Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2020, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.02.2020, Blaðsíða 28
28 S K I N FA X I 1 Sameiginlegir hagsmunir Íþróttafélög þurfa að finna sameiginlegan flöt væntanlegra stuðningsaðila og félag- anna. Dæmi um þetta er þegar fyrirtæki er að hefja innreið á nýjan markað, erlent fyrir- tæki er að koma til Íslands eða opna útibú í nýjum bæ. Mikilvægt er að sýna forsvars- mönnum fyrirtækja hag þeirra í að styrkja íþróttastarf með afdráttarlausum hætti. Þegar það gerist þarf að tryggja vöru- merki fyrirtækisins örugga og góða birtingu. Dæmi um það sem forsvarsmenn félagsins þurfa að gera • Para saman fyrirtækið og vörur þess við iðkendur. Taka saman upplýsingar um fjölda iðkenda, aldur og annað sem hjálpar markaðsfólki við að mæla árangur og rökstyðja styrkveitingu. • Skoða hvort iðkendur, foreldrar eða stuðningsmenn séu markhópur fyrir- tækisins. • Kanna hvernig hægt sé að tryggja að vörur fyrirtækisins séu aðgengi- legar iðkendum eða félags- mönnum. 2 Áhrifavaldar félagsins Algengt er að erlendir íþróttamenn geri geysi- stóra auglýsingasamninga við fyrirtæki. Þetta er fátítt á Íslandi. Björn mælir með því að íþróttafélög finni einn eða fleiri iðkendur sem geti myndað brú á milli fyrirtækjanna og félag- anna, sem áhrifavaldar. 3 Samfélagsleg ábyrgð Forsvarsmenn íþróttafélaga þurfa að draga fram samfélagslega kosti sína og með hvaða hætti félög þeirra séu jákvæður hluti samfé- lagsins. Þetta getur krafist talsverðrar vinnu af hendi þeirra. Skoða þarf samfélagsstefnu fyrirtækja og finna sameiginlegan flöt hvað snýr að gildum og samfélagslegri ábyrgð. Dæmi um nálgun íþróttafélaga: „Við höfum það að markmiði að fjölga ung- um stúlkum í iðkendahópi okkar og í afreks- starfi. Við teljum það ríma vel við stefnu ykk- ar í jafnréttis- og lýðheilsumálum og teljum samstarf okkar geta gagnast báðum aðilum. Við bjóðumst til að leggja til samstarfsins iðk- endur okkar og afrekskonur í markaðsstarfi ykkar, þjálfari okkar, sem hefur mikla þekk- ingu á jafnréttismálum í íþróttum, mun halda áhugaverða og hvetjandi fyrirlestra fyrir starfsfólk ykkar og viðskiptavini og vörumerki fyrirtækisins verður með áberandi hætti tengt þessu tiltekna markmiði okkar. Við munum senda ykkur og fjölmiðlum tölfræðilegar upp- lýsingar um framgang þessa átaks okkar með reglubundnum hætti og tekið verður fram að um samstarfsverkefni okkar sé að ræða.“ MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Kostun knattspyrnuliða Upplifun beggja vegna borðsins Björn Berg Gunnarsson Leiðbeinandi: Þórarinn Hjálmarsson Júní 2020 Þrjár tillögur Björns:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.