Úrval - 01.04.1954, Side 75

Úrval - 01.04.1954, Side 75
TILFINNINGARNAR ERU ORKULIND LlFSINS ekki reynslan af ástinni, ef elskendur gætu oftar komið orðum að tilfinningum sínum! En flest eigum við erfitt með að tjá djúpar tilfinningar. Við verðum því að læra tungumál tilfinninganna, ef svo mætti segja. Fyrsta skrefið er að láta eftir sér að orða tilfinningar sínar. Við erum alltof mörg of tortryggin gagnvart máli til- finninganna. Okkur hættir til að álíta það yfirborðslegt og til- gerðarlegt. Við erum hrædd um að vera misskilin. En það er mikill misskilning- ur að ætla, að við séum ham- ingjusamari í samskiptum okk- ar við annað fólk, ef við gæt- um tungu okkar og segjum aldrei of mikið, ef við útvötnum tilfinningar okkar. Alltof oft segjum við „þakka þér fyrir“, þegar við hefðum viljað segja „g-uð blessi þig“. Eða við segj- um „Jón er ekki eins og hann á að vera“, þegar við hefðum viljað segja „hann Jón er ban- settur óþokki“. 7S Einlægni bíður einlægni heirn; hreinskilni í tali hreinsar næstum alltaf andrúmsloftið og Ijær ótöluðum hugsunum mál. Hlý, lifandi orð laða fram hlýj- ar, lifandi hugsanir. Það er rangt að vera alltaf hræddur við að tala eða breyta eins og and- inn inn gefur. „Að lifa sönnu lífi er áhættusamt,“ segir Ken- neth Davis, „og ef við reisum of marga varnarmúra gegn hættum lífsins, þá endum við með því að útiloka lífið sjálft.“ „Tilfinningarnar," skrifaði hinn látni prédikari Joshua Loth Liebman, „eru hin lifandi orka, sem blæs lífsanda í alla þætti menningarinnar, sér- hverja sköpun hennar.“ Við þurfum að nota tilfinningar okkar skynsamlega, en við eig- um hvorki að óttast þær né blygðast okkar fyrir þær. Auð- ugustu stundir lífs okkar eru þær þegar tilfinningar okkar eru dýpstar og við breytum í samræmi við þær. Vökudraumur. Margur hefur þjáðst af svefnleysi, en tónskáldið Irving Berlin telur sig hafa slegið öll met. Hann kveðst ekkert hafa sofið, að heitið getið, í 32 ár. Einu sinni var hann í sumarleyfi á Bermúda, ásamt vini sínum, blaðamanninum Irving Hoffman. Að jafnaði bar tónskáldið ekki mikil merki svefnleysis á morgnana. Einn morgun var hann enn frísklegri að sjá en hann átti að sér„ og Hoffman hafði orð á, að nú muni hann hafa sofið um nóttina. „Já, að vísu," sagði Berlin mæðulega, ,,en mig dreyvidi að ég væri vakandi." Esquire.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.