Úrval - 01.04.1954, Qupperneq 32
30
ÚRVAL
tilraunir leiddu til þess að hið
nafntogaða lyf cortison, sem er
hormón úr nýmahettuberkinum,
fannst. Uppgötvun cortisons og
ACTH, sem er heiladingulshor-
món, markar tímamót í hormón-
rannsóknunum. Þó að mönnum
sé nú orðið ljóst, að þessi hor-
mónlyf séu ekki alfullkomin
gigtarlyf, þá eru þau eigi að
síður öflugt vopn í baráttunni
við gigtina, ef þau eru gefin
með varfærni og undir eftirliti
reynds læknis. Jafnframt hafa
menn komizt að raun um, að
áhrifa þessara hormóna gætir
víðsvegar í líkamanum. Þau
hafa reynzt vel við ofnæmssjúk-
dómum, eins og t. d. astma; þau
vinna gegn bólgum og hafa m.
a. verið notuð með góðum ár-
angri gegn augnsjúkdómum.
Selye hafði rétt fyrir sér, þegar
hann lét í ljós það álit sitt, að
efni þessi væru mjög áhrifamik-
il, en mikið vantar á að áhrifa-
máttur þeirra sé fullrannsak-
aður.
Kynhormónin, sem ég hef
alla tíð haft mikinn áhuga á,
áttu sinn þátt í að ég fékk til
meðferðar ameríska hermann-
inn Jörgensen, sem lét breyta
sér í stúlku.*) Sem læknir getur
maður ekki leitt þesskonar til-
felli hjá sér. Maður, sem hvorki
er karl né kona, er illa settur
og óhamingjusamur. Sjái maður
tök á að bæta svolítið úr böli
*) Sjá greinina „Sannleikurinn um
kynskip'tinga" í 3. hefti 12. árg.
hans, ber manni að reyna það.
En það er ekki hægt að gera
mann að konu eða konu að
manni, það getur aldrei orðið
önnur lausn en málamiðlun. Og
maður veit heldur aldrei með
vissu, hvort það sem maður
gerir er rétt. Þegar svo er
ástatt, að maður getur hjálp-
að einhverjum til að líkjast því
kyni sem hann vill tilheyra,
að minnsta kosti í útliti, get-
ur það verið sk.ylda manns
að veita þá hjálp. Hitt verð-
ur alltaf undir hælinn lagt,
hvort sjúklingurinn verðurham-
ingjusamari í hinni nýju tilveru
sinni. Enginn getur sagt um það
enn. Enn eru tilfellin of fá og
tíminn of stuttur til þess að úr
því verði skorið, hvort hormón-
gjafirnar og skurðaðgerðirnar
muni þegar til lengdar lætur
gera líf sjúklingsins bærilegt eða
jafnvel hamingjusamt. Viðhorf
samfélagsins skiptir að sjálf-
sögðu meginmáli, og vonandi fær
almenningur smám saman rétt-
an skilning á þessum málum,
þannig að samfélagið vinni ekki
gegn viðleitni læknanna til að
hjálpa þessum sjúklingum.
Sjálfur hef ég fengið áþreifan-
lega reynslu af því, hve alvar-
legt og víðtækt þetta vandamál
er — alvarlegra en fíestir gera
sér ljóst. Ég hef fengið um 1500
bréf hvaðanæva úr heiminum
síðan mál Chris Jörgensens var
rakið í heimsblöðunum. Sum eru
bersýnilega skrifuð af forvitni
eða almennum áhuga, en lang-