingu og eftir að
við höfðum fengið herbergi ákváðum við að prófa morgunverðinn,
sem samanstóð af þurru brauði, vondu kaffi og söltum osti. Ákváðum
að leggja okkurtil að bæta upp fyrir misgóðan nætursvefn. Sápan
á baðkarinu hét því fallega nafni MERI, sannkölluð „Beauty soap".
Ákváðum að stoppa í Belgrad í þrjár nætur; röltum um allt,
borðuðum stórkostlegan ís, poppkorn og maís sem er seldur á
hverju götuhorni. Við ákváðum að fara út að skemmta okkur í tilefni
afmælis míns og fórum á bar sem er á pramma í ánni. Stemningin
var nú eitthvað skrítin, fyrir utan það að enginn yrti á okkur í lengri
tíma virtust allir þekkjast og einn maður heilsaði næstum öllum
sem komu á prammann. Síðar um kvöldið eignuðum við þó
loksins nýja vini og komumst þá að því að við vorum í einkapartýi
fyrir lögfræðinga, nýútskrifaða og eldri nemendur eins skólans í
borginni.
PAPRIKA OG PLASTSKÓR
Næst lá leiðin í gegnum Kosovo og til Makedóníu, nánar tiltekið
höfðborgarinnar Skopje. Þar á að vera einn stærsti tyrkneski
basarinn í Evrópu svo við hugsuðum okkur gott til glóðarinnar. Nú
átti sko aldeilis að kaupa alls konarflotta lampa og fornmuni sem
ég ímyndaði mér að kostuðu sama og ekkert. Við röltum heillengi
í leit að markaðnum og sáum ýmislegt á leiðinni. Á markaðnum
voru engir túristar - sem var reyndar bara skemmtilegt - en mikið
af fólki að versla. Partur af markaðnum var undir tjöldum en sumir
seldu varning sinn bara beint af götunni. Ekki fór þó mikið fyrir
fornmununum og litskrúðugu lömpunum sem ég ætlaði að birgja
mig upp af og satt að segja varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum þegar
flestir sölumennirnir seldu paprikur, plastskó og blöndunartæki.
TÚRISTAR, FARIÐ HEIM!
Eftir dvöldina í Skopje tókum við rútu til Ohrid-vatnsins sem er í
suðri og er á ,,Topp tíu" lista Lonely Planet-bókanna yfir staði í
Austur-Evrópu (ef hægt er að gera slíkan lista.) Þarna var reyndar
afarfallegt og veðriðfrábært. Þetta veitfólkið sem býr þarna og þau
voru ekki par hrifin af útlendingum. Að minnsta kosti reyndist mjög
erfitt að fá fólk til að afgreiða okkur og unglingar hvæstu á okkur:
„Túristar, farið heim!" Ekki það að við höfum skilið tungumálið,
en Dimitr, nýi besti vinur okkar sem leigði okkur herbergi, þýddi
fyrir okkur. Hann hafði fundið okkur á lestarstöðinni við komu og
bauð okkur herbergi á heilar 5 evrur á mann. Þetta fannst okkur
vel boðið og hann fór með okkur beint heim til mömmu sinnar
sem kunni ekki stakt orð í ensku, en húsið var mjög hreint og fínt.