Skinfaxi - 01.04.2018, Blaðsíða 18
18 SKINFAXI
„Ég hef barist fyrir Hjört frá því að hann byrjaði bæði í íþróttum og
skóla því að hann passar ekki inn í þann samfélagslega ramma sem
er gefinn fyrir stráka og stelpur. Hann hefur alltaf verið í stelpugírnum,
aldrei leikið sér með bíla eða verið í strákatölvuleikjum. Börn á þessum
aldri elta vinina, alveg sama hvort þeir eru stelpur eða strákar. Það er
ekki síður krefjandi fyrir íþróttafélögin en leiðinlegt fyrir foreldrana að
þurfa að berjast fyrir börnin sín,“ segir Ellen Óttarsdóttir, móðir Hjartar.
Hjörtur byrjaði að æfa í Íþróttaskóla FIMA hjá Íþróttabandalagi Akra-
ness fimm ára en hefur upp á síðkastið æft fimleika hjá ungmennafélag-
inu Aftureldingu í Mosfellsbæ. Hann æfir með stúlkunum og vill keppa
með þeim.
Hjörtur og stelpurnar
Ellen segir Hjört alltaf hafa sótt í stelpur og fengið að vera með þeim í
flokki, bæði á æfingum og í keppnum. Litið hefur verið á það sem sjálf-
sagt mál þar sem hann er einungis níu ára. Móðir hans hefur óþreyt-
andi talað máli hans.
„Hann hefur fengið að æfa fimleika með stelpunum fram til þessa. Ég
býst ekki við öðru en að hann fái að æfa með þeim fram að kynþroska-
aldri enda eru líkamar þeirra allra eins núna. Hann hefur líka fengið að
keppa á mótum. En ég veit ekki hversu lengi hann fær að gera það.
Þegar hormónarnir koma til sögunnar verða strákarnir sterkari en stelp-
urnar og keppnin því ósanngjarnari. En á meðan þau eru börn og ekki
orðin kynþroska ætti að vera í lagi að strákar og stelpur keppi saman.
Þegar hann verður eldri mun hann vonandi eiga auðveldara með að
skilja að hann getur ekki keppt við þær og fer í strákahóp,“ segir Ellen
og bætir við að það væri leiðinlegt fyrir Hjört ef hann hefði ekki fengið
að fylgja stelpunum. Ef það hefði verið raunin væri líklegt að hann hefði
hætt í íþróttum.
„Ég get ekki ímyndað mér í hvaða íþrótt hann myndi fara ef hann
fengi ekki að æfa og keppa í fimleikum því að allir vinir hans gera það.
Þá myndi hann detta út úr íþróttum sem væri sorglegt,“ segir hún.
Áskorun
að vera
ekki innan
rammans
Hjörtur Andri Pétursson er níu ára og yngstur
þriggja systkina. Hann hefur æft fimleika frá því að hann
var í krílahópi, fimm ára. Hjörtur hefur alltaf leikið sér
með dúkkur og stúlknaleikföng en lætur bíla og annað,
sem tengist strákum, eiga sig. Hann á vinkvennahóp, æfir
með þeim fimleika og vill keppa með stelpunum. Er það
hægt og hvernig bregðast íþrótta- og ungmennafélögin
við þeim óskum?