Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1982, Page 181
161
Húsaleiga:
He.imilishjá
Dagvis tars t
Samkvæmt 36. gr. laga nr. 51/1980 um Húsnæðisstofnun ríkis-
ins getur húsnæðismálastjórn veitt lán til smíði og kaupa á
leiguíbúðum, sem sveitarfélög standa að. 1 62. gr. laganna
og 21. gr. reglugerðar nr. 527/1980 er kveðið á um það, hver
árleg leiga fyrir þessar íþúðir megi vera, og staðfestir hús-
næðismálastjórn húsaleigu samkvaant þeirri grein. Á þessa
grein hefur aldrei reynt í raun. Leiga sú, sem greidd er
fyrir íbúðarhúsnæði í eigu Reykjavíkurborgar, hefur ávallt
verið val innan þeirra marka, sem leyfileg eru, en hún er
ákveðin af borgarráði (borgarstjórn) að fengnum tillögum
félagsmálaráðs.
lp og heimilisþjónusta:
Samkvæmt gjaldskrá fyrir heimilishjálp og heimilisþjónustu
í Reykjavík fyrir aldraða skal greiða tiltekið gjald fyrir
hverja vinnustund í þessum greinum. Félagsmálaráði er
heimilt að gefa eftir hluta af greiðslu fyrir veitta heimilis
hjálp, eða fella greiðslu alveg niður, þegar slæmurefna-
hagur eða aðrar sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Þeir,
sem hafa ekki aðrar tekjur en ellillfeyri, skulu undan-
þegnir greiðsluskyldu. Félagsmálaráði er hins vegar heimilt
að innheimta fullt gjald, sem samsvarar vinnulaunum hjálpar-
stúlku, ef telja verður að efnahagur leyfi slíkt.
fnanir:
í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar 15. júlí 1976 tók
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar við rekstri dagvistar-
stofnana í eigu Reykjavíkurborgar af Barnavinafélaginu
Sumargjöf 1. janúar 1978. Félagsmálaráð kaus sérstaka
undirnefnd, stjórnarnefnd dagvistunar, sem hefur umsjón
með daglegum 'rekstri dagvistarstof nana , sem Reyk javíkurborg
rekur. Félagsmálaráð ákveður gjaldskrá vegna dvalar barna
á dagvistarstofnunum að fenginni tillögu og umsögn stjórnar-
nefndar dagvistunar. Gjaldskráin er lögð fyrir borgarráð
og borgarstjórn og síðan send menntamálaráðuneyti og verðlags
stjóra til staðfestingar. Miðað er við, að foreldrar greiði
6Cf7o reksturskostnaðar leikskóla, en höfð er hliðsjón af fjái'-
hæð barnsmeðlags við ákvörðun um gjald fyrir gæslu á dag-
heimili.
L