Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2020, Síða 14

Skinfaxi - 01.02.2020, Síða 14
14 S K I N FA X I Ungmennaráðstefna UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, var haldin í ráðstefnu- og tón- listarhúsinu Hörpu fimmtudaginn 17. september sl. Til stóð að halda ráðstefnuna í apríl 2020 en vegna Covid-19 var ákveðið að færa hana og fresta til septembermánaðar. Upphaflega stóð líka til að halda ráðstefnuna í Héraðsskólanum á Laugarvatni dagana 16.−18. september en vegna annarrar bylgju kórónu- faraldursins var ákveðið að breyta viðburðinum í fyrsta sinn úr þriggja daga viðburði í aðeins einn dag. Allt var þetta gert í samráði við helsta styrktaraðila ráðstefnunnar, Erasmus+. Ungmennaráðstefnan hefur verið haldin árlega frá 2009 en þetta var í fyrsta skipti sem þurft hefur að gera breytingu á henni. Mesta breytingin fólst í staðsetningu hennar. Frá upp- hafi hefur verið leitast við að halda ráðstefnuna utan höfuðborgarsvæðisins. Þegar nær dró og samkomutakmarkanir voru hertar var ákveðið að færa ráðstefnuna til borgarinnar og láta hana standa yfir í aðeins einn dag. Þetta var í fyrsta skipti sem ráðstefnan er haldin í Reykjavík. Metfjöldi ráðamanna Yfirskrift ungmennaráðstefnunnar þetta árið var Lýðræðisleg áhrif, hvar, hvenær og hvernig getur ungt fólk haft áhrif? Þátttakendur voru ungmenni á aldrinum 15–25 ára og komu þau víðs vegar að af landinu. Auk ungmenn- anna sóttu tuttugu ráðherrar, þingmenn og borgarfulltrúar ráðstefnuna. Fjöldi þeirra hef- ur aldrei verið jafnmikill. Þátttakendur og gestir ráðstefnunnar höfðu líka fjölmargt til að hlakka til. Dagskráin var fjölbreytt og innihélt hún m.a. samtal ung- menna og ráðamanna, fyrirlestra og pallborðs- umræður. Fyrirlesarar voru Jón Halldórsson frá KVAN og Bergsveinn Ólafsson fyrirlesari sem slógu báðir í gegn. Á setninguna mættu Guðni Th. Jóhannes- son, forseti Íslands, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og héldu þeir báðir eftirtektar- verð ávörp. Virkan þátt í umræðuhópum tóku þau Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra og þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Andrés Ingi Jónsson, Guð- mundur Ingi Kristinsson, Helga Vala Helga- dóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Guðjón S. Brjánsson og Vilhjálmur Árnason. Ásamt þeim voru í umræðuhópunum Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel, og Ragna Sigurðardóttir borgarfulltrúi. Í pallborðs- umræður mættu og tóku þátt Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra, og þingmennirnir Andrés Ingi Jóns- son, Willum Þór Þórsson, Bryndís Haralds- dóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir auk Sönnu Magdalenu Mörtudóttur borgarfulltrúa. Ungt fólk lætur í sér heyra Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði haldin í fyrsta sinn í Reykjavík

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.