Úrval - 01.04.1954, Síða 18
16
ÚRVAL
an varð til. I kjarnorkuspreng-
ingu myndast hiti, sem er meiri
en í iðrum sólarinnar. Þannig
er kjarnorkusprengjan notuð
sem einskonar tundur til að
koma hitavinnslu kjarnorkunn-
ar af stað.
En kjarnorkusprengjurnar
sem gerðar voru 1945, voru ekki
nægilega öflugar til þess að hægt
væri ag nota þær sem ,,tundur“.
Þær kjarnorkusprengjur, sem
nú eru framleiddar, eru hinsveg-
ar 25 sinnum öflugri, að því er
Eisenhower forseti hefur upp-
lýst. Á milljónasta hluta úr sek-
úndu framleiðir slík sprengja
kjarnorkueld, sem er miklu heit-
ari en sólin.
Hið mikla vandamál vísinda-
manna var að finna aðferð til
að koma í kring samruna vetnis-
atóma á þessum örstutta tíma.
Venjulegt vetni, eins og það sem
er á sólinni, eða notað er í loft-
belgi, er allt of tregðufullt til
þess að hægt sé að nota það.
Það er ástæðan til þess að sólin
er „hægfara vetnissprengja“ —
á sólinni eru f jögur vetnisatóm
milljónir ára að kveikjast sam-
an í eitt helíumatóm. Til þess að
sigrast á þessum erfiðleikum
urðu vísindamenn að finna eitt-
hvert annað kjarnakveikiefni,
sem fljótara væri að „kvikna í“.
Þeir fundu slíkt kveikiefni, en
það er sjaldgæft afbrigði af
vetni, sem nefnist tritium. Svo
vill til, að af öllum frumefnum
og afbrigðum þeirra er tritium
eitt nægilega ,,eldfimt“ til þess
að atóm þess geti kveikzt samart
fyrir áhrif hita er myndast í
kjarnorkusprengju.
Tritium er tæpast sagt til £
náttúrunni. Tveir brezkir vís-
indamenn fundu það fyrir um
tuttugu árum, og var þá aðeins
litið á það sem sýnisgrip, því
að engir möguleikar voru á því
að framleiða það í stórum stíl.
Nú hafa geysistór iðjuver til
framleiðslu á tritium verið reist
á bökkum Savannahárinnar í
Suðurkarólína í Bandaríkjunum.
Það mun hafa kostað um 25
milljarða króna að reisa þessi
iðjuver. I framleiðslu mun triti-
um kosta um 16 milljónir króna.
pundið.
Það gæti verið mönnum nokk-
ur huggun, ef það sem gerist í
vetnissprengjunni þegar hún
springur væri ekki annað en
kveiking tritiums. Því að ef afl
sprengjunnar væri bundið við
magn þess tritiums, sem í henni
er, þá mundi hinn mikli fram-
leiðslukostnaður tritiums setja
vetnissprengjuframleiðslunni
takmörk. En það var eitthvað
meira sem gerðist kl. 7.14 hinn
1. nóvember 1952. þegar fyrsta
vetnissprengjan var sprengd.
Eyja í Eniwetok eyjaklasanum
á Kyrrahafi hvarf í hafið, moluð
fyrir ofurmætti vetnissprengj-
unnar. Áreiðanlegar heimildir
telja, að sprengimagn hennar
hafi verið jafnmikið og í fimm
milljónum lesta af TNT sprengi-
efni.
Hvaða eðlisfræðingur sem er