Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1982, Page 73
53
BYGGINGARSTARFSEMI
Inngangur
Efni þessa kafla er í svipuðum skorðum og verið hefur. Gögn um íbúðarhúsnæði
skipa þar mest rými. Það er nýjung að þirtar eru upplýsingar um stærðir
atvinnuhúsnæðis og íbúðarhúsnæðis í grannsveitarfélögunum.
1 Árbókum 1979, 1980 og 1981 var greint frá athugun á þéttingu byggðar í borg-
inni. Á árinu 1981 var úthlutað lóðum undir 147 íbúðir í Fossvogi og 88 í
Suðurhlíðum og árið 1982 lóðum undir 21 íbúð í Suðurhlíðum og 30 í Laugarási.
Auk þessara 286 íbúða er gert ráð fyrir að hafa megi tvær íbúðir í 24 raðhúsum
í Suðurhlíðum, en hér er talin ein íbúð í hverju raðhúsi.
Horfið hefur verið frá að reisa íbúðarbyggð £ Sogamýri. Þá hefur að öllum
líkindum verið horfið frá hugmyndum um byggð við Suðurfell í Breiðholti, vegna
fyrirhugaðs fólkvangs í Elliðarárdal.
Skipulag nýs miðbæjar er nú í endurskoðun, og gera má ráð fyrir að aukinni
íbúðarbyggð verði ætlaður þar staður, frá þvx sem áður var gert ráð fyrir.
Á árinu 1982 var úthlutað lóðum undir 267 íbúðir á Ártúnsholti. Um áramótin
1982/1983 verður úthlutað þar lóðum undir 133 íþúðir í svokallaðri blandaðri
fjölbýlishúsabyggð, og er þar með lokið lóðaúthlutun fyrir íbúðarhús á Ártúns-
holti.
Vænta má lóðaúthlutunar í Selási og við Grafarvog á árinu 1983.
Stefnt er að því að næsta nýbyggingarsvæði í borginni verði norðan Grafarvogs.
Þegar liggja fyrir tillögur um notkun svæðis, sem er um 170 ha, og vonir standa
til að úthluta megi þar verulegum fjölda lóða (500-600 íbúðir) á fyrrihluta árs
1983. Reiknað er með að byggja megi á svæðinu 1500-1800 íbúðir. Stefnt er að
því að um 85% íbúðanna verði í sérbýlishúsum, þ.a. 55% í einþýlishúsum, 30% í
raðhúsum og 15% í fjölbýli.
1 Selási, austan hesthúsa, er áætlað að úthluta lóðum undir allt að 270 íbúðir,
þar af um 200 í sérbýli.
Útlit er fyrir að á vegum einkaaðila verði lóðir undir 236 íbúðir byggingarhæfar
á árinu 1982, þar af 192 í fjölbýli. Þessar lóðir eru á hákolli Seláss. Auk
þess má ætla að lóðir undir 180 íbúðir, á Selási, austan hesthúsa, verði byggingar-
hæfar á árinu 1983. Af þeim verða 110 í sérbýli.