Úrval - 01.04.1954, Qupperneq 90

Úrval - 01.04.1954, Qupperneq 90
38 ÚRVAL _gal!ana í fari þess sem það elsk- ar. Þau gátu ekki valið á milli foreldranna, en urðu óhamingju- söm, ráðvillt og óróleg. Ef við drögum lærdóm af þessum samræðum okkar, þá munum við geta orðið ásátt um eftirfarandi ráðleggingar til foreldra: Ætlið ekki, að þung- hær sorg eða reynsla sé í eðli sínu skaðleg fyrir barnið, ætl- ið t. d. ekki að það sé hættu- legt fyrir barnið að þurfa að •syrgja látinn ástvin. Þvert á rnóti er mikilvægt að barnið fái að lifa sorg sína og láta hana í ljós. Látið tímann lækna sárið •og reynið ekki að dreifa huga þess með annarlegum ráðum. Ef þér berið sjálfur sorg í brjósti, þá reynið ekki að leyna henni barnsins vegna. Á hinn bóginn er að sjálfsögðu jafn rangt að gera tilraun til að lengja sorg- arástand úr hófi fram. Um sjúk- dóma er sama að segja: reynið ekki að láta sem ekkert sé, en ýkið ekki heldur. Ef einhver veikist í fjölskyldunni er eðli- legt að aðrir í fjölskyldunni verði kvíðafullir og ástæðulaust að leyna því. En ef þér finnið, að þér alið á ótta sjálfs yðar, þá vinnið gegn þeim skaðlegu á- hrifum, sem það getur haft á börnin, með því að segja þeim, að þér séuð að eðlisfari kvíða- gefinn og hætti til að mikla fyr- ir yður hættuna. Það er alltaf betra að tala um málin en að rejma að leyna þeim. Og það á jafnt um kvíða og ótta, eða hvað finnst ykkur? Lamrn: Já, ég held að þetta sé mjög mikilvægt atriði. Það eitt að tala um kvíðann er léttir. Stund- um getum við líka, með því að ræða málin, komizt betur til botns í því sem liggur að baki kvíðans. Oljósar kvíðatilfinn- ingar, sem maður veit ekki af hverju eru sprottnar, eru miklu þungbærari en kvíði út af ein- hverju ákveðnu. Bárány: Já, einmitt! Þegar um er að ræða ágreining milli hjóna, þá getur vissulega oft verið erfitt að skýra hann. En reynið um fram allt að hræsna ekki eða fara í launkofa með neitt. Það er ekki gott, að skilnaðurinn komi eins og reiðarslag yfir börnin. Jafnmikilvægt og það er að ekki sé alið á óbeit barnanna til annars hvors foreldrisins við skilnað, er hitt ekki þýðingar- minna að varast að breiða hræsnishjúp yfir allan ágrein- ing. Það verður aðeins til þess að gera börnin ráðvillt, sem er sama og að bjóða óttanum heim, og óttinn hefur ósjaldan í för með sér geðræn og líkamleg sjúkdómseinkenni, eins og við höfum áður minnzt á.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.