Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1982, Side 67
47
hvorki komst fyrir í þeim stór né góður hátalari, sem skilað gat til 25-30
nemenda því sem sagt var á bandinu. Kennarar geta nú auðveldlega borið
segulbandstækin milli stofanna, en gallinn er sá, að nemendurnir heyra ekki
vel hvað sagt er. Nokkrir skólar hafa reynt að leysa þetta, með því að
setja í stoíuna lausa hátalara, sem eru stærri en hátalararnir í tækjunum.
Þetta hefur gefist vel. Þá er unnt að nota tiltölulega ódýr snældutæki
til kennslunnar. Enn aðrir hafa farið út í það að kaupa sambyggð útvarps-
og segulbandstæki, sem oft eru sterió-tæki. Þetta er ekki góð lausn til
frambúðar. þessi tæki eru ekki framleidd til notkunar í skólum. Þau eru
of viðkvæm, og upptökurnar sem fylgja námsefninu í tungumálum eru ekki 1
sterió. Að athuguðu máli virðast einföldu mónó-snældutækin, með stórum
hátalara, henta best til tungumálakennslu. Einn skóli í Reykjavík hefur
leyst þettameð því að kaupa mjög vönduð ferða-steriótæki, sem fest eru í
kennaraborðin. Tveir góðir hátalarar eru tengdir við hvert tæki og eru
þeir einnig felldir inn í kennaraborðin. Þetta er góð en dýr lausn.
Notkun á segulbandstækjum í skólum er ekki einvörðungu bundin tungumála-
kennslu. Þau eru einnig notuð við móðurmálskennslu og til að taka upp lestur
og framsögn nemendanna. 1 samfélagsfræði eru nemendur oft sendir út af örk-
inni til að taka viðtöl. Segulbandstækin, sem notuð eru í þessu skyni þurfa
ekki að hafa stóra hátalara né vera í sterió. Þau þurfa að hafa góða hljóð-
upptökumöguleika og við þau þarf að kaupa góða hljóðnema. Allir hljóðnemar
sem fylgja nýjum tækjum eru lélegir. Það er nauðsynlegt að kaupa hljóðnema,
sem er vandaður og heppilegur til upptöku utan húss. Hljóðnemar, sem ekki
eru rafstýrðir á einhvern hátt, eru heppilegri til notkunar í skólum en þeir,
sem drifnir eru með rafmagni.
KVIKMYNDASÝNINGARVÉLAR
Þær sýningarvélar, sem mest eru notaðar í skólum eru fyrir 16 mm filmur.
Nokkrir skólar hafa keypt sýningar- og tökuvélar fyrir 8 mm filmur. Vél-
arnar hafa m.a. verið notaðar til að kynna nemendum kvikmyndagerð.
I mörg ár hafa nemendur séð kvikmyndir í skólunum. Oftast tengist efni mynd-
anna námsefni skólans. Einnig kom það fyrir áður fyrr, að nemendum voru
sýndar skemmtimyndir, sérstaklega áður en íslenska sjónvarpið kom til sögunnar
Eftir að sjónvarpið tók til starfa, hefur notkun kvikmynda í skólum breyst
nokkuð. Kvikmyndasýning í skólum er ekki eins eftirsóknarverð og fyrrum.
Kennarar leitast nú við að hafa val á myndum markvissara en áður. Þeir rejma
að velja myndir, sem eru í beinum tengslum við námsefnið. Þetta reynist oft
erfitt vegna þess að fræðslumyndadeild Námsgagnastofnunar þykir búa við