Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1982, Qupperneq 210
190
REKSTRARYFIRLIT REYKJAVlKURBORGAR 1981
Inngangur
Hér er í fyrsta sinn reynt að gera grein fyrir rekstrargjöldum borgarsjóðs
1 heild, með og án endurgreiðslna, með vísan til gildandi laga, reglugerða
og starfsreglna borgarinnar. Samskonar yfirlit eru til fyrir árin 1975,
1978 og 1980.
Enn er ýmsu ábótavant í skýringum og framsetningu, enda erfitt að henda reiður
á öllum breytingum, sem orðið hafa á þó ekki lengri tíma en hér um ræðir.
Breytingar hafa verið tíðar á ýmsum lögum og reglugerðum, sem snerta borgar-
reksturinn, og starfsemi á vegum borgarinnar, hefur líka breyzt, auk þess sem
framsetningu og færslum í ársreikningum hefur verið vikið til. Engu að síður
má segja, að nú liggi fyrir efni til marktæks samanburðar á milli fyrrgreindra
ára, sé fyllstu varúðar gætt og ekki lagt of mikið á gögnin með því að bera
saman ósamkynja útgjaldaliði.
Vonir standa til, að á næstunni verði unnt, með tiltölulega lítilli fyrirhöfn,
að bera saman breytingar á kostnaði í einstökum atriðum með hliðsjón af fólks-
fjölda, fjölda notenda og fjölda afgreiðslna, svo fátt eitt sé nefnt af því,
sem kemur til greina að miða við. Jafnframt verður auðveldara að greina fljótt
áhrif fyrirhugaðra breytinga á lögum, sem snerta samskipti ríkis og Reykjavíkur-
borgar, og sjá fyrir áhrif breytinga, sem borgarstjórn kann sjálf að samþykkja
í sambandi við rekstur borgarinnar.
Við gerð þessa yfirlits hefur mjög verið stuðzt við ábendingar borgarbókara,
óskars G. Óskarssonar, en einnig hefur verið leitað ráða hjá Kristjáni Kristjáns-
syni, fjárhagsáætlunarfulltrúa borgarinnar og Bergi Tómassyni, borgarendurskoð-
anda. Þessum mönnum eru hér með færðar beztu þakkir fyrir veitta aðstoð og mikla
þolinmæði, en þeim verður ekki kennt um þær villur, sem kunna að leynast í því
efni, sem hér er birt.
Mörg atriði koma til álita, þegar efni sem þessu eru gerð skil, en ekki var talin
ástæða til að láta vangaveltur um það standa í vegi fyrir birtingu, enda þótti
líklegt, að eftir því sem efnið yrði fleirum tiltækt, þeim mun fyrr yrði ráðin
bót á göllum á framsetningu og skýringum.