Úrval - 01.04.1954, Page 62
60
ÚRVAL
Nýjung í útrýmingu skordýra,
1 fyrrahaust kom það fyrir
stúlku, sem vann á rannsóknar-
stofu í Philadelphia, að þegar
hún kom út á götuna á leið
heim úr vinnu sóttu að henni
náttfiðrildi úr öllum áttum, og
þegar hún kom heim til sín
voru fiðrildin eins og ský í
kringum hana. Og allt voru
þetta karlfiðrildi. Þetta að-
dráttarafl stúlkunnar, sem virt-
ist svifta karlfiðrildin ráði og
rænu, var ekki svo mjög að
þakka yndisþokka stúlkunnar
sem því uppátæki eins starfs-
félaga hennar að láta dropa af
,,ilmvatni“, sem unnið var úr
kvenfiðrildum, á kápuna henn-
ar.
Nýjasta bragðið í baráttunni
við skordýrin er nefnilega það,
að framleiða hina sérstöku eðl-
unarlykt kvendýranna, til þess
að lokka karldýrin í gildru með
henni. Þetta þokkabragð er
þeim mun áhrifaríkara sem þau
karldýr, er ekki láta tælast, eru
ekki eðlunarhæf. Aðferðin hef-
ur einnig þann kost, að með
henni er hægt að eyða einni
tegund meindýra án þess að
skaða aðrar meinlausar tegund-
ir. I Ameríku hefur skordýra-
fræðingurinn L. M. Roth fund-
ið ilmefnið, sem tryllir karl-
kakalakana. Þjóðverjinn H. In-
hoffen hefur úr þúsundum möl-
flugna unnið ilmefni þeirra á
þann hátt að blása lofti gegn-
um búr þeirra og kæla síðan
loftið. Þéttist þá vatnsgufan í
því og tekur með sér ilmefnið
úr loftinu.
Vandinn er að vinna þessi
lokkandi ilmefni, sem eru jafn-
fljót að gufa upp og vínandi
eða eter. En þetta hefur þó tek-
izt, og fyrr eða síðar munu
þessi ilmefni án efa verða búin
til á kemiskan hátt, og þá
nægilega mikið og ódýrt til
þess að hægt verði að selja þau.
Og þegar tekizt hefur að eyða
karldýrum tiltekinnar mein-
dýrategundar, verður tegundin
sjálfdauð á þeim slóðum.
□----□
Ekld fráleit tillaga.
Brezki rithöfundurinn og háðfuglinn G. K. Chesterton var
mikill matmaður og vildi fá að njóta matar síns í friði. Eitt
sinn er hann borðaði á veitingahúsi settist við borðið hjá hon-
um maður, sem sífellt var að kalla á þjóninn og aldrei fannst
afgreiðslan ganga nógu greitt. „Hvað á rnaður að gera hér til
að fá eitt glas af vatni?“ spurði hann Chesterton.
„Það væri kannski reynandi fyrir yður að kveikja í yður,“
sagði Chesterton alvörugefinn.
— English Digest.