Úrval - 01.04.1954, Side 75
TILFINNINGARNAR ERU ORKULIND LlFSINS
ekki reynslan af ástinni, ef
elskendur gætu oftar komið
orðum að tilfinningum sínum!
En flest eigum við erfitt með að
tjá djúpar tilfinningar. Við
verðum því að læra tungumál
tilfinninganna, ef svo mætti
segja. Fyrsta skrefið er að láta
eftir sér að orða tilfinningar
sínar. Við erum alltof mörg of
tortryggin gagnvart máli til-
finninganna. Okkur hættir til
að álíta það yfirborðslegt og til-
gerðarlegt. Við erum hrædd um
að vera misskilin.
En það er mikill misskilning-
ur að ætla, að við séum ham-
ingjusamari í samskiptum okk-
ar við annað fólk, ef við gæt-
um tungu okkar og segjum
aldrei of mikið, ef við útvötnum
tilfinningar okkar. Alltof oft
segjum við „þakka þér fyrir“,
þegar við hefðum viljað segja
„g-uð blessi þig“. Eða við segj-
um „Jón er ekki eins og hann
á að vera“, þegar við hefðum
viljað segja „hann Jón er ban-
settur óþokki“.
7S
Einlægni bíður einlægni
heirn; hreinskilni í tali hreinsar
næstum alltaf andrúmsloftið og
Ijær ótöluðum hugsunum mál.
Hlý, lifandi orð laða fram hlýj-
ar, lifandi hugsanir. Það er
rangt að vera alltaf hræddur við
að tala eða breyta eins og and-
inn inn gefur. „Að lifa sönnu
lífi er áhættusamt,“ segir Ken-
neth Davis, „og ef við reisum
of marga varnarmúra gegn
hættum lífsins, þá endum við
með því að útiloka lífið sjálft.“
„Tilfinningarnar," skrifaði
hinn látni prédikari Joshua
Loth Liebman, „eru hin lifandi
orka, sem blæs lífsanda í alla
þætti menningarinnar, sér-
hverja sköpun hennar.“ Við
þurfum að nota tilfinningar
okkar skynsamlega, en við eig-
um hvorki að óttast þær né
blygðast okkar fyrir þær. Auð-
ugustu stundir lífs okkar eru
þær þegar tilfinningar okkar
eru dýpstar og við breytum í
samræmi við þær.
Vökudraumur.
Margur hefur þjáðst af svefnleysi, en tónskáldið Irving Berlin
telur sig hafa slegið öll met. Hann kveðst ekkert hafa sofið, að
heitið getið, í 32 ár. Einu sinni var hann í sumarleyfi á Bermúda,
ásamt vini sínum, blaðamanninum Irving Hoffman. Að jafnaði
bar tónskáldið ekki mikil merki svefnleysis á morgnana. Einn
morgun var hann enn frísklegri að sjá en hann átti að sér„
og Hoffman hafði orð á, að nú muni hann hafa sofið um nóttina.
„Já, að vísu," sagði Berlin mæðulega, ,,en mig dreyvidi að ég
væri vakandi."
Esquire.