Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2020, Qupperneq 32

Skinfaxi - 01.02.2020, Qupperneq 32
32 S K I N FA X I Það getur verið varhugavert þegar bakhjarlar félaga eða deilda eru í einum geira. Fyrirtæki í ferðaþjónustu voru helstu styrktar- aðilar körfuboltadeildar Ungmennafélagsins Sindra á Höfn í Hornafirði. Þegar COVID-19 skall hurfu styrkirnir. „Ég hef aldrei séð svona ástand áður. Aldrei nokkurn tíma. Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru uppistaða styrktaraðila hjá okkur. Þar heldur fólk nú auðvitað að sér höndum og því berst okkur ekkert fjármagn frá þeim,“ segir Björgvin Hlíðar Erlendsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Ungmennafélagsins Sindra á Höfn í Hornafirði og fyrrverandi fyrirliði. „Deildin hefur orðið harkalega fyrir barðinu á afleiðingum COVID- faraldursins og gríðarlegs samdráttar í ferðaþjónustu. Stjórn deildar- innar tók nýverið saman hver áhrifin hafa verið. Niðurstaðan var að nei- kvæð áhrif á deildina eru í kringum átta milljónir króna. Þar af eru fimm milljónir sem hafa ekki skilað sér frá styrktaraðilum og þrjár milljónir í ýmsan kostnað vegna samninga sem nýtast ekki. Ungmennafélagið Sindri á aðild að Ungmennasambandinu Úlfljóti. Þar á bæ glímir deildin við það sama og í fleiri íþróttafélögum. Hver deild þarf að finna sér styrktaraðila. Helstu styrktaraðilar knattspyrnu- deildarinnar undanfarin ár hafa verið fyrirtæki, til dæmis í sjávarútvegi, auk þess sem sú deild fær góðan stuðning frá KSÍ. En knattspyrnan, líkt og aðrar deildir, hefur verið að tapa á ástandinu, það held ég að sé ljóst.“ Stjórn körfuboltadeildarinnar leitaði til fyrirtækja í ferðaþjónustu og það gekk afar vel þar til í upphafi þessa árs þegar fór að kreppa veru- lega að í ferðageiranum í kjölfar COVID-faraldursins. „Allir stuðningsaðilar okkar voru á því að þau vildu halda áfram að styðja við deildina. En þau geta það auðvitað ekki eins og ástandið er. En um leið og birtir til ætla þau að gera það,“ heldur Björgvin áfram. „Enda erum við Hornfirðingar afskaplega heppnir og stoltir af fjölda glæsilegra fyrirtækja tengdum ferðamannabransanum hér í heima- byggð, og þau fyrirtæki taka virkan þátt í samfélaginu hér á Höfn.“ Ungmennafélagið Sindri er að sjálfsögðu meðal þeirra sem nutu stuðnings stjórnvalda auk þess sem körfuboltadeildin fékk hálfa milljón króna beint til sín í formi hinna sértæku aðgerða. En fjárþörf körfuboltaliðs, sem komið er í efstu deildir, er talsvert meiri en í neðri deildum. „Stuðningurinn, sem kom í vor frá stjórnvöldum, hjálpaði mikið, en enn þá ríkir mikil óvissa með framhaldið. Ef þetta ástand í samfélaginu heldur áfram tel ég alveg ljóst að að stjórnvöld þurfi að koma með annan og jafnvel stærri aðgerðapakka til að hjálpa íþrótta- starfinu í gegnum veturinn.“ Björgvin þekkir þessi mál eftir 20 ára starf í kringum körfuboltann, allt upp úr neðri deildum og upp í þá fyrstu. „Þótt við búum langt frá öðrum liðum ætlum við ekki að verða útnára- búar, við viljum vera með og að Hornafjörður sé sýnilegur á sviði íþrótt- anna. Þótt við fáum engan pening í kassann frá stuðningsaðilum spilum við leikina okkar. Það er alltaf dýrt fyrir okkur, hvert sem við förum. Við það bætist dómarakostnaður, greiðsla fyrir flug og ef til vill gistingu,“ segir Björgvin og rifjar upp að í fyrra hafi liðið spilað á Ísafirði. Þangað fóru 12 manns. Ekið var til Reykjavíkur á einkabílum og farið þaðan með flugi vestur. Ferðin fram og til baka kostaði 800 þúsund krónur. Leikmenn og sjálfboðaliðar körfuboltadeildar Sindra hafa tekið að sér ýmis störf til að bæta fjárhaginn. „Við erum í ýmsu harki. Í sumar slógum við garða fyrir fólk og fyrirtæki, sinntum dyravörslu og hjálp- uðum til við flutninga. Við erum alltaf að í því að afla deildinni fjár,“ segir hann. Draumur Björgvins er að stórfyrirtæki, sem eru með rekstur um allt land, styrki íþróttafélög og deildir sem víðast. Það sé hluti af sam- félagslegu hlutverki fyrirtækjanna á hverjum stað. Forsvarsmenn fyrirtækjanna eigi sem dæmi ekki að horfa til þess hvort íþrótta- félagið eða deildin er á Ísafirði, Sauðárkróki, Reykjavík eða á Höfn. „Það getur verið mjög svekkjandi að leita eftir styrkveitingum hjá fyrirtæki sem er með rekstur á Höfn, en mæta svo á parketið með sínu liði og sjá mótherjann merktan í bak og fyrir af sama styrktaraðila og hafnaði okkur á Hornafirði. Þótt við keppum á vellinum ættum við ekki að þurfa að keppa um styrktaraðilana. Sanngirni við úthlutanir myndi hjálpa okkur helling í harkinu. Styrkirnir gufuðu upp á Hornafirði Hvetur fyrirtæki til að styrkja fleiri

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.