Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1982, Side 17
XIII
JARÐFRÆÐI REYKJAVlKUR
Jarðmyndunum Islands er skipt í fjórar megindeildir eftir jarðsögulegum
aldri. Elst er blágrýtismyndunin, en hún varð til á síðari hluta tertíer, fyrir
3-20 milljónum ára. Næst að aldri er grágrýtismyndunin (árkvarter), sem varð
til á fyrri hluta ísaldar fyrir 0.7-3 milljónum ára. Næst að aldri er móbergs-
myndunin (stundum nefnd yngri grágrýtismyndunin), sem varð til á síðari hluta
ísaldar, fyrir 10-700 þús. árum. Þessar þrjár myndanir mynda berggrunn landsins,
en á honum hvílir fjórða og yngsta jarðmyndunin, laus jarðlög, en þau eru einkum
jökulruðningur, árset, sjávarset og jarðvegur, svo og gosmöl og hraun. Yngsta
jarðmyndunin varð til í lok ísaldar og á nútíma þ.e. á síðustu 10-15 þús. árunum.
Jarðfræði Reykjavíkursvæðisins er mjög fjölbreytileg, enda má þar finna jarð-
lög frá öllum jarðsögutímabilum landsins nema tertíer. Elstu jarðlögin eru frá
fyrri hluta ísaldar. Jarðlög þessi hafa myndast fyrir 1.6-3 milljónum ára og
teljast því til eldri hluta grágrýtismyndunarinnar. Þau finnast t.d. við Viðeyjar-
sund sunnanvert, í Viðey, Ártúnshöfða, Gufuneshöfða hjá Korpúlfsstöðum, £ landi
Blikastaða, £ fellum £ Mosfellssveit og Esju. Jarðmyndunin er einkum gerð úr
basalthraunlögum, er runnu á hlýskeiðum fsaldar og móbergi, sem að mestu hefur
orðið til við gos undir jöklum á jökulskeiðum. Á milli gosbergslaganna finnast
viða setlög, sem mynduðust á hlýskeiðum og jökulbergslög, er mynduðust á jökul-
skeiðum. Á nokkrum stöðum finnst liparit i jarðmyndun þessari, t.d. í Grímmanns-
felli og Móskarðshnjúkum. Þá er nokkuð um innskot, t.d. Þverfell í Esju og í
Viðey.
Jarðlögum grágrýtismyndunarinnar hallar yfirleitt um 5-15,, til suðaustur og
setur jarðlagahallinn sterkan svip á landslagið, t.d. á milli Gufuness og Korpúlfs-
staða. Einnig hafa jöklar, ár og önnur landmótunaröf1,' mótað landslagið, eftir að
upphleðslu grágrýtismyndunarinnar lauk, en það var fyrir um 1.6 milljónum ára sem
fyrr segir.
Á höfufiborgarsvæðinu eru fjögur jarðhitasvæði, á Álftanesi, Seltjarnarnesi,
Laugarnesi og við Elliðaár. Þá er talið að mögulegt sé að nýta heitt vatn í Kópa-
vogsdal. Jarðhitasvæðin á Reykjum og Reykjahlíð í Mosfellssveit eru einnig nýtt í
þágu höfuðborgarinnar. Jarðhitinn tengist árkvarteru jarðmynduninni, eða öllu
heldur blágrýtismynduninni, er undir liggur. Er bergið víða ummyndað af völdum
jarðhita, einkum í Esju og við Viðeyjarsund.
Fyrir um 700.000 árum hófst tímabil sem kallast móbergsmyndunin (yngri grá-
grýtismyndunin). Tók þá jarðeldurinn upp sína fyrri iðju í nágrenni Reykjavíkur
og hlóðust upp móbergsfjöll við gos undir jökli (t.d. Mosfell), en á hlýskeiðum
runnu grágrýtishraun. Grágrýtishraunin í Reykjavík og nágrenni eru flest afar lík
að gerð og útliti, en eru engu að siður runnin frá mörgum eldstöðvum á löngum tíma.