Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1982, Page 21
1
MANNFJÖLDINN
Inngangur
Reykvíkingum fjölgaði um nálega 830 manns árið 1981 og hefur þá fjölgað um
rösklega 1200 manns á síðustu þremur árum, en hafði áður fækkað um 1500 manns
á árunum 1975 til 1978.
Breytingar á íbúatölunni eiga sem kunnugt er rætur að rekja til fæðinga, dauðs-
falla og fólksflutninga. Reykvíkingar væru nú rétt um 90.000, ef ekki hefðu
svo miklu fleiri samanlagt flutt úr borginni en til hennar á síðustu sjö árum.
Á þessu tímabili varð fjöldi brottfluttra umfram aðflutta nánast hinn sami og
fjöldi lifandi fæddra umfram fjölda dauðsfalla £ Reykjavík.
Reykvíkingar urðu flestir 84.856 árið 1975, en voru tæplega 84.600 hinn 1. des-
ember 1981, og raunar hefur tala þeirra lítið breyzt síðustu tíu árin.
Heildarfjöldi fólks í flutningum til og frá Reykjavík hefur um nokkurt skeið
haldist svipaður frá ári til árs og verið á bilinu 7000 til 8000 manns, en árið
1979 dró mjög úr þeim mun, sem verið hafði á fjölda brottfluttra og aðfluttra,
og árið 1981 urðu aðfluttir fleiri en brottfluttir í fyrsta sinn síðan 1972.
Ein skýringin á þessari breytingu árið 1981 kann 'að vera sú, að- aðalmanntal var
tekið hinn 31. janúar 1981 og þá hafi margt fólk séð að sér og tilkynnt flutning
lögheimilis, sem að réttu lagi hefði átt að vera búið að skrá löngu fyrr.
Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru en látið hjá líða að minnast á flutninga
til og frá útlöndum og á milli Reykjavíkur og einstakra staða innanlands. Þar
er margs að gæta, ef leita á skýringa á því, sem gerzt hefur, eða leiða líkur að
því, sem kann að gerast á næstunni. Má í þy£ sambandi nefna hvers kyns saman-
burð á því helzta, sem fólk sækist eftir í einkalífi og starfi.
í inngangi mamfjöldakafla Árbókar Reykjavíkur árið 1978 var því haldið fram,-
með ýmsum fyrirvörum að vísu-, að íbúatala Höfuðborgarsvæðis myndi að líkindum
standa í stað og verða svipuð árið 1985 og hún var 1978, en Reykvíkingum myndi
fækka í 80.000 á sama tíma. Á þeim tíma, sem liðinn er frá því, að þessar hug-
myndir voru settar fram, hefur íbúum Höfuðborgarsvæðis fjölgað úr 119.000 í
123.000 en Reykvíkingum fjölgað um 700. Enn getur að vísu allt gerzt, en flest
bendir nú til þess að fremur sé að^vænta fjölgunar en fækkunar í Reykjavík og á
Höfuðborgarsvæði fram til ársins 1985.
Athygli skal vakin á því, að niðurstöðutölum í þessum kafla um íbúafjölda í ein-
stökum hverfum ber ekki saman í öllum tilvikum. Þetta á rætur að rekja til
ólíkra aðferða við talningu. Yfirleitt er talið eftir götum, en töflur um
fjölskyldustærðir eru miðaðar við staðgreini. Þá er þess að geta, að fjöldi
barna á fyrsta aldursári er vantalinn 1 fólksfjöldatölum ársins 1981, þar sem
upplýsingar vantar um fjölda lifandi fæddra tvo síðustu mánuði ársins.