Úrval - 01.04.1954, Qupperneq 58
■fmsar vísinda- og
tæknilegar nýjungar —
í stuttu málL
TJr „Magasinet“.
Maðurinn sem íifandi
raforkuver.
Á undanfömum árum hefur
það komið fyrir, að skurðsjúkl-
ingar hafa dáið af völdum
sprengingar í svæfingargasinu.
Orsökin hefur ekki verið eigin-
legur galli á svæfingartækjun-
um, heldur hefur læknirinn,
sem notar gúmmíbelg við svæf-
inguna, hlaðizt rafmagni þang-
að til neisti hefur hrokkið af
fingrum hans og kveikt í hinni
eldfimu gasblöndu. 1 hlutfalli
við svæfingafjöldann eru þessi
slys svo afar fátíð, að menn
hafa í reynd tæpast trúað á
hættuna. En þau hafa þó orðið
til þess að gera menn varkárari
í meðhöndlun tækjanna.
I iðnaðinum, þar sem hættan
á að svonefnt stöðurafmagn
safnist fyrir og valdi tjóni er
miklu meiri, hafa menn fyrir
löngu neyðzt til að taka þessa
áhættu með í reikninginn. Það
voru einkum Þjóðverjar, sem
byrjuðu tiltölulega snemma að
rannsaka hvernig maðurinn
sjálfur, jafnvel í daglegu lífi,
getur orðið að lifandi raforku-
veri. Og þessi hæfileiki, eða
réttara sagt áhætta, hefur
margfaldast á undanfömum ár-
um við það að efni sem ein-
angra vel rafmagn eru æ meira
notuð til klæðnaðar. Þarf ekki
annað en minna á nylonnærföt,
gúmmísóla og fleira þesshátt-
ar.
Rannsóknir, sem ná til álit-
legs hóps manna, hafa sýnt,
að sumir menn sem eru eirðar-
lausir og snöggir í hreyfingum,
geta hlaðið sig rafspennu, sem
nemur hundruðum volta*. Með
nákvæmum mælitækjum má
sýna, að ekki þarf nema 300
volta spennu í manni til þess
að neisti hrökkvi frá honum til
rafleiðslu, sem hann kemur ná-
lægt. Þessir neistar eru þó svo
litlir, að hvorki er hægt að
heyra þá né finna til þeirra.
Öðru máli gegnir um neistana,
sem heyrist bresta í, þegar
maður greiðir þurrt hár, eink-
um í þurru, köldu veðri. Geri
maður það fyrir framan spegil
í myrkri, má stundum greina
örsmáa neista. Þeir sem hafa
mjög þurra húð geta framkall-
að greinilega neista, einkum ef
þeir eru í nylonnærfötum.
Þegar við göngum, nuddast