Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1982, Page 76
56
vatnsveituna, Gjaldheimtuna, framtalsnefnd o.fl., auk þess sem gerð eru nokkur
eintök á örfilmur fyrir aðila, sem einnig kunna að þurfa að nota skrána á einn
eða annan hátt.
Gjaldheimtan sér um útsendingu álagningarseðla í samræmi við fasteignagjalda-
skrána. Álagningarseðlar í Reykjavík við síðustu álagningu voru 33 þús. Þar
af eru um 1600 seðlar, sem ekki ná til rétts eiganda, þar sem heimilisfang er
rangt, óþekkt eða hann er skráður erlendis. Fasteignagjaldaskráin er keyrð
saman við þjóðskránna í byrjun janúar, íbúaskrá 1. des. Leiðréttingar og breyt-
ingar á heimilisföngum eru ekki gerðar frekar á árinu, nema samkv. sérstökum
tilkynningum eigenda, þá helzt í afsölum. Full þörf er á að bæta hér um og ná
inn í sívinnsluskrá okkar breyttum heimilisföngúm strax og tilkynning þar að
lútandi berst þjóðskránni. Framfærsla þjóðskrárinnar hefur ekki verið með þeim
hætti að slíkt hafi verið mögulegt.
Húseigendur, sem búsettir eru erlendis, þeir eru ca. 700 hér í Reykjavík, hafa
ekkert heimilisfang skráð íþjóðskránni. Er því talsverð vinna, sem skráningar-
deildin annast við leit að heimilisfangi eigenda eða umboðsmanna þeirra.
Á þessu ári hóf skráningardeildin að skrá sérstaklega umboðsaðila auk eiganda.
Mun það á næstu árum auðvelda að koma gjaldaseðlum til þeirra, sem gæta eiga
hagsmuna húseigenda. Til þess að slík skráning geti átt sér stað þarf að til-
kynna sérstaklega til skráningardeildarinnar nafn og naínnúmer umboðsmannsins.
Eftir að fasteignagjaldaskráin er orðin til og gjaldaseðlar hafa verið sendir
viðtakanda, berast til skráningardeildarinnar ýmiss konar aðfinnslur, sem snerta
t.d. eigendaskráningu, skiptingu eignar o.þ.u.l. Aðfinnslurnar eru meðhöndlaðar
þá þegar. Ef þær leiða til breytinga á gjöldum, eru breytingarnar tilkynntar
gjaldanda svo og Gjaldheimtunni. Stundum snerta aðfinnslurnar matsfjárhæðina,
og er þá húseiganda bent á að snúa sér til FMR í formi kæru. Þegar FMR hefur
meðhöndlað slíkar kærur, eru skráningardeildinni sendar niðurstöður kærunnar og
ef mati hefur verið breytt, er fasteignagjaldaskránni breytt og tilkynningar þar
um sendar út.
Nánar um gerð og viðhald fasteignaskrár.
a. Eigendaskráning.
Skráningardeild fasteigna heldur svokallaða lóðaskrá, þar sem skráð eru
eigendaskipti á fasteignum í borginni. Þar til í september á síðastliðnu ári
var öllum afsalshöfum skylt að framvísa afsölum til skráningar í lóðaskrá.
Synjaði borgarfógeti þinglýsingu, ef skjalið bar ekki á sér stimpil um, að
skráningu í lóðaskrá væri fullnægt. Skráningarskylda þessi studdist við ákvæði