Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1982, Page 75
55
M.a. með tilliti til þessa voru með 1. um skráningu og mat fasteigna frá
1976 lagðar mjög auknar skyldur á sveitarfélögin varðandi öflun og skráningu
ýmissa gagna um fasteignir.
1 ársbyrjun 1980 samþykkti borgarráð að endurskipuleggja skráningarmál fast-
eigna £ borginni. Komið skyldi á fót deild sem nefnist skráningardeild fast-
eigna og taki við af svokallaðri fasteignagjaldadeild Reykjavíkurborgar.
Hlutverk hennar verði sem hér segir:
1. Söfnun og skráning upplýsinga sem varða allar fasteignir í borginni,
eigendur þeirra og notkun.
2. Samskipti við Fasteignamat ríkisins, frumvinnsla upplýsinga til þess
og eftirlit með að fasteignir séu rétt skráðar í fasteignamati.
3. Útreikningur fasteignagjalda, brunaþótamats og skráning brunabótamats.
4. Öll upplýsingagjöf til almennings og vottorðagjöf sem varðar íbúa og
fasteignir (þar á meðal manntal og lóðaskrárritari).
5. Samræming allrar fasteignaskráningar í borginni og samtenging allra
upplýsinga sem þegar eru á tölvutæku formi.
Hjá deildinni hefur unnið tölvufræðingur að því að hanna sérstakt tölvukerfi,
svokallað sívinnslukerfi, til að fullnægja því hlutverki sem deildinni hefur
verið ætlað.
Hefur deildin yfir að ráða þremur skermum og tveimur prenturum af IBM gerð og
eru þeir tengdir við tölvu Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar.
í lok nóvember ár hvert fær Skráningardeildin aðgang að framlagningarskrá FMR
bæði á tölvumiðli og í bókarformi. Skrá þessi geymir m.a. allar matshæfar
fasteignir í borginni auðkenndar eftir götu og húsnúmeri svo og staðgreini.
Hún sýnir stærð lóðar, rúmtak mannvirkja og flatarstærð eininga. Stærðar-
upplýsingar þessar fær FMR frá byggingarfulltrúa og mælingarfulltrúa. Þá er
og að finna í skrá þessari matsfjárhæð lóða og mannvirkja. Mannvirkjamatið er
tvíþætt, annarsvegar gangverð, þ.e. staðgreiðsluverð, sem er grundvöllur álagðra
gjalda og hinsvegar endurstofnverð, þ.e. þyggingarkostnaðarverð framreiknað.
Framlagningarskrá FMR er síðan keyrð inn í sívinnslukerfi skráningardeildar-
innar þar sem fyrir eru skrá hennar um eigendur og um notkun eignanna, sorp-
tunnuskrá, gögn varðandi vatnsveitu og brunabótamat svo og álagningarstuðlar.
SkráningardeL ldin sér síðan um hina formlegu útgáfu fasteignagjaldskrárinnar.
Er hún send innheimtuaðilanum, Gjaldheimtunni í Reykjavík, á tölvumiðli. Einnig
eru prentuð nokkur eintök skrárinnar til notkunar fyrir skráningardeildina,