Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2018, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.04.2018, Blaðsíða 9
 SKINFAXI 9 „Fólk sankar í starfi sínu að sér mörgum hugmyndum um þjálfun og leiðir af ýmsu tagi, en veit ekki að það er í anda Sýnum karakter. Í fyrir- lestrunum komu fram ýmis ráð, sem þjálfararnir okkar eru strax farnir að nýta sér,“ segir Sigurður og bætir við að það skipti máli að fá sem flesta innan UMSB í liðið svo að það virki sem ein heild. „Þetta var fyrsti fasi. Við ætlum að halda áfram með verkefnið og næsti hittingur fyrir þjálfara verður eftir áramótin. Þá munum við fara yfir efnið á www.synumkarakter.is, skoða hvernig við getum nýtt það í starfinu og fá hugmyndir hjá þjálfurum. Eftir það munum við funda með stjórnarmönnum deilda og félaga UMSB og að lokum innleiða starfs- daga tvisvar á önn þar sem þjálfarar setjast niður og ræða sín á milli. Hlutverk okkar sem héraðssambands er að styðja við aðildarfélög og þjálfara og koma fram með nýjungar. Það á þó alltaf að vera í samvin- nu við þá sem vinna á gólfinu, stjórn og starfsfólk. Þess vegna er nauð- synlegt að halda stöðu- og fræðslufundi og heyra hjá þeim í hvaða átt þeim finnst að við eigum að stefna,” segir Sigurður. En hverju vonar Sigurður að Sýnum karakter skili UMSB? „Ég held að þetta skili okkur betri iðkendum, hvort sem þeir verða afreksfólk eða ekki, og að þessi færni skili okkur betra fólki út í samfélag- ið. Ef vel tekst til fá krakkarnir sjálfstraust í íþróttunum og geta unnið með það áfram. Ef við fáum enn betri einstaklinga út úr þessu af því að þjálfararnir eru meðvitaðir um það hvernig þeir eiga að laða þá fram, hefur okkur tekist verkið,“ segir Sigurður Guðmundsson hjá UMSB. Sýnum karakter er samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum. Hugmyndafræði verkefnisins byggir á því að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni þeirra. Markmið verkefnisins er að hvetja þjálfara og íþrótta- félög til að leggja enn meiri og markvissari áherslu á að byggja upp góðan karakter hjá iðkendum, með þjálfun sálrænna og félagslegra eiginleika barna og ungmenna svo að þau séu betur í stakk búin til að takast á við lífið og ná árangri í íþróttum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.