Skinfaxi - 01.02.2020, Síða 24
24 S K I N FA X I
Samkomubann. Ungmennabúð-
um UMFÍ á Laugarvatni lokað til
4. maí.
Tilmæli um endur-
greiðslu æfinga-
gjalda.
Aðgerðapakki ríkis-
stjórnarinnar kynntur: Viðbót-
arframlag vegna tómstundastarfs
barna allt að 50 þúsund krónum á
barn, samtals 600 milljónir króna,
til fjölskyldna með tekjur og bætur undir
740 þúsund krónum á mánuði. Aðgerðin
komst í framkvæmd um haustið.
Ákveðið að fresta Landsmóti
UMFÍ 50+ og Íþróttaveislu
UMFÍ um eitt ár.
Eysteinn Pétur Lárusson
frá Breiðabliki, Líney Rut Hall-
dórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ,
og Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari
og þjálfari hjá Val, ræða íþrótta-
starfið á fundi Almannavarna.
Takmarkanir á fjölda
barna og ungmenna í
íþróttastarfi falla niður.
ÍSÍ greiðir tæpar 300 milljón-
ir króna til íþrótta- og ung-
mennafélaga.
Fjöldatakmarkanir
víkkaðar úr 50 manns í 200.
Stjórnendur íþrótta-
félaga sækja um
sértæka styrki vegna fjárhags-
legs tjóns af völdum kóróna-
veirunnar.
Unglingalandsmóti UMFÍ á
Selfossi frestað um eitt ár.
Skylt að hafa 2 metra
á milli einstaklinga og 100
manna hámark. Hlé á æfingum
og keppnum með snertingu.
Snertingar heimilaðar í
íþróttum. Áfram er miðað við
100 manna hámarksfjölda.
Ákveðið að ráðstefnan
Ungt fólk og lýðræði verði
haldin 16.–18. september á
Laugarvatni.
Auður Inga Þorsteinsdóttir,
framkvæmdastjóri UMFÍ, og
Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ,
saman í vinnuhópi á samráðs-
fundinum Að lifa með veirunni.
Allar íþróttir leyfðar.
UÍA heldur
sambands-
þing á Teams.
Ákveðið að færa
ungmennaráðstefnuna
Ungt fólk og lýðræði frá
Laugarvatni til Reykjavíkur.
ÍSÍ tilkynnir um greiðslu
rúmra 150 milljóna króna til
íþróttahreyfingarinnar vegna
tekjutaps af völdum viðburða
sem fóru ekki fram.
Stjórn UMFÍ hvetur ríki og
sveitarfélög til að styðja
við skipulagt íþrótta- og
æskulýðsstarf.
1 metra nándarmörk í stað
2 metra. 200 manns leyft að
koma saman í stað 100.
Borgarráð samþykkir tillögu
borgarstjóra um að veita
íþrótta- og æskulýðsfélög-
um í Reykjavík sérstakan
stuðning upp á 135 milljónir
króna vegna tekjutaps af
völdum COVID-19.
Smitum fjölgar, fleiri
fara í sóttkví.
Ungmennaráð-
stefnan Ungt fólk og
lýðræði fer fram í Hörpu.
HSK heldur héraðsþing sem
hafði verið frestað frá vori.
Almannavarna-
nefnd höfuðborgar-
svæðisins segir að í skugga
þess að 389 smit hafi greinst
(87%þeirra á höfuðborgar-
svæðinu) hafi verið ákveðið að
banna áhorfendur á leikjum og íþrótta-
æfingum barna á höfuðborgarsvæðinu.
Foreldrar og forráðamenn fá ekki að
vera viðstaddir æfingar
og frístundastarf barna.
Íþróttir leyfðar. Hámarks-
fjöldi áhorfenda 200 í rými.
Aðgerðir hertar.
Áhorfendur ekki leyfðir
á íþróttaleikjum, Eins
metra nándartakmörkun í
búningsklefum.
Heilbrigðisráðherra
felst á enn harðari sam-
komutakmarkanir á höfuð-
borgarsvæðinu. Íþróttir
og líkamsrækt innandyra
óheimilar, íþróttir utandyra
leyfðar en aðeins 20 einstaklingar í
hverju rými og sundlaugar loka.
Almannavarnir og sótt-
varnalæknir mælast til
þess að íþróttafélög á
höfuðborgarsvæðinu geri
hlé á æfingum og keppnum
frá 8. til 19. okt.
Hertari reglur um íþrótta-
starf á höfuðborgarsvæði
en utan þess.
Almannavarna-
nefnd höfuðborgar-
svæðisins lætur loka íþrótta-
mannvirkjum og sundlaug-
um á höfuðborgarsvæðinu.
Íþróttakennsla leyfð utandyra.
Æfingar meistaraflokka
og afreksíþróttafólks
leyfðar á höfuðborgar-
svæðinu.
43. Sambandsráðsfundur
UMFÍ fer fram á Teams.
Íþróttastarf
fellur niður og sundlaugar
loka um allt land til 17.
nóvember.
Ríkisstjórn
Íslands sam-
þykktir tillögu Ásmundar
Einars Daðasonar, félags-
og barnamálaráðherra,
og Lilju D. Alfreðsdóttur,
mennta- og menningarmálaráð-
herra, um að ráðast í aðgerðir til
að koma til móts við íþrótta- og
æskulýðsfélög landsins.
Árið 2020 fór ekki vel af stað. Faraldur kórónuveirunnar breiddist hratt út um heimsbyggðina rétt eftir áramótin.
Veiran hafði gífurleg áhrif um allan heim og raskaði lífi margra. Faraldurinn hefur litað alla starfsemi UMFÍ árið 2020.
Stærstu viðburðum UMFÍ var sumum frestað lengra inn í árið en öðrum var frestað um eitt ár. Fjallað var um upphaf
COVID-veirunnar í fyrsta tölublaði Skinfaxa. Hér verður horft á íþróttastarfið síðan í apríl.
6. apr
2020
12. apr
2020
21. apr
2020
28. apr
2020
2. maí
2020
4. maí
2020
19. maí
2020
22. maí
2020
27. maí
2020
9. júl
2020
31. júl
2020
12. ágú
2020
17. ágú
2020
25. ágú
2020
27. ágú
2020
2. sep
2020
3. sep
2020
4. sep
2020
7. sep
2020
10. sep
2020
14. sep
2020
17. sep
2020
17. sep
2020
26. sep
2020
28. sep
2020
4. okt
2020
7. okt
2020
8. okt
2020
16. okt
2020
20. okt
2020
21. okt
2020
29. okt
2020
30. okt
2020
31. okt
2020
20. ágú
2020
COVID-19
og áhrifin á íþróttastarfið frá vori