Úrval - 01.04.1954, Qupperneq 83
SJtJKDÓMAR DAUÐSFÖLL OG SKILNAÐIR
81
finnast hjá þessum sjúklingum.
Nú mætti spyrja, hvort ekki
megi finna þessi persónuein-
kenni hjá mönnum, sem ekki
þjást af þessum sjúkdómi. Jú, en
það sannar ekki, að geðveilan
eigi ekki þátt í tilkomu sjúk-
dómsins, heldur aðeins, að fleira
þurfi að koma til. Það má einn-
ig orða þetta þannig, að sumir
séu svo hraustbyggðir, að þeir
þoli betur sálræn og líkamleg á-
föll en aðrir.
Veilur í persónuleikanum geta
auðvitað komið til á marg-
víslegan hátt, en í stórum
dráttum má segja, að orsökin sé
sú, að tilfinningar og vilji
barnsins fá ekki náttúrlega út-
rás, að barnið sé af einhverjum
ástæðum knúið til að bæla nið-
ur tilfinningar sem frá sjónar-
miði þess eru náttúrlegar og
nauðsynlegar. Ef við erum grip-
in sterkum tilfinningum og
sterkum vilja til einhvers, sem
ekki nær fram að ganga, án þess
að við gerum okkur ljóst hvers-
vegna, þá skapast með okkur
innri spenna. Ef þetta ástand
endurtekur sig og varir lengi,
þá verður hin innri spenna að
varanlegu ástandi og sameinast
gjarnan óró, kvíða eða jafnvel
þunglyndi. Erum við ekki sam-
mála um þetta ?
Rilton:
Jú, það er rétt, en ég vil bæta
því við, að þar með er ekki sagt,
að við eigum að hugsa sem svo,
að ef við gætum hlíft bömun-
um við margvíslegri reynslu og
erfiðleikum, sem þó verða í
rauninni aldrei umflúnir með
öllu, þá sé öllu óhætt. Eg held
ekki að það séu tilfinningarnar
sem slíkar, sem eru skaðlegar,
heldur hitt ef barnið hefur ekki
tök á að tjá tilfinningar sínar
eða finna leið út úr erfiðleikum
sínum. Þá getur svo farið, að-
þær bíti sig fastar, og þá lifir
barnið við sífellda innri spennu,
með þeim langvinnu og skaðlegu
áhrifum sem það getur haft í
för með sér fyrir geðheilsu og
jafnvel einnig líkamsheilsu þess.
Dagleg reynsla eins og t. d. það,
að móðirin yfirgefur barnið
stutta stund, vekur gremju í
garð móðurinnar; barninu
finnst það vera yfirgefið og án
stuðnings. Flest börn gráta
fyrst, en mörg finna seinna leið
til að mæta þessari „ógnun“ og
sigrast á henni. Þau „leika sér
gegnum“ atvikið og fá á þann
hátt vald yfir öllum þeim til-
finningum, sem sækja á þau, og
tengslin við umhverfið rofna
ekki. En ef barnið sezt aðgerða-
laust út í horn, dregur sig inn
í sjálft sig og getur ekki veitt
tilfinningum sínum útrás, þá
rofna tengslin við umhverfið og
því reynist örðugt að ná tökum
á tilfinningum sínum, en verður
í stað þess leiksoppur þeirra.
Lamm:
Ég er sömu skoðunar og þú,
að það séu einmitt tilfinningar
sem við getum ekki ráðið við