Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1982, Page 68
48
þröngan kost. Fræðslumyndasafn ríkisins var sameinað Námsgagnastofnun,
þegar hún tók til starfa fyrir tveimur árum. 1 mörg ár hefur safnið ekki
haft fjármagn til að kaupa inn nægilegan fjölda af nýjum filmum og halda
við eldri filmum, sem eru sýndar oft og slitna þar af leiðandi mikið.
Margar myndanna eru orðnar gamlar og úreltar og íslenskan texta og/eða tal
vantar. Eigi svona safn að þjóna skólum landsins vel, þykir nauðsynlegt að
kaupa 80-100 myndir á ári a.m.k. næstu 10-15 árin. Það er dýrt að byggja
upp svona íræðslumyndasafn, en með tilkomu myndbandanna skapast möguleiki á
að byggja upp fræðslumyndasafn á mun ódýrari og fljótvirkari hátt en áður
var hægt.
MYNDBÖND
Fram hefur komið við verðkönnun, að unnt er að kaupa kvikmyndir á myndbönd-
um fyrir allt að þriðjungi lægra verð en sama mynd kostar á filmu. Ljóst
er, að Námsgagnastofnun getur keypt kvikmyndir frá dreifingaraðilum með
rétti til að fjölfalda myndina í allt að fimm eintök. Þessi réttur fæst
með því að greiða 5Cffo af upprunalegu verði myndarinnar. Fyrir 30 mínútna
kvikmynd eru greiddir 400 dollarar og 200 dollarar til viðbótar fyrir fjöl-
földunarréttinn. Það er nauðsynlegt að eiga góðar myndir í nokkrum eintök-
um, en þetta er ekki hægt nema skólarnir eigi myndbandatæki. Fræðslumynda-
deildin myndi annast fjölföldun myndanna og þar yrðu þær hljóðsettar með
íslensku tali. ódýrara er að hljóðsetja myndbönd en filmur. í sumum tilvik-
um mætti einnig setja íslenskan texta á myndbandið eins og gert er í sjón-
varpinu.
Þegar myndbönd eru notuð í skólastofu, þarf ekki að myrkva stofuna. Mun
auðveldara er að leggja snældu í myndbandstækið en að þræða kvikmynda-
sýningarvél. Nemendur geta skrifað hjá sér athugasemdir, á meðan mynd er
sýnd, þar sem bjart er í stofunni. Kennarinn getur auðveldlega stöðvað
bandið, kyrrsett myndina á skjánum, t.d. ef skýringa er þörf. Myndband
skemmist síður í notkun en filma, en það hefur oft komið fyrir, að nýleg
kvikmynd hafi komið ónýt úr útláni. Þá hefur orðið að henda myndinni og
kaupa nýtt eintak. Ef myndbandssnælda skemmist, þarf aðeins að búa til
nýja eftirgerð eftir frumsnældunni og það kostar ekki nema brot af verði
nýrrar filmu.
SJÓNVARP - MYNDSEGULBÖND
Talsverðar umræður hafa átt sér stað að undanförnu meðal skólamanna um,
hvort taka skuli myndbandatæknina upp í skólunum. Gerður hefur verið saman-
burður á verði og könnuð tækni í sambandi við myndbandatækin með það fyrir
augum, að slík tæki yrðu keypt í skólana.