Úrval - 01.04.1954, Page 62

Úrval - 01.04.1954, Page 62
60 ÚRVAL Nýjung í útrýmingu skordýra, 1 fyrrahaust kom það fyrir stúlku, sem vann á rannsóknar- stofu í Philadelphia, að þegar hún kom út á götuna á leið heim úr vinnu sóttu að henni náttfiðrildi úr öllum áttum, og þegar hún kom heim til sín voru fiðrildin eins og ský í kringum hana. Og allt voru þetta karlfiðrildi. Þetta að- dráttarafl stúlkunnar, sem virt- ist svifta karlfiðrildin ráði og rænu, var ekki svo mjög að þakka yndisþokka stúlkunnar sem því uppátæki eins starfs- félaga hennar að láta dropa af ,,ilmvatni“, sem unnið var úr kvenfiðrildum, á kápuna henn- ar. Nýjasta bragðið í baráttunni við skordýrin er nefnilega það, að framleiða hina sérstöku eðl- unarlykt kvendýranna, til þess að lokka karldýrin í gildru með henni. Þetta þokkabragð er þeim mun áhrifaríkara sem þau karldýr, er ekki láta tælast, eru ekki eðlunarhæf. Aðferðin hef- ur einnig þann kost, að með henni er hægt að eyða einni tegund meindýra án þess að skaða aðrar meinlausar tegund- ir. I Ameríku hefur skordýra- fræðingurinn L. M. Roth fund- ið ilmefnið, sem tryllir karl- kakalakana. Þjóðverjinn H. In- hoffen hefur úr þúsundum möl- flugna unnið ilmefni þeirra á þann hátt að blása lofti gegn- um búr þeirra og kæla síðan loftið. Þéttist þá vatnsgufan í því og tekur með sér ilmefnið úr loftinu. Vandinn er að vinna þessi lokkandi ilmefni, sem eru jafn- fljót að gufa upp og vínandi eða eter. En þetta hefur þó tek- izt, og fyrr eða síðar munu þessi ilmefni án efa verða búin til á kemiskan hátt, og þá nægilega mikið og ódýrt til þess að hægt verði að selja þau. Og þegar tekizt hefur að eyða karldýrum tiltekinnar mein- dýrategundar, verður tegundin sjálfdauð á þeim slóðum. □----□ Ekld fráleit tillaga. Brezki rithöfundurinn og háðfuglinn G. K. Chesterton var mikill matmaður og vildi fá að njóta matar síns í friði. Eitt sinn er hann borðaði á veitingahúsi settist við borðið hjá hon- um maður, sem sífellt var að kalla á þjóninn og aldrei fannst afgreiðslan ganga nógu greitt. „Hvað á rnaður að gera hér til að fá eitt glas af vatni?“ spurði hann Chesterton. „Það væri kannski reynandi fyrir yður að kveikja í yður,“ sagði Chesterton alvörugefinn. — English Digest.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.