Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1982, Blaðsíða 77
57
í 1. nr. 35/1914 um mælingu og skrásetningu lóða og landa í Reykjavík.
Skráningin hafði í raun ekkert annað gildi en að gefa til kynna, hver væri
umráðamaður lóðar eða lands og hverjum skyldu sendar tilkynningar, sérstaklega
reikningar yfir fasteignagjöld. Ljóst var, að unnt var að leysa þennan þátt
skráningarinnar á auðveldari hátt fyrir fasteignaeigendur, og ljóst var, að
óþarfi var að ónáða þá með sérstakri ferð til skráningardeildarinnar. Var tekin
upp samvinna við borgarfógetaembættið, sem sýndi máli þessu skilning og bauðst
til að láta deildinni £ té á fullnægjandi hátt upplýsingar um allar breytingar
á umráðarétti yfir fasteignum í borginni, sem til þinglýsingar koma.
Eigendabreytingar eru skráðar daglega inn í sívinnsluna. 1 hvert sinn sem fast-
eignagjaldaseðlar eða gíro-seðlar við síðari gjalddaga eru sendir út frá Gjald-
heimtunni, eru þeir sendir þeim, sem þá stundina eru skráðir eigendur eða umráða-
menn viðkomandi eigna.
b. Notkunar- og skattflokkamerkingar.
Mjög er þýðingarmikið að notkun fasteignar sé rétt skráð þar sem hún hefur
veruleg áhrif á álagningu fasteignagjalda. Algengt er, að breytt sé notkun á
eldra húsnæði t.d. íbúðarhúsnæði breytt £ skrifstofur o.þ.u.l. og jafnvel, að
nýtt húsnæði er notað með öðrum hætti en teikning gefur til kynna. Skoðunar-
maður deildarinnar gerir sér far um að fylgjast með slfkum breytingum og um leið
notkunar- og skattflokkamerkingum.
c. Skiptihlutföll.
Að jafnaði er hver einstök £búð með sérstakt mat og eigandi oftast einn
eða hjón. Varðandi atvinnuhúsnæðið gegnir öðru máli. Það er oftar £ eigu
margra aðila og oft metið sem ein heild. Þó hefur FMR nú s£ðustu árin £ auknum
mæli orðið við óskum eigenda um að sérmeta einstaka eignarhluta £ atvinnuhúsnæði
svo sem löggjafinn ætlaðist til.
M.a. vegna þeirra frávika, sem enn eru fyrir hendi varðandi sérmat á einstökum
sérgreindum eignarhlutum £ fasteignum og vegna óska eigenda um að fá sérstakan
reikning fyrir sinn eignarhlut, hefur reynzt nauðsynlegt að skrá eignahlutfall
hvers eiganda og skipta gjöldum upp £ þeim hlutföllum þegar þess er óskað. Mjög
er þó vafasamt að skipta upp iðgjöldum af fasteign samkv. umsamdri skiptaprósentu
þar sem hún er jafnaði byggð á flatar- eða rúmmálshlutfalli, sem getur leitt til
ósanngjarnrar niðurstöðu, þar sem t.d. 1. hæð, verzlunarhæð, er oftast mun verð-
mætari en 2. eða 3. hæð, þótt stærðir séu svipaðar eða hinar sömu.
Það, sem þó gerði skráningu á eignarhlutfalli nauðsynlega £ Reykjav£k öðru fremur,
var skipting brunamatsfjárhæðar.