Skinfaxi - 01.02.2020, Page 22
22 S K I N FA X I
Þetta þarf að gera
SÓKN
Þessar aðgerðir snúast um að sækja fram
með nýjum áherslum og samvinnu stjórn-
valda og íþrótta- og ungmennafélagshreyf-
ingarinnar. Það er gert með hvötum og verk-
efnum sem stuðla að því að ná markmiðum
stjórnvalda og framtíðarsýn þar sem fólk
geti stundað íþróttir á því sviði sem það kýs.
LÝÐHEILSA
Tækifæri til að ýta úr vör átaki á landsvísu
til 5 ára sem miðar að því að bæta líkam-
lega, andlega og félagslega heilsu lands-
manna. Víðtækt net íþrótta- og ungmenna-
félaga um allt land og þekkingin á því sviði
eru til þess fallin að nýta í verkefnið.
FRÍSTUNDASTYRKIR
Hækka frístundastyrki til skipulagðs
íþrótta- og æskulýðsstarfs.
ÍÞRÓTTAHÉRUÐ
Tækifæri til þess að tryggja þær kröfur sem
gerðar eru til íþróttastarfs, óháð því hvar á
landinu iðkandi er búsettur, og veita sam-
ræmda þjónustu. Lagt er til að það verði
gert með átaksverkefni sem miði að því
að styrkja stöðu íþróttahéraða, með því
að hjálpa þeim til samstarfs og samvinnu.
Þannig geti þau uppfyllt það hlutverk sem
þeim er ætlað og stutt betur við félög í
nærumhverfi sínu.
Minnisblað UMFÍ um aðgerðir í COVID-faraldrinum var kynnt í tengslum við sambandsráðs-
fund UMFÍ sem haldinn var 29. október sl. Á minnisblaðinu er leitast við að draga upp heildar-
mynd af þeim sviðsmyndum sem blasa við ungmennafélagshreyfingunni í faraldrinum, eins og
ástandið er, og lýsa stöðunni sem stjórnendur íþrótta- og ungmennafélaga standa frammi fyrir.
Lagðar eru fram tillögur um aðgerðir til þess að bregðast við.
Á minnisblaðinu segir að íþróttafólk kunni að keppa á velli. Leikurinn nú sé mikilvægari en
nokkur annar. Þennan leik verði aðeins hægt að vinna í sameiningu, með sameiginlegum áhersl-
um og markmiðum að leiðarljósi. Það sem skipti öllu máli sé að koma starfinu aftur í gang.
Lagðar eru fram aðgerðir á tungumáli leiksins, bæði í vörn og sókn, enda er lykilatriði í góðu
íþróttastarfi að huga að báðum þáttum. Tekið er fram á minnisblaðinu að til grundvallar liggi
staða mála og þær aðgerðir sem nú þegar hefur verið gripið til af hálfu stjórnvalda.
VÖRN
Þessar aðgerðir snúast um að verja grunn-
starfsemi íþrótta- og ungmennafélags-
hreyfingarinnar.
STARFSEMI FÉLAGA – NEYÐARSJÓÐUR
(SÉRTÆK ÚTHLUTUN II)
Mælt með því að bæta við aðgerðir og að
viðbótin verði frá 1. júní og til dagsins í dag.
HLUTABÓTALEIÐ
Finna leið til þess að hlutabótaleiðin geti
nýst íþrótta- og ungmennafélagshreyfing-
unni. Margir starfsmenn hennar eru í auka-
starfi í hreyfingunni og því voru kröfur um
45% lágmarksstöðugildi hamlandi og
beinlínis hindrandi.
LOKUNARSTYRKIR
Nauðsynlegt er að íþrótta- og ungmenna-
félög geti nýtt sér lokunarstyrki, bæði fyrri
hluta árs og eins þá sem eru til umræðu nú.
TRYGGINGAGJALD
Mikilvægt að fella tímabundið niður trygg-
ingagjald til félaganna.
Hægt er að
nálgast upp-
lýsingar hér:
Takk fyrir stuðninginn
FRÆÐSLA
Hlutfallslega stunda mun færri börn af
erlendu bergi brotin íþróttir undir hatti
skipulags starfs en jafnaldrar þeirra sem
eiga foreldra sem fæddir eru á Íslandi.
Lagt er til að verði blásið til sóknar til að
bæta ástandið á því sviði frekar.
SJÓÐIR
Fáir sjóðir eru í boði sem hægt er að
sækja um styrki í. Lagt er til að efla veru-
lega sjóði í umsjón ríkisins til íþrótta- og
æskulýðsstarfs.
MARKAÐSHERFERÐ
Ná til sem flestra, almennings sem hópa
á jaðrinum, sem hafa ekki kynnst eða haft
tækifæri til að kynnast kostum skipulagðs
íþrótta- og æskulýðsstarfs.
ÍÞRÓTTASTEFNA RÍKISINS
– AUKIN SAMVINNA
Efla samstarf í íþróttahreyfingunni og sam-
ræma stefnu stjórnvalda. Setja af stað sér-
stakt verkefni sem hvetur til aukinnar sam-
vinnu innan íþrótta- og ungmennafélags-
hreyfingarinnar.
HAGRÆN ÁHRIF
Gera úttekt á hagrænum áhrifum ung-
menna- og íþróttahreyfingarinnar fyrir
þjóðarhag.