Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1982, Page 180
160
Rafniagnsvf'l ta :
Samkvæmt 10. grein gildandi gjaldskrár Raímagnsveitu
Reykjavíkur, er heimilt að breyta gjaldskránni til samræmis
við verðbreytingar, enda miðist gjaldskráin ætíð við bað,
að tekjur Rafmagnsveitunnar standi undir rekstrargjöldum
hennar svo og aukningu veitukerfisins. Við ákvörðun
gjaldskrár skulu ætíð liggja fyrir áætlanir um rekstur
og fjárfestingar á næsta 5 ára tímabili..
liúsatryggingar :
t almennum vátryggingarskilmálum Húsatrygginga
Reykjavíkur er kveðið svo á, að skylt sé að hafa öll
hús í lögsagnarumdæminu brunatryggð hjá þeim aðila,
sem tryggingarnar annast, samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar,
og með því vátryggingarverði er dómkvaddir menn meta.
Brunabótamatið skal miðast við almennan byggingarkostnað
í Reykjavík, þegar það fer fram, fyrir þá gerð húsa, sem
um er að ræða. Við endurmat skal taka tillit til aldurs
og ásigkomulags húsanna. Borgarstjórn er heimilt að
breyta árlega brunabótaverði húsa til samræmis við
breytingar, er verða kunna á byggingarkostnaði húsa
í borginni.
Gatnagerðargjöld:
Samkvæmt gjaldskrá um þátttöku lóðarleigjenda í kostnaði
við gatnagerð krefur borgarstjórn leigutaka um gjald til
þátttöku í kostnaði við þyrjunarframkvæmdir gatnagerðar,
þegar hún selur á leigu byggingarlóðir. Gjaldið skal greiða
eftir nánari fyrirmælum borgarstjóra, strax og borgarráð
hefur gefið fyrirheit um lóðina. Leigutakar fá ekki leyfi
til að hefja byggingarframkvæmdir fyrr en þeir hafa greitt
eða gert fullnægjandi greiðslusamning um gatnagerðar-
kostnaðinn.
Sundstaðir:
Borgarstjórn ákveður gjaldskrá sundstaðanna í Reykjavík,
sem síðan er send félagsmálaráðherra til staðfestingar ,
samkvæmt lögum um Sundhöll Reykjavíkur, en það er í raun
eina löggjöfin, sem sérstaklega fjallar um sundstaði. Gjald-
skráin er venjulega miðuð við það, að tekjur samkvæmt henni
standi undir 6Cffo reksturskostnaðar.
J