Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2020, Page 8

Skinfaxi - 01.02.2020, Page 8
8 S K I N FA X I Geggjuð fimleikasýning landsliðsstrákanna á Akranesi „Við höfum verið að vinna í því að fjölga strákum í fimleikum á Akranesi. En svo small þetta allt saman hjá okkur. Fimleikastrákarnir byrjuðu hringferðina sína um land- ið hjá okkur, við opnuðum nýtt fimleikahús strax eftir sumarið og réðum nýjan þjálfara,“ segir Þórdís Þöll Þráinsdóttir, yfirfimleikaþjálf- ari ÍA á Akranesi. Þórdís segir karlalandsliðið í fimleikum hafa slegið í gegn á Akranesi. Þeir hafi kveikt vel í Skagamönnum í aðdraganda sýningarinnar. „Íþróttahúsið var troðfullt, ég held að um 600 manns hafi séð sýn- inguna. Í kjölfarið vildu allir strákar fara í fimleika,“ segir hún. Hjá fim- leikafélaginu æfðu í vor átta strákar fimleika í einum hópi. Eftir sýning- una og eftir að nýtt fimleikahús var tekið í notkun fór félagið að blómstra. Nú æfa um 70 strákar í þremur hópum fimleika hjá Fimleikafélagi ÍA. Um 550 iðkendur eru skráðir alls hjá félaginu. Þórdís segir stráka á Akranesi hafa greinilega vantað meiri hvata til að koma í fimleika. Nú æfi fleiri greinina, nýtt fimleikahús hafi verið tekið í notkun og búið sé að ráða Henrik Pilgaard, landsliðsþjálfara og fyrrverandi þjálfara Stjörnunnar, sem þjálfara í fimleikum á Skaganum, ásamt með Herði Bent. Þetta samanlagt hafi skilað sér í fjölgun iðkenda. „Þegar ungu strákarnir sáu landsliðsstrákana langaði alla að prófa fimleika. Við buðum þess vegna upp á fría fimleika út september og kveiktum áhuga þeirra,“ segir Þórdís. Fimleikastrákarnir fylltu íþróttahúsið á Hvammstanga „Mætingin á fimleikasýninguna fór langt fram úr væntingum mín- um. Þetta var virkilega skemmti- legt. Ég hef aldrei séð eins marga í íþróttahúsinu og þegar fimleika- strákarnir komu með sýninguna hingað. Ekki einu sinni þegar lið Kormáks og KR og fleiri lið hafa keppt hér í bikarleik í körfunni. Þetta voru á milli 100-200 manns og það voru ekki sæti fyrir alla,“ segir Þórey Edda Elísdóttir sem þjálfar í fimleikum hjá Ung- mennafélaginu Kormáki á Hvammstanga. Fimleikaæfingar eru einu sinni í viku á Hvammstanga og er Þórey Edda eini þjálfarinn þar. Iðkendur eru langmest stelpur í grunnskólan- um. Hún segir stemninguna hafa verið virkilega góða í kringum sýn- ingu fimleikastrákanna og það hafi komið sér á óvart hversu margir sóttu fimleikasýninguna. „Ég var mjög ánægð með að sjá svona góða mætingu. Það eru ekki oft viðburðir í íþróttahúsinu sem trekkja svona marga að. En strák- arnir voru líka svo frábærir og æðislegar fyrirmyndir. Hjá okkur er tölu- verður fjöldi iðkenda núna eða rúmlega 50 úr 1.–10. bekk grunnskólans en heildarfjöldi grunnskólabarna á svæðinu er 162. Í ofanálag hefur orðið töluverð fjölgun hjá drengjum. Ég gæti alveg trúað því að sýn- ingin hafi hjálpað til við að auka áhuga barna á fimleikum,“ segir Þórey Edda. Heilmikla lukku vakti þegar karlalandsliðið í hópfimleikum fór í tíu daga ferð á húsbílum um landið um mitt sumar og setti upp glæsilegar fimleikasýningar á átta stöðum. Markmið ferðarinn- ar var að kynna íþróttina, sérstaklega fyrir drengjum, hvetja þá til að prófa fimleika og hafa smiðjur í tengslum við sýningarnar. Þórey Edda Elísdóttir.Þórdís Þöll Þráinsdóttir. Ferðin hófst á Akranesi. Þaðan var farið til Stykkishólms, Hvamms- tanga, þá norður og síðan austur um landið. Í aðdraganda ferðarinnar sagði Guðmundur Kári Þorgrímsson, einn fimleikadrengjanna, í samtali við RÚV tilganginn með ferðinni að sýna stráka í fimleikum á Íslandi og efla drengi á landsbyggðinni til að koma og vera með. Fimleikastrákar slógu í gegn um allt land í sumar Karlalandsliðið í hópfimleikum ferðaðist um landið í sumar. Hópurinn kom víða við og sýndi listir sínar. Markmiðið var að fjölga strákum í fimleikum.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.