Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1982, Side 199
179
Heilbrigðisráð fer með stjórn þeirra heilbrigðismála í umboði borgar-
stjórnar, sem ekki falla undir heilbrigðismálaráð Reykjavíkurhéraðs,
en það ráð fer með stjórn heilbrigðismála £ héraði, sbr. 1. nr. 57/
1978 og reglugerð nr 225/1978.
Iþróttaráð fer með stjórn íþróttamála í umboði borgarráðs, sbr.
samþykkt borgarráðs 13. nóv. 1973.
Launamálanefnd annast, fyrir hönd borgarinnar, gerð kjarasamninga við
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Hjúkrunarfélag Islands. Vinnu-
málastjóri hefur til þessa annast gerð kjarasamninga við önnur stéttar-
félög fyrir hönd borgarinnar.
Skipulagsnefnd fer með skipulagsmál í uraboði borgarstjórnar, sbr.
samþykkt borgarstjórnar 3. jan. 1980.
Stjórn veitustofnana fer með málefni Hitaveitu, Rafmagnsveitu og
Vatnsveitu Reykjavíkur £ umboði borgarstjórnar, sbr. samþykkt
borgarstjórnar 19. okt. 1978.
Umhverfismálaráð er Náttúruverndarnefnd Reykjavfkur og er borgar-
stjórn og öðrum stjórnvöldum til ráðuneytis um náttúruverndarmál og
önnur umhverfismál, fegrunarmál, stjórn Árbæjarsafns og önnur málefni
sem um getur £ samþykkt borgarstjórnar frá 18. jan. 1979.
Æskulýðsráð fer með stjórn þeirrar æskulýðsstarfsemi, sem borgin
rekur, annarrar en £þróttastarfsemi, og hefur eftirlit með fjárveitingum
borgarinnar til æskulýðsfélaga, sbr. samþ. borgarstjórnar 20. nóv. 1975.
Meðferð mála
Meðferð mála, er beinl£nis snerta fjárreiður borgarsjóðs og fyrirtækja
hans eða falla undir venjubundna afgreiðslu, er £ föstum skorðum, en
fáar fastmótaðar reglur eru til' um það, hvernig önnur mál ber að.
Yfirmenn stofnana og deilda borgarsjóðs og forstöðumenn borgarfyrir-
tækja ganga, hver fyrir sig, frá drögum að fjárhagsáætlun undir leið-
sögn viðkomandi nefnda og stjórna. Drögin eru s£ðan lögð fyrir svo-
nefnda sparnaðarnefnd, sem gerir athugasemdir og tillögur um breytingar
með hliðsjón af heildarhagsmunum borgarsjóðs. Loks eru drögin lögð fyrir
borgarráð, ásamt athugasemdum sparnaðarnefndar, til endanlegrar ákvörðunar
um niðurstöður fyrir frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjav£kurborgar, sem
hlýtur tvær umræður £ borgarstjórn.