Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1982, Side 16
XII
F 0 R M A L I
Arbók Reykjavíkurborgar kemur nú út í tíunda sinn frá því, að útgáfa hennar var endur-
vakin árið 1973, Þáverandi borgarstjóri, Birgir ísleifur Gunnarsson, skrifaði formála
fyrstu árbókarinnar í þessari útgáfu og lýsti þar meðal annars aðdraganda hennar á þessa
leið:
„Fyrsta árbók Reykjavíkur kom út árið 1941 og bar hún nafnið „Arbók Reykjavíkurbæjar
1940". Höfundur og aðalfrumkvöðull þessarar útgáfustarfsemi var dr. Björn Björnsson,
Þáverandi hagfræðingur bæjarins. Bók þessi var allmikil að vöxtum og hún hafði að
geyma margvíslegar tölfræðilegar upplýsingar um þróun málefna bæjarins, stundum langt
aftur í tímann, eða eins og heimildir leyfðu. „Glöggar og ítarlegar hagfræðilegar heim-
ildir eru eitt af frumskilyrðum fyrir því, að hægt sé að stjórna hinum opinberu málum,
svo að vel fari", segir dr. Björn í formála þeim, sem hann ritaði fyrir fyrstu bókinni.
Síðan komu út tvær árbækur á vegum dr. Björns, árbók 1945 og árbók 1950-1951. Allar
þessar bækur geyma mjög fróðlegar upplýsingar um málefni Reykjavíkur frá þessum t'íma.
Þegar dr. Björn féll frá í ársbyrjun 1956 var hann langt kominn með fjórðu árbóklna, en
sú bók kom aldrei út. Enginn varð til að halda hinu merka brautryðjandastarfi áfram".
Ekki verður skilist við frásögn af árbókargerð hjá Reykjavíkurborg, án þess að minnst sé
þáttar Sigurðar heitins Sigmundssonar, fulltrúa í Hagfræðideild bæjar, og síðar borgar,
í meira en 30 ár. Hann hóf starfsferil sinn í deildinni undir handleiðslu dr. Björns,
átti síðan heiðurinn af því, að þessi útgáfa var endurvakin, og lagði loks manna mest
efni til bókarinnar meðan starfskrafta hans naut við. Sigurður lét af störfum vegna
aldurs í árlok 1976, en hann lést 17. nóvember 1977.
Arbókin var upphaflega gefin út í um það bil 300 eintökum.en kemur nú út í 450 eintökum.
Bókin hefur yfirleitt hlotið góðar viðtökur og reynst svo eftirsótt, að upplagið hefur
þrotið oftar en einu sinni.
Hér skulu að lokum nefndir þeir, sem urðu við beiðni um að búa til efni sérstaklega til
birtingar í þessari bók, taldir í sömu röð og greinar þeirra birtast:
Halldór Torfason, jarðfræðingur, ritar grein um jarðfræði Reykjavíkur.
Karl Jeppesen, deildarstjóri hjá Námsgagnastofnun, ritar grein um notkun kennslutækja
í skólum.
Kristinn Guðmundsson, forstöðumaður Skráningardeildar fasteigna hjá Reykjavíkurborg,
gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar.
Jón E. Böðvarsson, borgarskjalavörður birtir hér skrá, sem hann hefur tekið saman um
helztu rit, sem gefin hafa verið út á vegum Reykjavíkurborgar og stofnana hennar.
Þessu fólki eru hér með færðar sérstakar þakkir fyrir framlag sitt til bókarinnar.
Að fyrrnefndum greinum frátöldum er heimilda yfirleitt ekki getið, enda er mestur hluti
annars efnis úr opinberum heimildum. Þar er hlutur Hagstofu Islands mestur. Hagstof-
unni og öðrum, sem lagt hafa þessari útgáfu lið, er hér með þökkuð margháttuð aðstoð.