Skinfaxi - 01.04.2018, Blaðsíða 19
SKINFAXI 19
Þarf að bíða á kantinum
Ellen segir stjórnendur og starfsmenn íþróttafélaganna hafa tekið vel í
óskir þeirra foreldranna um æfingar með stelpuhópnum. Þegar Hjörtur
fer í keppni í fimleikum vandast málið og hefur Ellen þurft að óska eftir
því sérstaklega hjá Fimleikasambandi Íslands að hann fái að keppa
með vinkonum sínum og æfingafélögum á mótum.
„Þetta hefur gengið vel en verið svolítill barningur frá því að hann
komst á þann aldur að fara að keppa. Þá var vafamál hvort hann mætti
keppa með stelpunum. Ég skrifaði Fimleikasambandi Íslands bréf og
þurfti að bíða lengi eftir svari. Þetta var svolítið ósanngjarnt. Á meðan
stelpurnar voru allar að undirbúa sig vissi hann aldrei hvort hann fengi
að vera með þeim, fyrr en korter í mót,“ segir Ellen.
Hjörtur hefur ætíð öðlast undanþágu á keppnisrétti á fimleikamótum
hjá Fimleikasambandinu. Ellen segir það verða æ erfiðara eftir því sem
hann eldist. Ellen bætir því við að hvorki hún né faðir hans hafi sagt hon-
um hvað þau þurfi að leggja mikið á sig svo að hann geti æft með vin-
konum sínum og keppt við þær í fimleikum.
„Hann verður ekki var við það sem við gerum á bak við tjöldin því
að hann er svo ungur. En hann vissi af því í fyrra að það lék vafi á því
hvort hann fengi að keppa eða ekki. Hjörtur er enn sem komið er sáttur.
Ég er ekkert að útskýra það fyrir honum núna. En hann veit auðvitað
að hann er strákur og ég veit að ég þarf að taka slaginn þegar hann
kemur.“
Ellen segir að þegar leyfi Fimleikasambandsins hafi loksins skilað sér
í fyrra hafi hann fengið að keppa með stelpunum.
„Fyrstu svör voru á þann veg að hann fengi að keppa en hans stig
myndu ekki telja sem við tókum ekki í sátt. Við samþykktum það ekki
enda ekki tækt að keppa og gera sitt besta en þegar á hólminn væri
komið uppskæri hann ekkert fyrir framlag sitt. Niðurstaðan varð svo að
hann yrði metinn jafnt á við stelpurnar.“ segir Ellen.
Börnin geti verið öll saman
Hvaða ráð ertu með handa íþrótta- og ungmennafélögum þegar þau
standa frammi fyrir þessari áskorun?
„Ég vil auðvitað að börnin geti öll verið saman og sé ekkert að því.
En ég skil alveg að skipta þarf þeim eftir kynjum þegar komið er á kyn-
þroskaaldur. Í öllum íþróttum verða strákarnir sterkari, sama hver greinin
er, þegar börnin vaxa upp. Þótt erfitt sé að hugsa til þess er það ekki
sanngjarnt að börnin geti verið saman þá. Ekki nema breytingar verði
Bakgrunnur Hjartar
Hjörtur Andri á tvær systur sem æfa báðar
fimleika. Sú eldri er 14 ára en hin yngri
10 ára. Ellen, móðir hans, hefur ekki stundað
íþróttir að ráði. Faðir hans er Pétur Eyþórsson,
einn af þekktustu glímuköppum landsins.
Hann er af HSÞ-svæðinu og hefur níu sinnum
hampað Grettisbeltinu.
Viðurkennum börn eins og þau eru
Foreldrar Hjartar þurfa að ræða bæði við skóla og
íþróttafélög og sérstaklega foreldra á báðum stöðum um
það við hverja Hjörtur leikur. „Þetta er svolítið erfitt í
bekkjarafmælum í skólanum. Ekki þegar öllum bekknum
er boðið heldur þegar kynjunum er skipt upp. Hjörtur hef-
ur engan áhuga á afmælum strákanna og vill fara með
stelpunum í þau. Þegar ég kynni hann fyrir foreldrum í
nýjum bekk segi ég: Hjörtur er bara svona og hann leik-
ur sér bara við stelpur. Má hann koma í stelpuafmæli?“
Hjörtur Andri ásamt fimleikastelpum úr Aftureldingu.